Færslur fyrir júní, 2011

Fimmtudagur 30.06 2011 - 23:54

Þetta er landið þitt

Í gærkvöldi gekk ég í góðum hópi ferðafélaga á Vífilsfellið. Hef reyndar gert það nokkrum sinnum áður mér til gleðiauka, en aldrei í jafnbjörtu veðri. Það var smá norðannæðingur sem bara jók á ánægjuna enda svifu svifflugvélarnar fram og til baka rétt yfir höfðinu svo auðveldlega mátti heyra þytinn í þeim. Öðruvísi fuglar en ég […]

Sunnudagur 26.06 2011 - 12:19

„gleym-mér-ei“

Fá blóm eru mér jafn minnisstæð og gleym-mér-ei, eins og nafnið ber auðvitað með sér, þar sem nafnið var líka hulið dulúð og yfirnáttúrulegum krafti í huga lítils barns í sveit. Blómið sem hægt var að líma á barminn og átti aldrei að gleyma manni, um leið og maður óskaði sér einhvers. Ekkert ósvipað og […]

Föstudagur 24.06 2011 - 00:29

Eru farsímar hættulegir?

Margt kemur á óvart í læknisfræðinni og aldrei skyldi maður blása á getgátur sem lengi hafa verið uppi um hugsanleg áhrif raftækja á heilabúið okkar, harða diskinn og vinnsluminnið ef svo má segja í tölvulíkingu. En málið er að við erum ekki raftæki, heldur lifandi verur með viðkvæmar frumur og litninga sem verða stöðugt fyrir […]

Sunnudagur 19.06 2011 - 10:26

Vængbrotnir fuglar

Nú um hásumarið er fuglalífið í algleymingi. Eins og nýr heimur úti í móa og ný vídd til að njóta. Öll hljóðin og söngurinn sem litast af gleðinni, en líka baráttu lífsins. Allt hljóð og líf sem fær mann til að hugsa hlutina aðeins öðruvísi. Áður en allt verður þögult aftur á löngum vetrarnóttum. Það er […]

Föstudagur 17.06 2011 - 11:01

17. júní 2011

Hvað skyldi Jón Sigurðsson hafa hugsað á 200 ára afmæli sínu í dag, ef hann væri á lífi? Á sama tíma og margir hugsa nú heim til Frónar eins og honum var tamt að gera við svipaðar aðstæður í hálfgerðri útlegð, enda mörgum ekki vært að dveljast heima lengur. Eins og í fjarlægri draumsýn, en samt […]

Miðvikudagur 15.06 2011 - 16:38

Á meðan fæturnir bera mig

Varla er til betri titill á umræðu um góða beinheilsu og mikilvægi D-vítamíns í næringu okkar Íslendinga, þótt foreldrarnir sem hlaupið hafa hringinn í kringum landið og koma heim á morgun, eigi auðvitað heiðurinn af þessum titli. Markmiði sem tengist engu að síður öðrum góðum markmiðum og heilsu okkar allra. Mikil umræða hefur verið um D-vítamín, ekki síst fyrir fyrir þær sakir […]

Mánudagur 13.06 2011 - 17:19

Annar heimur

Oft hef ég hugsað um veröld fuglanna sem fljúga rétt yfir höfuð okkar eins og ekkert sé. Önnur lögmál og aðrar hættur. Þar sem fuglarnir eru oft sjálfum sér hvað verstir innbyrðis eins og við mannfólkið oft á tíðum erum hvert öðru. Í gær í blíðunni var þó annað hljóð í fuglunum úti í móa […]

Laugardagur 11.06 2011 - 09:05

Verstu martraðirnar

Stundum er lífið sjálft eins og besta skáldsaga. Tveir amerískir læknar hafa gerst þekktir spennusagnarithöfundar og nýta sér þar vel læknisþekkinguna, ekki síst í  samskiptum við lyfja- og matvælaiðnaðinn. Sumar sögurnar eru lýginni líkust og mjög í anda vísindaskáldsagna þar sem ímyndunaraflinu er gefinn laus taumurinn, á meðan aðrar eru eins og verstu martraðir tengdar veikindum og óheppni […]

Fimmtudagur 09.06 2011 - 08:49

Gulu augun og lifrarbólgan

Í Læknadeildinni í gamla daga var manni kennt ýmislegt um sérstöðu heilsuþátta íslensku þjóðarinnar. Gul augu var manni kennt að væir helst tengt ungbarnagulu, stíflugulu eða einkenni bráðrar lifrarbólgu (hepatitits), oftast af meinlausari lifrarbólgu A í tímabundnum veikindum og fyrri matarsýkingu. Nú eru tímarnir hins vagar allt aðrir og vaxandi fjöldi sjúklinga fá króníska lifrarbólgu […]

Miðvikudagur 08.06 2011 - 11:15

Þögnin köld, en síðan kvak og tíst

Kyrrðin getur verið algjör, oftast friðsæl en stundum þrúgandi. Á veturna í froststillum, einstök, þegar norðurljósin leika sinn dans en tunglið situr á bak við, þögult og brúnaþungt. Þar sem þögnin á heima. Nema þegar vindurinn blæs og það hvín í hríslunum í kirkjugarðinum á heiðinni. Öðruvísi þögn og angurvær. Þegar við viljum hlusta en heyrum samt […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn