Miðvikudagur 28.03.2012 - 21:43 - FB ummæli ()

Öðruvísi saga úr háloftunum

Nú er ég fyrir löngu orðinn leiður á löngum vetri. Sennileg aldrei fyrr fundist einn vetur jafn lengi að líða. Kaldur, hvítur og blautur. Jafnvel jólaljósin ekki ekta í ár. Sem sumargrænu hagarnir eru, og eins fuglarnir sem kvaka sem mest á vorin og maður bíður eftir að fá að heyra í. Jafnvel í mávinum þeim arna. Þegar náttúran lætur í sér heyra öðruvísi í en með vindgnauð. Eins endalaust nöldur í þjóðmálaumræðunni og sem við erum líka fyrir löngu búin að fá meira en nóg af. Jafnvel þurfum við hvíld frá fjölmiðlaafþreyingunni sem gera á okkur stundirnar skemmtilegri. Þegar nauðsynlegt þykir að drepa sjálfan tímann.

Að heyra síðan í ókunnugu barn gráta í háloftunum í flugvél á leið til útlanda, fékk mig til hugsa öðruvísi. Þegar börn gráta líður þeim yfirleitt illa. Sennilega eyrnaverkur í þetta skiptið, vegna hellu. Tugþúsundir barna fá hins vegar eyrnabólgu ár hvert og gráta sáran og sem allt of oft hafa verið meðhöndluð með sýklalyfjum að óþörfu, á skyndivöktum í stað verkjalyfja og náins eftirlits á daginn í heilsugæslunni og alþjóðlegar leiðbeiningar gera ráð fyrir. Og sem valdið hefur meira sýklalyfjaónæmi en hugsast getur og búið er að benda á í mörg ár. Þar sem uppbygging heilsugæslunnar hefur samt verið látin sitja á hakanum fyrir önnur mál. Þegar loks líka næstbesta bóluefnið var látið nægja fyrir allra yngstu börnin til að verjast eyrnabólgunum í stað þess besta fyrir öll ung börn. Og sem í dag virðist ekki duga nema fyrir um helming stofna sem um ræðir, í þess besta og sem náð hefði til flestra.

Eða grátur vegna tannpínu sem algengar eru á Íslandi og þar sem aðeins um 40% barna fara til tannlæknis. Jafnvel þá vegna skemmda í öllum tönnum og sem eru uppeyddar og við sáum sorglegar myndir af í fréttum RÚV í kvöld. Þar sem heilbrigðisráðherrar í tvo ártugi töluðu alltaf um úrbætur sem engar urðu. Sem kallast líka að drepa tímann.

Hugsanir mínar tengdust líka framtíðinni og hvernig ég skil hlutverk mitt í dag, sem foreldri og afi. Sem manneskja yfirhöfuð og sem heimilislæknir. Í heimi þar sem alltaf er verið að takast á við sætt og súrt, mismikið eftir dögum og aldursskeiðum. Jafnvel nú við hjúkrunarfræðingana góðu sem eru að missa sig í óraunhæfum væntingum. Í hörku starfbaráttu þeirra yfir lyfjaávísanarétti á hormónalyf á móts við okkur læknana og þar sem ekkert er gefið eftir. Jafnvel þótt á þekkinguna vanti og slakað verði á öryggiskröfum hvað heilsu unga fólksins varðar. Með hjúkrunarforystuna og sjálfan velferðarráðherra í broddi fylkingar.

Daglega ræði ég við fólk sem er töluvert eldra en ég er sjálfur. Þar sem lífshlaupið, sem leið allt of hratt, kemur oft til umræðu. Þegar sjálfur tíminn sem maður taldi öllu máli skipta, víkur fyrir endurminningunum, enda hefur svo margt farið öðru vísi en ætlað var og þegar tíminn virtist óendanlegur. Eins og óskrifað blað, en síðar sem hugsanir og orð sem gætu þess vegna fyllt út hið áður óskrifaða blað með allt annarri sögu en maður upphaflega ætlaði, en reynslunni ríkari.

Þó aldrei eins og ég ætlaði með læknisfræðina sem ég lærði og sem nú sumir telja að hægt sé að snúa á hvolf að vild. Þegar maður veit í raun hvorki upphaf eða endir á sögu, hvað snýr upp og hvað snýr niður. Þar sem ekki er leitað samstarfs eða samráðs og ákvarðanir teknar eins og úr lausu loft. Þar sem fátt af viti hefur gerst í tvo áratugi, allra síst er varðar tvö helstu heilsumein barna í dag, tannskemmdir og eyrnabólgur. Þar sem sýklalyfjaónæmið heldur áfram að aukast og aldrei fleiri börn greinast með skemmdar tennur. Saga sem þó á eftir að skrifa áfram sem betur fer, og er ennþá óskrifað blað.

 

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn