Laugardagur 17.09.2016 - 15:09 - FB ummæli ()

Spilltir Framsóknarmenn

Nú hafa framsóknarmenn í NA-kjördæmi valið Sigmund Davíð til að leiða lista flokksins í kjördæminu. Þeir hafa valið mann sem er milljarðamæringur og á, eða átti, aflandsreikning í skattaskjóli sem gagngert var settur upp, eins og aðrir aflandseyjureikningar í skattskjólum, til að komast hjá skattgreiðslum. Reikingurinn var í nafni fyrirtækis, Wintris, sem er/var kröfuhafi á íslensku bankana eftir Hrunið og sem hann sjálfur sem forsætisráðherra sá um að færu betur út úr uppgjörinu með því að velja samningaleiðina frekar en skattaleiðina. Sömu framsóknarmenn hafa einnig hafnað Höskuldi Þórhallssyni sem er prestssonur, fjölskyldumaður, margra barna faðir, hefur unnið dyggilega fyrir Framsóknarflokkinn í áratugi og á engan aflandsreikning. Þar með hafa framsóknarmenn opinberað upp á gátt algert siðleysi meirihluta framsóknarmanna í kjördæminu. Það er ótrúlegt að verða vitni að þessu en framsóknarmenn, eða alla vega meirihluti þeirra þarna fyrir noðrðan, er gjörpilltur. Það er á ábyrgð allra kjósenda að stöðva þessa ömurlegu vegferð spillingar í íslenskum stjórnmálum í næstu kosningum og hafna Framsóknarflokknum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Þór Saari
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.

Er í framboði fyrir Pírata í SV kjördæmi (kraganum). Er fyrrverandi þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna (2009-2013) og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfangið er: saari@centrum.is
RSS straumur: RSS straumur