Föstudagur 12.04.2013 - 11:13 - Lokað fyrir ummæli

Afsögn handa RÚV og DV ?

Hin ríkisrekna RÚV fór að spyrja leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í sjónvarspþætti í gær hvort hann ætti ekki að segja af sér eða hvort hann hafi hugleitt slíkt.

Ekki sáu sömu aðilar ástæðu til að spyrja formann Samfylkingarinnar, sem hrynur í fylgi sem aldrei fyrr, að hinu sama og þá sérstaklega í ljósi þess að sá flokkur hefur ítrekað reynt að ,,selja“ Ísland undir ESB á síðustu árum gegn þjóðarvilja.

Bjarni Benediktsson er af öðrum ólöstuðum með vönduðustu stjórnmálamönnum sem völ er á í íslenskri pólitík í dag og hefur verið val á um langa hríð.

Hann á ekki að segja af sér þrátt fyrir niðurrifsöfl sem vilja hann út í stað annars sem þóknanlegri er þeim öflum sem síst ættu að ná völdum í Sjálfstæðisflokknum, þ.e. RÚV og DV.

Sjálfstæðismenn setja hugsjónir sínar ekki á útsölu, hvorki nú, fyrr eða síðar. Sjálfstæðismenn standa með formanni sínum á meðan hann fylgir stefnu flokksins og vinnur að heilindum fyrir land og þjóð. Það gerir Bjarni og hefur vilja, getu og þor til að taka á erfiðum málum sem blasa við. Bjarni er einmitt maðurinn sem þjóðin þarfnast til að taka forystu í næstu ríkisstjórn landsins.

Sjálfsstæðisstefnan undir merkjum atvinnufrelsis, frelsis einstaklingsins til orðs og athafna er ekki að gefa sig og umboð landsfundar var skýrt þegar formaður flokksins var kjörinn.

Hvorki RÚV né DV hafa slíkt umboð frá sjálfstæðisfólki sem starfar um land allt. RÚV og DV hafa umboð frá sínu liði sem liggur ekki á liði sínu í óhróðri af versta tagi, undirmálum og véfréttum. Slíkt hefur ekki heyrst frá tíma kaldastríðsáranna og þá sem hróp og köll frá vinstri til hægri.

Við þekkjum hvernig það allt fór og sjáum einnig þá festu sem leiðtogar þurftu að sýna til að fá Berlínamúrinn rifinn niður. Það breytti lífi þjóðar.

Það kostar því klof að ríða röftum.

Eigi skal víkja !

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur