Miðvikudagur 18.07.2012 - 22:04 - FB ummæli ()

Nokkur orð í umræðunni um landið okkar og áform Grímsstaðabænda

„Huang Nubo sagði við Bloomberg fréttaveituna í morgun að hann ætlaðist til þess að búið verði að undirrita leigusamninga um Grímsstaði á Fjöllum við sveitarfélög á Norðurlandi í október. Hann mun borga tæpan milljarð króna fyrir leigu til 40 ára, en samningurinn gerir ráð fyrir framlengingu til 40 ára. Einnig kom fram í máli Huangs að hann hyggst reisa 100 glæsihýsi á Grímsstöðum sem seld verða kínverskum auðmönnum, en auk þess ætlar hann að reisa lúxushótel og 18 holu golfvöll.“

http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/07/17/100-ibuda-thorp-a-grimsstodum-kemur-sveitastjornarmonnum-ekki-a-ovart/

 

“Degi síðar var gengið eftir kolsvörtum líflausum jökulsandi, eins og hann hefur alltf verið og áður en nokkurt líf varð til. Allt þar til komið er að hundruð ára gömlum jökuluppsprettum, sem nú er lindarvatn og ölkeldur og vatnið tærara en nokkuð annað. Þar sem fagurgrænar hávaxnar hvannir vaxa eins og lítil pálmatré í séríslenskri eyðimörk og þar sem sumarið varir aðeins í nokkrar vikur. Og rétt áður en en vatnið seytlar upp úr svörtum sandinum má sjá stök blóm. Hvaðan það í ósköpunum kemur, eitt lítið hvítt blóm með græna vanga, er hulin ráðgáta nema þú þekkir landið þitt og lífsviljann sem að baki býr. Sem spannar nákvæmlega þetta sem er svo sérstakt. Allt síðan niður í þingeysku dalina sem smá saman verða grænni og grösugri eftir sem neðar dregur og líf í öllum myndum verður sýnilegra.”

„Nákvæmlega þetta sérstaka samband sem er svo viðkvæmt og dæmigert fyrir íslenska náttúru. Sem ásamt góðri menntun, landbúnaði, sjósókn, nýsköpun og vaxtarbroddum í atvinnulífinu, gerir okkur að þeirri þjóð sem við erum. Samband sem okkur einum bera að varðveita áfram í þúsundir ára fyrir komandi kynslóðir og leyfa öðrum þjóðum síðan að njóta með okkur. Vegna þess hvað Íslendingar eru heppnir þrátt fyrir allt. En um leið viðkvæmur lífsneisti lítillar þjóðar sem aldrei má fórna fyrir skammtíma gróða.“

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2012/06/28/einstakt-blom-a-oskjuvegi/

 

„Ein mestu verðmæti sem við eigum eru ósnortin landsvæði en þeim hefur fækkað gríðarlega á jörðinni síðastliðin eitt hundrað ár og fækkar enn. Í því ljósi er mikilvægt að við reynum eftir fremsta megni að skipuleggja nýjar framkvæmdir á þeim svæðum sem þegar hefur verið raskað og forðast í lengstu lög að hrófla við þeim sem eru ósnortin.“ (Kristín Inga Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar)

http://visir.is/osnortin-landsvaedi-ein-mestu-verdmaeti-sem-vid-eigum/article/2012707189985

 

„Þetta er mjög stór framkvæmd og snertir framtíðarráðstöfunarrétt okkar á landi. Ef menn leigja land til langs tíma getur tíminn orðið svo langur að leigan verði hreinlega ígildi eignarréttar. Þessa hluti þarf að taka til skoðunar og ég hvet Norðlendinga og alla sem koma að þessum málum til að stíga til jarðar af fyllstu gát.“ (Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra)

http://www.dv.is/frettir/2012/7/18/vid-erum-ekki-ad-tala-um-einhverja-sjoppu/

 

“Nú erum við samt minnt á hvað tímarnir hafa breyst frá því við vorum ung og óþroskuð. Þegar maður trúði að sumt yrði aldrei til sölu. Allra síst landið okkar sem kostaði svo mikil átök að eignast. Eins fyrir nokkrum árum þegar maður hafði þroskast og minnstu munaði að það yrði tekið af okkur. Þar sem við kunnum okkur ekki forráð. Aldrei aftur, vonandi. En það verða mikil þáttaskil í 1000 ára sögunni ef við nú seljum landið okkar í pörtum fyrir hæstbjóðendur. Ef tímabundnir ábúendur um allt land vilja ráðstafa því í hendur útlendinga til þess eins að græða.

Í þúsund ár höfum við glímt við landið og náttúruöflin og komist ágætlega af. Á nokkrum árum töpuðum við glímunni við fjármálaöflin, og nú er úr okkur allur vindur. Hjá þjóð sem hefur byggt styrkleikan sinn á smæðinni og kunnáttu á veikleikum, en ekki stærðinni og græðginni. Hjá þjóð sem vill vera gestgjafi, en ekki þyggjandi og leiguliði í eigin landi.”

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2011/09/05/thattaskil/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Menning og listir · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn