Föstudagur 20.08.2010 - 20:38 - FB ummæli ()

Traust á trú

Mynd:Domkirkjan-Reykjavík-Iceland-20030526.jpgTrúin er heilög og einstaklingsbundin. Íslenska þjóðkirkjan er samnefnari þess sem almenningur trúir á og hefur trúað á. Til þess að geta trúað verður maður að treysta, skilyrðislaust. Æðra máttarvald er vanfundið dags daglega en öll viljum við njóta vafans og við tökum þátt í athöfnum kirkjunnar í góðri trú.

Ef í ljós kemur að kirkjan er annað en við töldum okkur standa í trú að hún væri eða ef boðskapurinn er hjáróma að þá hljótum við að endurskoða hug okkar til hennar. Því mun meiri er ástæðan ef allar okkar kirkjulegu athafnir, frá vöggu til grafar, vina og ættmenna, byggjast á fölskum grunni. Því meira sem fallið er fyrir okkur, því meiri er ábyrgð kirkjunnar að okkur farnist vel í framtíðinni. Þetta sjónarmið kom ekki fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við biskupinn okkar, Hr. Karl Sigurbjörnsson.

Í dag eru þeir tímar liðnir, í ljósi atburða sem tengjast fyrrverandi sóknarpresti og biskupi Íslands, séra Ólafi Skúlasyni heitnum að starfandi biskup og bakhjall hans, kirkjuráðið, geti farið undan í flæmingi og neitað sjálfum sannleikanum eins og við skiljum hann. Dóttur hans er létt eftir að hafa sagt sannleikann. Sá sannleikur hlýtur að eiga vera léttir fyrir okkur öll hin. Frelsistilfinningin sem Guðrún Ebba Ólafsdóttir lýsir hlýtur að skírskota til einhvers stórkostlegs, ekki bara fyrir hana persónulega. Þjóðin öll, ekki síst fyrrverandi safnaðir, krefjast auðvitað afsökunar á alvarlegum trúnaðarbresti gagnvart þeim. Þúsundir eiga nú um sárt að binda og telja sig illa svikna af kirkjunni og hennar störfum. Hvað ætlar kirkjan að gera fyrir þetta fólk? Áfallahjálp heitir það á sálfræðimáli, sálgæsla hét það áður innan kirkjunnar. Nú fyrst reynir á fyrir hvað kirkjan stendur.

Hrun og fullkomið vantraust til íslensku þjóðkirkjunnar er það versta sem maður sér í spilunum. Ríkisstjórnin og Dóms- og mannréttindamálaráðherra (áður kirkjumálaráðherra) verða að hafa hönd á bagga og fá verður enn eina rannsóknarskýrsluna. Öll spilin á borðið, opinberun sannleikans og viðurkenning mistaka og yfirhylminga alvarlegra mála innan æðstu stjórn kirkjunnar um árabil, eru fyrstu skrefin til að hægt sé að byggja upp nýtt traust.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn