Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 13.08 2019 - 11:57

AUÐKÝFINGUR EIGNAST LAND

Umræða um uppkaup auðmanna á jörðum er í sjálfu sér ekki ný. Auðkýfingar – auðmenn hafa alltaf numið land, byggt sér sumardvalarstaði og leiksvæði. Það að erlendir auðmenn komi hér og kaupi upp jarðir, sem einmitt hafa mikil hlunnindi, s.s. ferskvatn, sjó, veiðimöguleika, og aðrar leiðir sem nýtast auðmanni. Svo miklir peningar eru um að […]

Þriðjudagur 06.08 2019 - 11:55

VATNIÐ OG ED SHEERAN…

Um næstu helgi mun hin geðþekki tónlistarmaður Ed Sheeran skemmta á Íslandi með miklum tónleikum í Laugardalnum. Margir hafa beðið með mikilli eftirvæntingu og er nokkuð öruggt að þeir verða til fyrirmyndar. Öryggisgæslan verður mikil og umfang tónleikana einnig. Í fyrirspurn minni til SENU vegna þess að ég hafði heyrt að bannað væri að taka […]

Mánudagur 01.07 2019 - 12:38

ÞARF NÝJAN ÞJÓÐLEIKHÚSSTJÓRA?

Í fjölmiðlum hafa farið fram meintar deilur og ávirðingar í garð núverandi þjóðleikhússtjóra Ara Matthíassonar. Korter’í endurnýjun á starfi hans koma fram deilur ákveðinna aðila og ýmislegt er borið á þjóðleihússtjórann, þrátt fyrir að hann hafi stýrt starfi sínu prýðilega með ágætum sýningum. Þrátt fyrir stífar venjur í garð þjóðleikhúss um að sinna öllum þáttum […]

Þriðjudagur 04.06 2019 - 08:24

STJÓRNLAUS VANDI MEÐ VESPURNAR!

Margsinnis hefur verið bent á þessa hættu og er þetta dæmi sönnun þess að stutt er í mjög alvarlegt slys af völdum vespa sem bruna um göngustíga á miklum hraða. Vespufárið er orðið skelfilegt og stjórnlaust og skrifast á aðgerðleysi yfirvalda sem bregðast ekki við þessum vanda sem margir hafa bent á. Óskoðaðar í misjöfnu […]

Sunnudagur 26.05 2019 - 13:05

„Reykjaríkið 101“

Nú ætla borgarstjóri að ganga endanlega frá verslun og þjónustu í miðbæ Reykjavíkur með því að loka hann af og koma upp gjaldtöku – tafa- og mengunargjöldum!? Reykjavík 101 verður „ríki“ sem heimsótt er – stundum… Fáranleikinn hefur engin mörk hjá borgarstjóra og því er ekki úr vegi að bregðast við því.

Miðvikudagur 24.04 2019 - 11:10

MEÐ FÚKYRÐUM OG DÓNASKAP 10%

Formaður Eflingar verkalýðsfélags er hissa á 10% þátttöku félagsmanna sinna í kosningum um nýja kjarasamninga. Þegar formaðurinn var kosinn voru áhrifamenn Sósíalista á Íslandi á fullu við að hjálpa og „rútuferðir“ farnar í að kjósa þennan nýja formann. Sósíalistar voru komnir með vopn í baráttunni fyrir áherslum sínum og ætluðu að ná árangri. Þegar ákveðið […]

Mánudagur 15.04 2019 - 01:00

FJÁRMÁLARÁÐHERRA AFHJÚPAR SIG!

Þann 6. mars s.l. skrifaði ég á Eyjunni grein um kenningu mína um einbeitta fyrirætlan fjármála- og efnahagsráðherra í að selja Landsvirkjun og keppikefli hans að koma 3 Orkupakkanum í gegnum þingið nú á næstu dögum og vikum. Nefndi ég einnig þá augljósu ætlan ráðherra að komast yfir Sæstreng til Evrópu og í öllu hans plotti […]

Mánudagur 25.03 2019 - 15:50

AÐ SLÁTRA WOWAIR…

Ég hef talað um það áður hér að mér hefur þótt Skúli hafa farið alltof geist í að slá um sig. Hann er partýpinni og kann örugglega að gera flottustu partýin. En ég veit að hann gerir ágætlega við starfsfólk sitt, þótt hann fari offari í mörgu, en ég læt það liggja hér. Nú keppast […]

Miðvikudagur 06.03 2019 - 09:59

ÞRIÐJI ORKUPAKKINN OG LANDSVIRKJUN TIL SÖLU?

Árið 2000 hófst í raun vinna hjá nokkrum hagsmunaaðilum með hinn svokallaða þriðja orkupakka. Ótrúlegt plott fór þá af stað. Málið snýst um algjört yfirráð yfir rafmagni og vatni á Íslandi, yfirráðum yfir því að selja rafmagn og vatn til neytenda. Í dag er raforka og vatn auðvitað seld með ýmsum hætti, en síðastliðin ár […]

Þriðjudagur 29.01 2019 - 01:01

LOFORÐ VIÐ FANGA SVIKIN

Það er áhugavert þegar Facebook minnir mann á tímatal sitt og það sem maður þá var bardúsa og skrifa. Fyrir þremur árum sat ég málfund í Norræna húsinu sem var um betrunarmál fanga en spurt var „Betrun eða refsing.“ Knut Storberget, þingmaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra Noregs sagði frá forvitnilegum leiðum sem Norðmenn voru að gera. […]

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar