Miðvikudagur 10.05.2017 - 23:14 - FB ummæli ()

Heilbrigðiskerfið á krossgötum

Menn fara mikinn núna á síðustu vikum um hin ýmsu  mál í tengslum við heilbrigðiskerfið, einkarekstur, einkasjúkrahús, Landspítala á heljarþröm og heilsugæslu í vanda. Lítið nýtt að frétta, meira og minna skotgrafahernaður og yfirlýsingagleði bæði rökstudd sem og ekki. Sjaldan hefur eitt fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum fengið jafn mikla umfjöllun og hin umtalaða Klíník í Ármúlanum, fín auglýsing þrátt fyrir erfiða umræðu. Það er auðvitað nauðsynlegt að ræða framtíðarskipulag mála og komast vonandi að niðurstöðu í framhaldi, ofangreint er líklega eitt form af slíku. Hagsmunir sjúklinga hljóta að vera í fyrirrúmi og að þeir upplifi að sú þjónusta sem þeim er veitt sé góð, hagkvæm og í takti við væntingar greiðandans sem getur verið einstaklingurinn sjálfur, ríkið eða báðir sameiginlega. Það væri kannski fyrsta skrefið að skilgreina það betur en verið hefur og byrja á réttum enda. Ekki kvarta og kveina yfir því ástandi sem nú ríkir í heilbrigðiskerfinu vitandi vits að menn hafa hreinlega gert uppá bak í því að tækla framtíðarvanda þess líkt og öldrun þjóðarinnar, mönnunarvanda heilbrigðisstétta og að skilgreina betur en gert hefur verið hver geri hvað í heilbrigðisþjónustunni og láti þá fé fylgja þeim áætlunum. Þar eru pólitíkin, fagfélög heilbrigðisstétta, þjónustuaðilar, eftirlitsaðilar og kaupendur heilbrigðisþjónustu ekki að tala nægilega saman svo vel sé og allir eiga sína sök. Lögum það og komumst uppúr þessum skotgröfum, sá sem líður fyrir þrasið er sjúklingurinn, hann á að vera í öndvegi, en gleymist æði oft því miður.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Teitur Guðmundsson
Nánar um höfund ...

Læknir með áhuga á heilbrigðismálum, forvörnum, heilsueflingu og svo auðvitað öllu mögulegu milli himins og jarðar. Ég hef ritað um nokkurra ára skeið greinar og fræðsluefni í blöð og á vefi víða. Hér vil ég gjarnan nota tækifærið til að taka þátt í umræðu á annan hátt en ég hef gert. Vona að þið hafið gaman af..
RSS straumur: RSS straumur