Þriðjudagur 01.12.2009 - 13:41 - FB ummæli ()

Góðærisbörnin

Eitt áhugaverðasta efnið sem var til kynningar á ný yfirstöðnum fræðadögum heilsugæslunnar um sl. helgi var fyrirlestur Hólmfríðar Guðmundsdóttur, tannlæknis frá Lýðheilsustöð um lélega tannheilsu íslenskra barna. Sýndar voru myndir af börnum þar sem flestar tennurnar voru stórskemmdar, sumar uppétnar eða bara gómurinn eftir, enda tennurnar verið dregnar úr.

Rannsóknir hafa sýnt að tannheilsa íslenskra barna er miklu lélegri en á hinum Norðurlöndunum. Ástandið hefur versnað sl. ár í góðærinu og vekur auðvitað upp margar áleitnar spurningar um samfélagslega ábyrgð með börnunum okkar og félagslegri stöðu ungra foreldra á Íslandi. Enn áhugverðara er að stilla þessu vandamáli upp með fleirum algengustu heilsuvandamálum barna sem voru til umræðu á þinginu og sem hafa einnig verið að aukast á sl. árum. Þar má nefna ofituvandamál barna og versnandi geðheilsu eins og komu fram í erindindum Tryggva Helgasonar, barnalæknis og Ólafs Ó. Guðmundssonar, yfirlæknis barnageðdeildar LSH.

Eins var til umræðu, eins og áður hefur komið fram hér á síðunni, hvað við stöndum okkur illa þegar kemur að því að sýna biðlund gagnvart algengustu loftvegasýkingum barna og sem við meðhöndlum oftar en aðrir með sýklalyfjum að óþörfu. Sennilega í þeirri trúa að það spari tíma. TÍMALEYSI foreldra virðist einmitt vera samnefnari með öllum þessum vandamálum og aðal orsökin. E.t.v. er nú tækifæri eftir að góðærið keyði þjóðfélagið í klessu að fara yfir lífshlaup okkar og læra af reynslunni. Reynum að endurmeta fjölskyldugildin og annað sem skiptir okkur mestu máli varðandi velferð og góða heilsu barnanna okkar. Þetta sjónarmið og vöntun á tíma með börnunum okkar kom einmitt fram á fundi sem ég átti með foreldrafélagi Vesturbæjar rétt fyrir kreppu, en því miður fullseint.

\“Góðærisbörnin\“ Frétt á stöð 2 8.12.2009

Frétt á Vísir.is http://www.visir.is/article/2009788188428

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag · Vinir og fjölskylda

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn