Þriðjudagur 10.05.2016 - 11:45 - Lokað fyrir ummæli

Frambjóðendur og ICESAVE

Niðurstöður í þjóðaratkvæðagreiðslum

Niðurstöður í þjóðaratkvæðagreiðslum – Heimild: Hagstofa Íslands (2016)

 

Áður en tekin ákvörðun hver verður sá sem telst til öryggisventils fyrir Ísland og mun gegna embætti forseta Íslands í framtíðinni er rétt að gera smávægilega áreiðanleikakönnun. Hver og einn kann að finna sig í þeim einstaklingum sem nú bjóða sig fram. Allir afar mætir þegnar og greint fólk.

Spurningin sem pistlahöfundur hefur komið fyrir á fésbókavegg sínum er þessi:

Getur íslenska þjóðin kosið einstakling í embætti forseta Íslands 2016 sem vildi að gengið yrði að samningum varðandi ICESAVE og vildi að núverandi forseti staðfesti lögin sem mikill meirihluti þjóðarinnar hafnaði að tækju gildi?

Það liggur nú fyrir að þjóðin samþykkti gildandi stjórnarskrá lýðveldisins 1944 með upp undir 100% greiddra og gildra atkvæða. Þetta snérist við 2010 þegar þjóðin hafnaði lagasetningu þess efnis að ríkið gengist í ábyrgð fyrir óráðsíðu einkaaðila. Þjóðin hafnaði ICESAVE með afgerandi hætti.

Eftir talsvert argaþras var enn á ný reynt að klína skuldum óreiðumanna á Íslendinga sem þjóðin hafnaði með langt yfir 50% atkvæða árið 2011.

Eigum við ekki að meta fólk að verðleikum þegar við kjósum í embætti forseta Íslands?

Höfum sagnfræðina á hreinu !

Flokkar: Hagmál · Sagnfræði · Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Sveinn Óskar Sigurðsson
MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands og MBA í viðskiptum frá sama skóla auk BA í heimspeki og hagfræði. Áhugamaður um að efla skólastarf, hagræða í opinberri stjórnsýslu og að þar sé ávallt sýnt aðhald, ráðdeild og sparnaður. Helstu áhugamál mín eru ferðalög með fjölskyldunni, stangveiðar, skíðaiðkun og opinber umræða.
RSS straumur: RSS straumur