Mánudagur 26.12.2011 - 15:22 - FB ummæli ()

Evrópa og íslenski jólaandinn

http://www.sueddeutsche.de/politik/weihnachtsbotschaft-was-heute-wirklich-zaehlt-1.1243512„Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka.“ Árið hefur verið viðburðaríkt eins og vænta mátti, ekki síst miðað við allt sem á undan er gengið. Við heldur aldrei nær því að ganga í Evrópusambandið og margt augljósara nú en fyrir ári síðan. Við erum líka nær því að vera búin að vinna okkur út úr alþjóðlegri áfallahjálp og hugsunin skýrist smá saman. Að við þrátt fyrir allt eigum kost á að geta staðið áfram á eigin fótum. Mörgum steinum verið velt og við þroskaðri sem einstaklingar og þjóð. Texti þjóðsöngsins okkar á líka vel við eins og svo oft áður, nema hvað tíminn líður mikið hraðar en hjá forfeðrunum „einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár dagur, ei meir“ Meira hefur þannig gerst á einu ári en árin á undan og ekki er rétt að miða við þúsund ár, heldur ef til vill aðeins eina öld. Þar sem við treystum á innlent yfirvald, fjármálastofnanir og kirkjuna. Allt okkar eigin stofnanir sem brugðust og sem komu ekki til dyranna eins og þær voru klæddar.

Það er alveg rétt hjá biskupi þjóðkirkjunnar, Hr. Karli Sigurbjörnssyni að trúin hefur bundið kynslóðirnar saman ásamt íslenskri tungu og mörgu öðru, ekki síst sögunni sjáfri. En einn mesti trúnarbresturinn nú er ekki á milli kynslóðanna í sögulegu samhengi, heldur milli þjóðkirkjunnar og þjóðarinnar. Ekki meðal fjárhirðanna, heldur milli þeirra og vitringanna innan yfirstjórn kirkjunnar. Og tákn jötunnar í jólaguðsspjallinu er, að einmitt þangað er vitringunum líka boðið. Að koma og sjá hvað fjárhúsin hafa að geyma.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · kirkjan · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn