Þriðjudagur 24.01.2012 - 07:44 - FB ummæli ()

Erum við brjóstgóð þjóð?

Í framhaldi af umræðunni um PIP-brjóstapúðana og vilja ríkisins nú að hjálpa þeim konum sem þá bera undir húð og fjarlæga sem þegar eru farnir að leka, vakna fjölmargar spurningar. Ekki síst um mál er varðar gervibrjóstaígræðslur ungra kvenna almennt hér á landi. Er einhver sérstaða á þessum málum hér á landi og getur verið að vandinn sé meiri en hjá nágranaþjóðunum? Hvernig hafa brjóstastækkanir verið kynntar ungum konum á síðustu árum og hver er þáttur fjölmiðla í þeirri kynningu? Er um stórt tilbúið heilbrigðisvandamál að ræða? Eins, hvernig er eftirliti með aðgerðunum háttað og skráningu sem ekki hafa þó skilað sér þrátt fyrir lög þar að lútandi sl. ár. Eins kynningu heilbrigðisyfirvalda og Landlæknis sem þó gaf út fræðslubækling um brjóstastækkanir árið 2002. Allt í ljósi þess sem nú er vitað og hvaða heilsuógn getur stafað af þessum púðum sem leka yfir 1% á ári (allt að 20% á 10 árum). Ekki þó síst hjá þeim 450 konum sem bera PIP púðana (allt að 80% lekatíðni á 10 árum) sem sannarlega er svikin vara og beinlínis hættulegir, ekki síst vegna óljósra upplýsinga um innihaldið.

PIP púðarnir illræmdu eru í miklum minnihluta allra púða sem notaðir eru hér á landi, en sem eru um 50% allra púða á Englandi. Miðað við fólksfjölda er tíðni brjóstapúðanotkunar miklu meiri hér á landi. Áætlaður fjöldu er milli 3-4.000 kvenna sem samsvarar að allt að 5% ungra kvenna beri slíka púða og sem er fimmföld tíðninni á Bretlandi. Sennilega þarf nú allur þessi fjöldi að leita aðstoðar heilbrigðiskerfisins til að fylgjast með lekanum og láta fjarlægja þá alla fyrr eða síðar, fyrir utan fjölda kvenna sem bíður varanlegt heilsutjón af notkuninni.

Til að hægt sé að taka ákvörðun um næstu skref, þarf samt auðvitað að fá nákvæmar upplýsingar um notkunina almennt. Hvernig í ósköpunum má það vera, ef vandanum verður áfram haldið leyndum og hann látinn hlaðast upp með vaxandi þunga? Allskonar aðgerðir og úrræði sem verulega dregur þá úr möguleikum heilbrigðisþjónustunnar að veita ýmsa aðra hjálp vegna fjárskorts. Og hvað með lýðheilsusjónarmið almennt og lög og reglugerðir sem eiga að stuðla að bættri heilsu almennings og mengunarvörnum. Nákvæmar upplýsingar um heilsu eða heilsuleysis af okkar sjáfra völdum, samanber afleiðingar tóbaksreykinga, og sem er grundvöllur þess að við breytum lífhsáttum okkar og lífsstíl. Alveg eins og nauðsynlegt er að vita hvað við borðum og drekkum og könnun dagsins sýnir ágætlega.

Þar sem glöggt kemur í ljós að við erum of feit og neytum allt of mikils sykurs, ekki síst sykraðra gosdrykkja. Eins að okkar vantar meira D-vítamín í kroppinn. Að við megum drekka meira lýsi en éta minni fitu, þótt töluverður ávinningur hafi orðið með fræðslu og áróðri um þessi efni sl. ár. Á sama hátt verður að verða mikið meiri fræðsla fyrir ungar konur um brjóstastækkanir í framtíðinn, svo þær geti tekið upplýsta ákvörðun um slíkar aðgerðir og eins að þær geti valið að losna við þá púða sem þær er þegar með. Varla er þó spurning hvort á að fá að vega þyngra, lýðheilsan eða frjást val að fá að ógna líkama sínum með hjálp læknisfræðinar.

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn