Föstudagur 07.04.2017 - 10:40 - FB ummæli ()

Óbragð sætuefnanna

Það er vel þekkt að nota sætuefni til að bragðbæta matvæli og sérstaklega til að minnka sykurinnihald. Því hefur verið haldið fram að með því sé verið að gera betur en með hinum hefbundna sykri sem hefur auðvitað verið bölvað í hástert á undanförnum árum. Fituskerðing matvæla og að bragðbæta með gerviefnum virðist þó vera að koma illilega í bakið á okkur hvað varðar lífsstílssjúkdómana. Nýlegar rannsóknir gefa tilefni til að halda að efnaskiptavandi jafnvel aukist við notkun sætuefna. Vísindamenn við háskólann í Washington vilja meina að notkun þeirra auki fremur en hitt fitusöfnun og hafa sýnt fram á það með rannsóknum. Vitanlega þarf fleiri rannsóknir til staðfestingar en segja má að reynist þetta á rökum reist skapi diet drykkir og gervisæta fremur vanda en að leysa hann. Þannig að ef maður slettir á unglingamál er það vitanlega „sjúklega hallærislegt“ að fitna af því að drekka eða neyta vöru sem eru notuð sætuefni í, þar er algert öfugmæli í markaðssetningunni.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Teitur Guðmundsson
Nánar um höfund ...

Læknir með áhuga á heilbrigðismálum, forvörnum, heilsueflingu og svo auðvitað öllu mögulegu milli himins og jarðar. Ég hef ritað um nokkurra ára skeið greinar og fræðsluefni í blöð og á vefi víða. Hér vil ég gjarnan nota tækifærið til að taka þátt í umræðu á annan hátt en ég hef gert. Vona að þið hafið gaman af..
RSS straumur: RSS straumur