Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Mánudagur 09.10 2017 - 18:24

Kosningamál númer eitt

Aftur kosningar, aftur kosningamál númer eitt; Heilbrigðiskerfið Las mér til um stefnu flokkanna um daginn og svör þeirra t.d. við spurningum Læknablaðsins varðandi Landspítala, mönnun og húsakost auk þess að spurt var um hvert ætti viðmiðið að vera um hlutfall þjóðartekna sem færu til heilbrigðismála. Svörin voru eðlilega jákvæð varðandi uppbyggingu og styrkingu heilbrigðiskerfisins almennt […]

Miðvikudagur 10.05 2017 - 23:14

Heilbrigðiskerfið á krossgötum

Menn fara mikinn núna á síðustu vikum um hin ýmsu  mál í tengslum við heilbrigðiskerfið, einkarekstur, einkasjúkrahús, Landspítala á heljarþröm og heilsugæslu í vanda. Lítið nýtt að frétta, meira og minna skotgrafahernaður og yfirlýsingagleði bæði rökstudd sem og ekki. Sjaldan hefur eitt fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum fengið jafn mikla umfjöllun og hin umtalaða Klíník í Ármúlanum, […]

Þriðjudagur 25.04 2017 - 23:44

Ekki hlustað

Niðurstöður úr skýrslu Ríkisendurskoðunar eru um margt áhugaverðar. Það kemur svosem ekki á óvart að það sé eitt og annað gagnrýnt.   Það sem stingur þó óneitanlega í stúf er það að í skýrslu sömu stofnunar 15 árum fyrr eru tíunduð sömu vandamál að stórum hluta og eru enn til staðar í dag. Strútshegðunarmynstur stjórnmálamanna og […]

Mánudagur 10.04 2017 - 10:54

Öldrunarþjónusta, hvernig á að leysa vandann?

Við heyrum nær daglega fréttir af því að það gangi erfiðlega að útskrifa aldraða sjúklinga sem eru búnir að ljúka meðferð á Landspítala. Orðið fráflæðivandi er oft notað í þessu samhengi. Þar er verið að vísa til þess að það vantar pláss og úrræði í öldrunarþjónustunni til að taka við þessum einstaklingum. Fyrir utan þennan vanda […]

Föstudagur 07.04 2017 - 10:40

Óbragð sætuefnanna

Það er vel þekkt að nota sætuefni til að bragðbæta matvæli og sérstaklega til að minnka sykurinnihald. Því hefur verið haldið fram að með því sé verið að gera betur en með hinum hefbundna sykri sem hefur auðvitað verið bölvað í hástert á undanförnum árum. Fituskerðing matvæla og að bragðbæta með gerviefnum virðist þó vera […]

Mánudagur 03.04 2017 - 23:23

Matseðill í stað lyfseðils

Það hefur verið gríðarlega mikil umræða um mataræði á síðustu árum í tengslum við heilsu og heilbrigði. Þá ekki síst þegar verið er að ræða svokallaða lífsstílssjúkdóma og vitum við að það getur skipt sköpum hvers konar fæðu einstaklingar taka til sín. Margvísleg æði hafa gripið um sig og kúrar sem fólk hleypur á eftir […]

Þriðjudagur 28.03 2017 - 15:47

Eyjublogg

Jæja, viti menn, nú er ég farinn að skrifa blogg hér á Eyjunni. Hef nú reyndar ritað nokkra pistlana í gegnum tíðina hingað og þangað. Nú vil ég gjarnan breyta aðeins til og hafa tækifæri til að ræða jafnvel málefni eða það sem brennur þá og þegar. Heilbrigðispólitík og heilbrigðisþjónustan eru mér augljóslega hugleikin sem […]

Höfundur

Teitur Guðmundsson
Nánar um höfund ...

Læknir með áhuga á heilbrigðismálum, forvörnum, heilsueflingu og svo auðvitað öllu mögulegu milli himins og jarðar. Ég hef ritað um nokkurra ára skeið greinar og fræðsluefni í blöð og á vefi víða. Hér vil ég gjarnan nota tækifærið til að taka þátt í umræðu á annan hátt en ég hef gert. Vona að þið hafið gaman af..
RSS straumur: RSS straumur