Mánudagur 09.01.2012 - 07:43 - FB ummæli ()

Óásættanleg áhætta fyrir flestar konur

PIP brjóstapúðar. Fyrir og eftir brottnámVegna umræðunnar um vörusvik og alvarlega galla í framleiðslu sílikon brjóstafyllingapúða fyrir ungar konur á síðustu dögum, veltir maður fyrir sér hvernig gæðaeftirliti lækningavörunnar sé yfirhöfuð háttað og endingu sílikonbrjóstapúða almennt og hvort ekki sé víðar pottar brotnir en þegar er vitað um í dag. Einn mesti skandall í læknaheiminum á síðari árum er að minnsta kosti að þriðju vinsælustu brjóstapúðarnir skildu vera boðnir konum um tveggja áratuga skeið sem vitað var að væru falsaðir og innihéldu iðnaðarsílikon í stað læknasílikon ætlað mönnum auk margra annarra vafasamra aukaefna. Iðnaðarsílikon sem ætlað er í raftæki ýmiskonar og húsgögn og sem mannanna lög gera skýra kröfu um að sé ekki notað í menn.

Hver sem prósentulekinn er og sem hækkar eftir sem árin líða, er öryggið á notkun slíkra púða algjörlega óásættanlegt, ekki síst með tilliti til bólgu, alvarlegra sýkinga og annarra alvarlegra aukaverkana sem upp kunna að koma með tímanum, ef og þegar þeir fara að leka. Vitað er að sílikonið getur t.d. farið á flakk í hina ýmsu vefi líkamans með sogæðakerfinu. Ekki síst milli rifjanna sem algengt er, en erfitt getur veri að fjarlægja eins og nýlega kom fram í viðtali við Kolbrúnu Jónsdóttur brjóstapúðaþega á RÚV og Stöð2. Kona sem hefur þurft að láta fjarlægja brjóstapúða tvisvar áður og af öðrum gerðum en mest hefur verið til umræðu, þ.e. PIP-gerðinni (Poly Implant Protheses) og sem hún er nú með, illu heilli. Áður aðrir sílikonpúðar sem fóru að leka og sem hún líkti við tyggjóklessur sem þurfti að skafa úr hinum ýmsu líffærum og vöðvum. Þar sem ekki var aftur snúið vegna sálarinnar og nauðsynlegt þótti að fá nýjar PIP fyllingar í stað þeirra gömlu. Til að líta ekki verr út sem kynvera en áður til nokkurrar aðgerðar kom til í upphafi.

Að ungar konur, jafnvel áður en til barneigna kemur, þurfi nú að standa frammi fyrir afarkostum vegna afleiðinga læknisaðgerða í stórum stíl, hlýtur að vera óásættanleg staðreynd út frá læknisfræðilegum og siðfræðilegum sjónarmiðum. Því þarf nú að skoða öll brjóstafyllingarmálin í nýju ljósi, kanna betur ástæður fyrir slíkum aðgerðum og á hvaða aldri í lífi kvennanna þær eru gerðar. Miðað við tíðni aðgerða á síðustu árum, stefnir hlutfall kvenna sem leita eftir slíkum aðgerðum að nálgast tugprósentuna. Að minnsta kosti í sumum löndum eins og hér á landi miðað við fyrirlyggjandi tölur. Ef um lyfjameðferð væri að ræða og horft er til langtímaaukaverkana og hættulegra hliðaverkana, væri meðferðin með öllu óásættanleg. Jafnvel þótt lekinn væri „aðeins“ um 1 prósent á nokkrum árum í lífi kvennanna, er áhættan allt of mikil. Líka þótt um einkarekna atvinnustarfsemi og „frjálsan“ vilja kvennanna sé að ræða og sem er jafnvel undandskilin ákvæðum um upplýsingaskildu samkvæmt persónuverndarlögum. Ákvæðum sem líka geta snúist upp í andhverfu sína þegar um lýðheilsumál er að ræða en ekki bara um reglur og lög sem er svo augljóst þegar um PIP púðana frægu er að ræða og allir sjá sem vilja. Líka hvað varðar tíðnitölurnar sem sannarlega skipta máli og nú er beðið eftir. Um fyllingar sem eiga ekkert skylt við lífsfyllingu, þegar allt kemur til alls.

fyrri umfjöllun:

Falinn sannleikur í 20 ár,  6.1.2012

Viðtal- Reykjavík Síðdegis 3.1.2012

Brjóstvitið í upphafi árs, 2.1.2012

Brjóstastækkun á Stöð2, 26.02.2010

Seinni umfjöllun

Forsagan af PIP markaðssetningunni í Bandaríkjunum fyrir tveimur áratugum er lýginni líkust, reuters 11.01.2012

Afleiddur kostnaður af einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum,theguardian,  11.1.2012

Dutch urge removal of faulty PIP breast implants, 12.1.2012

1,000 S. Americans to sue over PIP implants, 12.01.2012

SkyNews 12.1.2012

article.aspx?id=706406&vId=2983798&cId=World

 TheLancet : ritstjórnargrein 14.1.2012:  lessons from the USA 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn