Föstudagur 19.02.2010 - 12:36 - FB ummæli ()

Í áttina, en langt í land

rannsoknaspurningÁvísanir á sýklalyf til barna hafa minnkað um allt að 15% í aldurshópnum 0-4 ára árið 2009 og eru það góð tíðindi eins og fram kemur í nýjum Farsóttafréttum hjá Landlæknisembættinu. Eins sýklalyfjanotkunin almennt eða um 5% en hún er samt hærri en fyrir 4 árum (sjá myndir hér að neðan). Sóttvarnarlæknir virðist nokkuð ánægður eins og fram kemur í viðtali við hann í dag í Fréttablaðinu. Auðvitað er þetta  ávinningur, sérstaklega hvað yngstu börnin varðar en breytir þó ekki þeirri staðreynd að við notum ennþá allt of mikið af sýklalyfjum m.a. fyrir börn í samanburði við hin Norðurlöndin þar og er munurinn allt að 40%. Þessi lönd sem reyndar telja sig líka nota allt of mikið af sýklalyfjum svo sjá má að langt er að við náum landi. Sérstaklega er málið alvarlegt þegar litið er til sýklalyfjaónæmisins hér á landi, einkum í alvarlegum sýkingum yngstu barnanna sem þurfa mest allra á öruggum sýklalyfjum að halda. Á þetta hefur margsinnis verið bent en sýklalyfjanotkun hjá börnum er aðallega vegna miðeyrnabólgu sem ekki á þurfa að meðhöndla með sýklalyfjum nema í verstu tilfellunum.

Notkunin eykur hins vegar aftur á sýklalyfjaónæmisvandann eins og nnýlegar rannsóknir hér landi sýna svo vel. Á þetta samband var því miður ekki minnst á í Farsóttafréttum nú. Afar ólíkleg finnst mér líka helsta skýring sóttvarnarlæknis á minni sýklalyfjanotkun nú sé sú staðreynd að lyfin séu ekki niðurgreidd enda hefur svo verið óbreytt í meira en áratug. Reyndar eru sýklalyf dýr en ákvörðun og mat læknis ræður nánast alltaf ákvörðun um hvort foreldri eða einstaklingur leysi út lyfseðilinn. Líklegustu skýringuna tel ég miklu frekar vera mikinn áróðróður fyrir minni notkun sýklalyfja í heilsugæslunni sjálfri og meðal almennings.

Ekki er heldur tíundað í skýrslunni  hvaða tegundir sýklalyfja börnin eru helst að fá sem eru mjög mikilvægar upplýsingar að mínu mati. Notkun azítrómýsins er þó tekið út sérstaklega en notkunin á því virðist hafa minnkað hvað mest allra sýklalyfja hjá börnum og er það vel. Aukin notkun tetracýklíns við gelgjubólum (acnea) hjá unglingum sem mikið er gert úr í skýrslunni er auðvitað áhyggjuefni en þær ávísanir eru oft til langs tíma, jafnvel margra mánaða og telja þess vega drjúgt þegar talið er í dagskömmtum frekar en ávísanafjölda.  Nauðsynlegt er að fá upplýsingar um hvar og hvernig sýklalyf eru fengin t.d. hjá hvaða sérgreinalæknum, á hvaða tíma sólarhringsins, á vöktum og hvaða vöktum eða í bókuðum tíma hjá heimilislækni og svo framvegis því þær upplýsingar eru nothæfar í gæðastjórnun og þegar meta á betur upplýsingarnar úr lyfjagagnagrunni Landlæknis. Þær upplýsingar má síðan nota til gæðaþróunar í lyfjamálum eins og bent hefur verið á m.a. í bréfi til heilbrigðisráðherra fyrir rúmu ári síðan og sem er því miður enn ósvarað.

Sýkingarpyttur sýklalyfjaónæmra baktería (pneumókokka) er því miður ennþá fyrst og fremst hjá börnunum og þær bakteríur smitast síðan til annarra í þjóðfélaginu.  Betur má ef duga skal til að koma skikk á þessi mál hér á landi svo sómi sé af eins og ég hef margsinnis bent á hér á blogginu mínu m.a. til að gefa stjórnvöldum smá aðhald og til að upplýsa almenning enda áframhaldi starf í gangi í gæðaþróun hvað þessi mál varðar innan heilsugæslunnar þar sem fræðsla til almennings skiptir höfuðmáli auk notkunar klínískra leiðbeininga. Fyrstu vísbendingar er nú um að þessi vinna sé farin að skila árangri. En betur má ef duga skal og nú er komið að heilbrigðisyfirvöldum að taka myndalega á þessum málum og auka vægi fræðslu og upplýsinga til almennings og styðja við þá gæðaþróun sem þegar er í gangi t.d. innan heilsugæslunnar. Best er auðvitað að vinna þetta í saman og takmarkið er jú sameiginlegt, á því er enginn vafi. Eins er ánægjulegt að sjá nú að sóttvarnarlæknir mælir með pneumókokka-bólusetningu fyrir öll börn og sem ég hef verið að leggja mikla áherslu á hér á blogginu mínu. Vonandi tekur heilbrigðisráðherra málið til alvarlegrar athugunar enda auk þess þjóðhagslegur sparaður þegar upp verður staðið fyrir utan að bæta heilsu barna á Íslandi og líðan þeirra og fjölskyldna þeirra.  Frekari lesning þessu tengdu er á síðasta blogginu mínu í fyrradag „Hvað skiptir máli?“

sykl3syklalyf2009

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn