Færslur fyrir júní, 2014

Sunnudagur 29.06 2014 - 00:23

Something is rotten in the state of Iceland

Hvers vegna í ósköpunum – svo ég sem gamall sjómaður að austan segi ekki : hvers vegna í andskotanum þarf að vera þessi vafi um heiðarleika íslenskra útgerðarmanna? Sem sonur útgerðarmanns fyrir austan segi ég: Hvers vegna í andskotanum hefur skammaryrðið sægreifi leyst orðið útgerðarmaður af hólmi? Íslendingar hafa ekki efni á óheiðarlegum útgerðarmönnum – […]

Þriðjudagur 17.06 2014 - 00:42

Þúsund ár á einni öld

Í dag er þjóðhátíðardagur Íslendinga, þessarar dvergþjóðar á mörkum hins byggilega heims, þjóðar sem fjölgaði ekkert í 900 ár meðan fólksfjöldi nágrannalandanna þrefaldaðist. Fyrir rúmri öld var Ísland amt í Danmörku. Fátækt var svo mikil að sjómenn frá Noregi, sem hingað komu til fiskveiða um aldamótin 1900, sögðu heimkomnir að fátækt á vesturströnd Noregs væri […]

Miðvikudagur 04.06 2014 - 13:06

Alvarlegi gamanleikarinn

Þegar gamanleikarinn Jón Gnarr bauð sig fram til borgarstjórnar og varð borgarstjóri Reykjavíkur fyrir fjórum árum, undraðist ég uppátækið og hneykslaðist yfir framferðinu og taldi að nú væru endalokin framundan. Síðan hef ég orðið að endurskoða álit mitt, orð mín og ummæli. Með góðum samstarfsmönnum hefur hann unnið ágætt starf í höfuðborg allra landsmanna, friður […]

Höfundur

Tryggvi Gíslason
Akureyringur, fæddur á Norðfirði 1938, stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1958, magister í íslensku frá Háskóla Íslands 1968 með málfræði sem sérgrein, fréttamaður við Ríkisútvarpið, lektor við Universitetet i Bergen 1968-1972, deildarstjóri í skóla- og menningarmáladeild Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn 1986-1990, skólameistari Menntaskólans á Akureyri 1972-1986/1990-2003. Starfa sem fræðimaður og þýðandi.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar