Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 25.04 2018 - 18:59

Hnattvæðing, áhrif frjálshyggjunnar og lýðræðið

  Það dylst fáum sem um fjalla, að vestrænt lýðræði og viðtekin frjálslynd stjórnmálahugsun eiga í vök að verjast.Ógnarjafnvægi kaldastríðsins og niðurmúruð landamæri höfðu fest vestræna, frjálslynda heimsmynd í sessi, hérna megin múrsins. Pólarnir tveir sem allt snerist um hurfu. Ný söguleg hreyfiöfl fóru á stjá. Heimsmyndin ruglaðist, þjóðernishyggja, hryðjuverk og stríð komust á dagskrá. […]

Laugardagur 17.03 2018 - 18:50

Reiðin kraumar undir

Megin ástæða þeirrar gerjunar, sem nú á sér stað innan verkalýðshreyfingarinnar er nánast algjört áhrifaleysi hennar á alþingi. Þar er enginn  alþm. sem getur talað fyrir hönd hreyfingarinnar og hefur ekki getað síðan Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið liðu undir lok. Við tilurð Samfylkingarinnar, hvarf verkalýðshreyfingin af vettvangi íslenskra stjórnmála. Karl Steinar og Guðmundur Joð voru síðustu […]

Sunnudagur 07.01 2018 - 13:11

Söguleg sáttastjórn eða hvað er vinstri hugsun?

  Myndun ríkisstjórnarinnar hefur kallað fram margs konar hugleiðingar um eðli hennar og tækifæri. Hástemmdustu heilabrotin vitnuðu í nýsköpunarstjórnina sem e.k. sáttastjórn, enda sátu í þeirri stjórn  fulltrúar stjórnmálahreyfinga, sem mestar breytingar vildu gera á íslensku samfélagi ásamt þeim sem ekki vildu gera miklar ef nokkrar breytingar. Sáttin fólst aðallega í því að eyða sameiginlega […]

Miðvikudagur 03.01 2018 - 19:53

Eftirlit á brauðfótum

    Á upphafsárum nýfrjálshyggjunnar  reið alda fordæmingar á opinberu eftirliti yfir land og lýð. Í stað eftirlitsstofnunar var starfsemin uppnefnd eftirlitsiðnaður, sem átti að gefa í skyn að það sem þarna færi fram, væri  atvinnustarfsemi, en ekki opinber þjónusta. Starfsemin var talin allt of dýr, fánýt og væri verkefni einkaaðila. Þjónustan sögð þvælast  fyrir […]

Sunnudagur 06.08 2017 - 18:50

Enn um spesíur Júdasar

Það er þakkar- og lofsvert þegar forystufólk sveitarstjórna eða aðrir ráðamenn taka þátt í opinni umræðu um samfélagsleg álitamál.  Sú umræða getur vissulega stundum lent á villigötum. Bæði er það svo, að skoðanir okkar á álitamálum eiga það til að mótast af ólíkum hagsmunum eða áhugamálum, hins vegar ganga menn út frá ólíkum forsendum. Grein […]

Sunnudagur 06.08 2017 - 18:38

Júdasar í jökulfjörðum

Þröstur Ólafsson   „Sonur sæll, þú veist ekki af hve litlu viti einni þjóð er stjórnað“, á Axel Oxenstierna, ríkiskanslari Svíþjóðar undir Gústav Waasa að hafa sagt. Verandi sjálfur annar valdamesti maður ríkisins um átatuga skeið, getur hann varla hafa haft alla aðra en sjálfan sig í huga. Mig rámaði í þessi orð við birtingu […]

Sunnudagur 21.05 2017 - 21:51

Krónan, ferðmenn og dýrtíðin

  Fyrir fáum dögum birtist frétt sem greindi frá því að þýskar ferðaskrifstofur hefðu afturkallað pantanir í  orlofsferðir hingað til lands. Uppgefin ástæða var hve dýrt væri að dvelja hélendis eftir að gengi krónunnar styrktist. Það kemur engum á óvart sem hér býr. Ísland er ekki bara „stórasta land í heimi“ , heldur eitt það […]

Sunnudagur 21.05 2017 - 20:08

Nú er vonandi lag

  Mikið er fárast yfir ákvörðun HB Granda um að sameina bolfiskvinnslu fyrirtækisins í Reykjavík. Stór orð falla um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og frjálsu framsali kennt oftast kennt um. Á árunum 1984-1986, þegar aflamarkskerfið var í smíðum tók sá, sem þessar línur ritar þátt í vinnu nefndar sem m.a. ræddi og gerði tillögu um hvar […]

Fimmtudagur 23.03 2017 - 14:21

Ævintýraheimar Styrmis

  Við erum áhorfendur að tilraun ákveðinna hægri afla til gera grundvallar breytingar á þeirri skipan heimsviðskipta og varnarmála sem hefur verið við lýði í öllum aðalatriðum allt frá miðri síðustu öld. Fyrirkomulag sem fært hefur okkar heimshluta bæði velmegun og frið. Þótt gagnrýna megi frjáls heimsviðskipti og fjölþjóðlega viðskiptasamninga á ýmsa vegu, þá hefur […]

Föstudagur 17.03 2017 - 12:33

Brexit, ESB og Ísland

  Tvíeykið Bannon/ Trump hefur sagt, að þeir vilji veikja ESB og helst koma því á kné. Í þeirra augum var og er hnattvæðingin forsending,  sem kveða þurfi niður. Framtíðarsýn þeirra á NATO hefur verið keimlík. Með því telja þeir sig geta endurvakið BNA sem einsleitt forysturíki, ekki bara á Vesturlöndum heldur um heim allan. […]

Höfundur

Þröstur Ólafsson
Hagfræðingur. Á eftirlaunum. Margvísleg störf, bæði opinber sem og hjá öðrum.
RSS straumur: RSS straumur