Miðvikudagur 27.02.2013 - 15:05 - Lokað fyrir ummæli

Ekkert kratakjet í ríkisstjórninni

Fengin af vef mbl.is (27.2.2013)

Nú hefur verið birt ein skoðanakönnun þess efnis að Framsóknarflokkurinn sækir á og getur myndað eina öflugustu vinstri stjórn síðari ára. Þarna kemur í ljós að vilji þjóðarinnar, sem veit örugglega ekki þegar spurt er hver niðurstaðan verður, er að kjósa mikið til vinstri og telur sig fá það sem auglýst er.

Naut í flagi

Margir hafa barist fyrir vinstristjórn og verið eins og naut í flagi þegar kemur að skattahækkunum. Nú hefur nýr bloggari komið fram hér á Eyjunni og telur allar skattalækkanir stórhættulegar. Það er ekki skrítið því sá hinn sami, hinn mætasti maður og mikill höfðingi skattasinna, kom þessum sköttum öllum á með aðstoð VG.

Rökin gegn skattalækkun er samanburður við aðrar þjóðir sem eru skattpíndar og sagt að ekki sé um annað að ræða en að skattpína Íslendinga eins, nákvæmlega eins. Það er talið hið besta mál og afar göfugt.

Ætli þetta sé vegna þess að þessir menn þekkja ekki atvinnulífið og þarfir fólksins í landinu? Er enginn lengur  innan vébanda ríkisstjórnarflokkana sem þekkir til atvinnulífs og launamála almennings?

Hvar eru kratarnir, eðalkratarnir?

Ekta kratakjet, öflugir mjaltaþjónar og tilberar

Við vitum flest að íslenskur landbúnaður hefur átt undir högg að sækja í tíð núverandi ríkisstjórnar. Þar hefur flest verið veðsett og skattlagt sem hægt var að veðsetja og skattleggja t.a.m. í kúabúskap sem og vissulega í öðrum búskap. Veðsetning síðustu ára hefur t.d. komið til vegna kaupa á svokölluðum mjaltaþjónum.

Öll arðsemin fer svo í að borga lánin og greiða skatta. Þetta á við fleiri greinar en landbúnað á Íslandi.

Hjá ríkisstjórninni hefur einnig verið fjárfest í mjaltaþjónum. Þessir þjónar hafa t.a.m. samið ítarlega löggjöf vegna mjalta svo mjólka megi eins mikið og hægt er af skattborgurum þessa lands. Þetta er gert til að hafa uppí launakjör þeirra sem ráðnir hafa verið hjá ríkinu til mjaltanna og skerðir þetta framferði kjör allra á Íslandi. Er engin önnur leið í boði?

Hver fitnar svo við þetta allt saman?

Það gerir auðvitað púkinn á fjósbitanum en enginn virðist skilja hver sýgur kýrnar að næturlagi.

En hvers vegna ætli að þetta sé?

Ætli það sé eitthvað gallað við kjetið sem er í boði fyrir næstu kosningar?

Var eitthvað rangt við það sem auglýst var fyrir síðustu kosningar?

Það er þekkt að í Hafnarfirði megi finna ekta kratakjet en því miður virðist Samfylkingin hafa náð, ásamt VG, að grilla allt það kjet fyrir sig og ekkert er því orðið eftir handa íslenskri þjóð.

Aðeins er eftir eitthvað óætt og óframbærilegt kjet sem nú er ráðandi í ríkisstjórn Íslands.

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa því glaðir gatað ríkissjóð á daginn og grillað kratakjet á kvöldin.

Nýlegar fréttir

Um þessar mundir hefur Matvælastofnun komist að því að ekkert kratakjet er í bollunum sem í boði eru í mötuneyti Utanríkisráðuneytisins þrátt fyrir að annað hafi verið látið í veðri vaka.

Niðurstaða nákvæmra rannsókna benda því til þess að þeir sem voru að semja fyrir hönd íslenska ríkisins höfðu bara fengið eitthvað óæti áður en þeir fóru á fundi samninganefndar Evrópusambandsins í Brussel. Ekki að undra framgang þessa máls sem átti að ganga hratt í gegn. Þarna má vænta að kjósendur hafi misskilið hvað átt hafi verið við.

Við vitum öll hve heilsusamlegt líferni skiptir miklu máli og hversu mikilvægt það er hvað við látum ofan í okkur Íslendingar.

Þetta var þá lygi allt saman með það sem auglýst var fyrir síðustu kosningar.

En hvað þá með næstu kosningar?

Kosningarnar framundan

Skoðanakannanir hafa bent til þess að ný vinstri stjórn geti orðið enn verri en sú sem nú ríkir. Var þá á ástandið bætandi?

Við getur bæst aðild Framsóknarflokksins að þessari ríkisstjórn. Þá fyrst getum við séð fram á að gæðakokkarnir á þeim bænum fari að elda einhvern nýjan og ómengaðan óþvera fyrir almenning á Íslandi eins og 100% lán, loforð um vímuefnalaust Ísland árið 2000 og nú svo 100% lækkun lána og svikið kratakjet.

Pistlahöfundur skorar á Íslendinga að kanna betur hvað þeir láta ofaní sig í næstu kosningum því það tekur ein 4 ár að melta þá niðurstöðu samhliða mikilli og viðvarandi hægðartregðu varðandi allt atvinnu- og viðskiptalíf á Íslandi.

Sem dæmi má nefna er hvorki kratakjet lengur í ríkisstjórn Íslands eða á Alþingi.

Ef fram heldur sem horfir verður ekki séð að kratakjet komi til að verða á boðstólnum á Íslandi nema þá og því aðeins að Samfylkingin fái annað tækifæri til að endurnýja sig öllu betur.

Kjósum því XD í komandi kosningum – Veljum íslenskt, eitthvað gott og ekta  !

 

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur