Fimmtudagur 14.06.2012 - 22:01 - FB ummæli ()

Heyrnarlaus, tannlaus og jafnvel sjónlaus!

Oft veltir maður því fyrir sér hvar allur heilbrigðiskostnaðurinn liggur sem er að verða þjóðinni allt of dýr. Á sama tíma og fólk sem annars hefur verið heilsuhraust hefur ekki efni á að viðhalda tönnunum sínum, kaupa sér heyrnartæki og jafnvel að láta fylgjast með sjón og augnþrýstingi. Þegar tennurnar hrynja, heyrnin tapast og sjónin er smá saman að hverfa. Þegar mesta áherslan er hins vegar lögð á ódýra lækninshjálp og meðferð lífstílstengdra sjúkdóma sem við sjálf höfum ráðið mestu um. Sjúkdómum tengt heilbrigðisfaraldri 21. aldarinnar, offitu, sykursýki auk reykingatengdra sjúkdóma og sem allt stefnir í að sé að verða heibrigðiskerfinu ofviða. Eins í þjóðfélagi þar sem minna er rætt um kostnað af tilfallandi alvarlegum sýkingum eða þegar við viljum sýna fyrirhyggju og láta bólusetja okkur eða börnin okkar en sem kostar umtalsverðar fjáhæðir sem við höfum ekki öll efni á (t.d. gegn pneumókokkasýkingum barna eða leghálskrabbameini ungra kvenna og kynfæravötum unglinga). Eins þegar geðlyfin eru talin meira nauðsynleg en sálfræðihjálpin sem kostar meira. Eru þetta e.t.v. fyrstu merkin um hrakandi heilbrigðiskerfi þar sem aðeins þeir efnamestu eru vel tryggðir?

Nýlega var hjá mér hálf níræður hress maður sem hafði verið nær blindur sl. 10 ár vegna skýjamyndunar í augnsteinum. Löngu hættur að fylgjast með í sjónvarpi og lesa blöðin en heyrði þó sæmilega og gat þannig fylgst með fréttum. Hann lýsti vel fyrir mér þeirri guðsgjöf sem það í raun var og hann fékk sjónin aftur eftir augnsteinaaðgerð og sem hann taldi sig búinn að missa fyrir lífstíð. Hátækniaðgerð sem þegar allt kom til alls var ekki svo flókin eða kostnaðarsöm.

Oft gleymum við hins vegar því sjálfsagðasta og einfaldasta. Að viðhalda góðri heilsu með lágmarkshjálp læknisfræðinnar og heilbrigðiskerfisins. Annarra aðgerða en endilega stórskurðlækninga á hátæknisjúkrahúsi og flókinna rándýrra lyfjameðferða sem oft eru auðvitað mjög þarfar líka. Góð tannheilsa skiptir alla jafnmiklu máli og léleg tannheilsa getur sannarlega rústað annars góðri heilsu. Það er í raun stóralvarlegt mál að þurfa að draga allar tennur úr annars hraustum einstaklingi á besta aldri, einfaldlega af því hann hefur ekki efni á að sækja tannlæknaþjónustu og sem getur kostað hann milljónir króna í dag. Þar sem hver tannfylling með einni krónu getur kostað hundruðir þúsunda króna í peningum talið.

Víða á Norðurlöndunum er farið að ræða rándýran tannlæknakostnað og að hann sé að verða almenningi ofviða. Helst er rætt um aukna aðkomu sjúkratrygginga sem létt gætu mörgum róðurinn og sem þegar upp er staðið, skilað sér til baka í betri heilsu síðar og þannig minnkað kostnað þess opinbera í öllum læknis og lyfjakostnaði. Ekkert síður til að auðvelda þeim hinum sömu betri lífsgæði og réttlátan heilsujöfnuð.

Heyrnarleysi er auðvitað líka afskaplega alvarlegur sjúkdómur sem einangrar fólk félagslega og veldur kvíða og depurð. Ný tækni hefur rutt sér til rúms á síðsutu áratugum í gerð heyrnartækja sem hægt er að stilla eftir þörfum hvers og eins. Tæki sem komin eru með svokallaða gervigreind sem auðveldar notkun tækjanna við mismunandi aðstæður. Jafnvel hjá yngra fólki svo lítið betri á og sem í vaxandi mæli mælist með alvarlegar heyrnarskerðingar. Tækin kosta hins vegar formúgu, fleiri hundurð þúsund á aðeins annað eyrað svo margir hafa ekki efni á þeim. „Forréttindi“ að fá að heyra eins og annað fólk og sem tryggir betur og lengur viðveru á vinnumarkaðnum.

Einhvern veginn finnst mér að tryggja eigi öllum eins góða sjón, heyrn og tannheilsu og hægt er út lífið. Sumir eru heppnir að fæðast með sterkar tennur og aðrir svo óheppnir að missa heyrn eða sjón fyrir aldur fram. En það er eins og önnur viðmið ríki til þessara sjúkdóma en annarra í íslenska velferðarþjóðfélaginu og sem jafnvel nær til barnanna. Staðreyndir sem skoða ætti betur hvernig hægt er að koma á móts við, ekkert síður en alla aðra nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Sem hluta af markvissum aðgerðum til sparnaðar til lengri tíma er litið og góðum forvörnum. Þar sem allir sitja við sama borð, ólíkt hvað sjúkdómarnir heita.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn