Miðvikudagur 06.06.2012 - 13:58 - FB ummæli ()

Skemmtilegir Íslendingar

Dægurumræðan hefur verið á lágu plani undanfarið og mest ber á þeim sem spá hamförum í mannheimum á komandi árum. Þar sem þeir einir geti hugsanlega bjargað þjóðinni frá glötun. Þar sem einskonar forsetaræði í nafni þjóðarvilja er stillt upp gegn sjálfu þingræðinu. Gegn lýðræðinu eins og við best þekkjum það og sem við höfum treyst nær undantekningalaust. Þar sem meirihluti þjóðkjörinna fulltrúa okkar á alþingi ráða för.

Sem betur fer erum við ólík. Já, svo skemmtilega ólík og með misjafna hæfileika og reynslu. Í barnshugunum ríkir oftast ró og friður. List þeirra verður ekki tærari og hreinni. Því fáum við nú að kynnast á heilsugæslustöðinni minni þar sem við njótum listaverka sem börnin á Álfasteini hafa skapað. Sjálfsmyndir af hverju og einu eins og þau sjá sig sjálf. Íslensk börn sem svo sannarlega boða ekki slæma tíma.

Mikil gleði ríkir í málverkum barnanna. Gleði sem fær mann til að staldra við, skoða og skynja daginn öðruvísi. Hvað börn eru ólík hvort öðru og allan fjölbreytileikan í mannheimum. Meðal Íslendinga framtíðarinnar sem við viljum öll tryggja lýðræði eins og best verður á kosið. Þingræði eins og forfeðurnir börðust fyrir þegar þeir höfðu flúið einræðistilburðina í Evrópu og kónga sem öllu vildu ráða.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn