Miðvikudagur 25.05.2011 - 14:00 - FB ummæli ()

Umræðan um „læknadóp“

Vegna umræðunnar um „læknadóp“ sem hefur orðið í kjölfar þátta Kastljóss og ítarlegrar umfjöllunar Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, fréttamanns, er rétt að árétta að allt má misnota, líka góð lyf sem gefin eru í góðri trú til að líkna.

Ofnotkun lyfja er stórt vandamál í nútímanum sem snertir almennt heilbrigði og sem stundum leiðir til misnotkunar á lyfjum. Oft af hálfu sjúklings en stundum annarra sem komast yfir lyfin, með kaupum og sölu lyfja sem ætluð eru öðrum. Heilbrigðiskerfi sem styður fyrst og fremst við skyndiþjónustur elur óneitanlega á úrræðum sem eru í takt við slíka þjónustu og eykur álag á starfsfólk og lækna. Ofnotkun lyfja og úrræða sem oft telst til skyndilausna. Sterk verkjalyf, róandi lyf, örvandi lyf, önnur geð- og taugalyf auk svefnlyfja eru þar á meðal, þótt sennilega séu langtímaafleiðingar fyrir þjóðfélagið allt og lýðheilsuna hvergi betur rannsakað en sem tengist ofnotkun á öðrum lyfjum fyrir yngsta aldurshópinn, ofnotkun sýklalyfja fyrir börn á Íslandi.

Sennilega opnar umræðan nú sár inn í kviku íslensks þjóðfélags. Jafnvel inn á graftarkýli sem lengi hefði þurft að vera búið að hleypa út úr en flestir samt kosið að horfa framhjá, eins og þau væru ekki til. Kvíða, angist, óreglu og vímuefnanotkun í íslensku þjóðfélagi. Efni sem ég hef oft komið inn á í blogginu mínu, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu þar sem mikil vöntun er á eðlilegri heimilislæknaþjónustu, auk félagsráðgjöf og sálfræðihjálp. Mál sem við þurfum nú öll að skoða betur og reyna að koma í lag. Allra síst viljum við að umræðan leiðist inn á villigötur fordóma og verði dæmd af dómstólum götunnar. Öll hljótum við að vilja góða læknis- og heilbrigðisþjónustu þegar mikið liggur við, ekki síst aðgang að góðum lyfjum á réttum forsendum.

http://blog.eyjan.is/vilhjalmurari/2011/01/29/alvarleg-misnotkun-ritalins-medal-fullordinna-a-islandi/

http://blog.eyjan.is/vilhjalmurari/2011/01/31/meira-um-ofnotun-og-misnotkun-lyfja-a-islandi/

http://blog.eyjan.is/vilhjalmurari/2011/05/18/erum-vid-ekki-ad-gleyma-einhverju/

http://blog.eyjan.is/vilhjalmurari/2010/10/23/heilsugaesla-med-salina-ad-vedi/

http://blog.eyjan.is/vilhjalmurari/2011/04/21/haaleitisbrautin/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn