Þriðjudagur 14.12.2010 - 13:32 - FB ummæli ()

Umræða á hvolfi

Umræða í fjölmiðlum af hálfu hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara og þingmanna um málefni heilsugæslunnar er sérstök þessa daganna. Ekki það, að mikið hefur vantað upp á málefnalega umræðu um uppbyggingu heilsugælslunanr sl. áratugi. Ekki síst af hálfu þeirra sem best eiga til að þekkja, sjálfum heilsugæslulæknunum. Þeir hafa sennilega allt of mikið að gera og öðrum hnöppum að hneppa en skrifa í blöðin. Þeirra völlur er heldur ekki baktjaldamakk við þingmenn og ráðamenn, heldur fyrst og fremst að sinna sjúklingum.

Umræðan hefur birst daglega fyrir alþjóð í Fréttablaðinu frá því fyrir helgi og nú síðst í dag með tveimur greinum þar sem vísað er til uppbyggingu heilsugæslunnar á nýjum tímum. „Hjúkrunarfræðingar og heilsugæslan-tími tækifæranna“. Kreppan gefi góð sóknarfæri í nýrri hugsun!.

Sóknartækifæri hjúkrunarfræðinga og sjúkraþjálfa að þeirra eigin mati, er að meðal annars að taka sér störf  lækna, sjúkdómsgreina, flokka og meðhöndla, jafnvel með lyfjaávísanirnar að vopni. Þannig þarf síður að fjölga í starfsstétt lækna, jafnvel fækka og þeir læknar sem verða eftir eiga að vera til að lliðsinna hinum með erfiðustu tilfellin. Vísað er til útlanda þar sem skortur hefur verið á heilsugæslulæknum eða þar sem þjóðfélögin hafa ekki haft efni á að mennta lækna. Nú er skarð fyrir skildi í kreppunni en kanski nákvæmlega það sem búast mátti við þegar fer að harðna á dalnum og einstaklingar og jafnvel hópar fara að ráðist á aðra fyrir eigin hagsmuni. Nú fyrst reynir á þingmenn og stjórnvöld að standa vörð um öryggiskröfur og staðla norræna velferðarþjóðfélagsins eins og ég fjallaði um um daginn. Fljótráðar skyndilausnir nú mega ekki eyðileggja áratuga uppbyggingu í nýjustu sérgrein læknisfræðinnar, heimilislækningunum og sem á rætur í gamla góða heimilislækninum og héraðslækninum, jafnvel löngu fyrir tíð annarra sérgreina og sem leggur megináherslu á að vinna þverfaglega með öðrum heilbrigðisstéttum í heilsugæslunni.

Í sjálfu sér ber alltaf að fagna hjálp í neyð, ekki síst þegar undirmönnun í heilsugæslu er orðin pínleg. Þannig höfum við Íslendingar stundum komið að miklu gagni, m.a. með aðstoð hjúkrunarfræðinga víða út um heim þar sem neyðin er mest hverju sinni eins.  T.d. eftir náttúruhamfarirnar á Haíti fyrr á árinu þar sem sárlega vantaði hjúkrunarfræðinga til að hlúa að veikum og slösuðum, m.a. við að setja upp vökva og til að aðstoða lækna til að veita stórslösuðum og alvarlega veikum hjálp. Um mikilvægi þeirra þjónustu er ekki deilt né heldur að íslenskir hjúkrunarfræðingar með 4 ára háskólamenntun og jafnvel viðbótamenntun í heilsugæsluhjúkrun er vel menntaður starfskraftur sem getur sinnt góðri heilbrigðisþjónustu á því sviði sem þeir eru menntaðir til. Það er fyrst og fremst á sviði hjúkrunar og til sérhæfðari starfa við hlið lækna sem bera alltaf hina læknisfræðilegu ábyrgð og til sjálfstæðrar ráðgjafar í heilsugæslu, bráðamóttöku og í ungbarnaeftirlit. Vaxandi fjöldi þeirra hefur að vísu lagt fyrir sig nám í stjórnun til að geta stjórnað okkur hinum sem vinnum í heilbrigðsiþjónustunni, en það er önnur saga.

Læknisfræðimenntun er 6- 7 ára grunnnám í læknisfræði og sérnám í heimilislækningum tekur síðan önnur 4-5 ár. Greining sjúkdóma, læknismeðferð með lyfjum og skurðaðgerðum eða öðrum inngripum ásamt geðviðtölum og sálfræðihjálp er þeirra sérsvið. Sú var tíðin þegar ég átt sæti í stjórn Félags íslenska heimilislækna (FÍH) fyrir rúmlega 15 árum að til greina kom að sjúkraliðar gætu nýtst betur sem aðstoðarmenn lækna við einfaldar rannsóknir svo sem að taka hjartalínurit. Sjúkraliðarnir höfðu vissa grunnmenntun í umönnun sjúklinga og hefðu getað farist þessi störf vel úr hendi. Hjúkrunarfræðingar mótmæltu harðlega þessum vilja sjúkraliðanna að koma meira fram á gólfið og vildu að sú stétt væri alfarið undir þeim einum sem aðstoðarmenn við hjúkrun. Félag íslenskra heimilislækna (FÍH) studdi þessa ákvörðun hjúkrunarfræðinganna á faglegum forsendum og að þeim væri betur treyst til að sinna verkefnum sem þær höfðu menntað sig til að sinna en sem sjúkraliðarnir í sjálfu sér hefðu getað sinnt með örlítilli sérhæfingu eða viðbótarmenntun. Þetta viðhorf hefur m.a. orðið til þess að sjúkraliðum hefur ekki fjölgað sem skildi í heilbrigðisþjónustunni. Í dag virðist sem sagt öldin önnur enda komið vel fram yfir aldarmót og í stað þess að einbeita sér í að hlúa að sjúkum er farið að sparkað í liggjandi sem þurfa bara á aðstoð að halda til að komast á fætur. Sjálfum grunni heilsugæslunnar, heimilslæknisþjónustunni.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn