Fimmtudagur 01.11.2012 - 15:06 - FB ummæli ()

„Kíghóstafaraldur“ hér á landi

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/wp-content/uploads/sites/90/2012/08/Agroupoftoddlers-large.jpgFull ástæða er að vera betur á verði gagnvart einkennum kíghósta (pertussis) hér á landi og sem bakterían Bordetella pertussis veldur. Sérstaklega meðal ungbarna, enda hefur tilfellum fjölgað mikið hér eins og víða í nágranalöndunum sl. misseri. Sjúkdómurinn gekk reyndar líka undir heitinu kikhósti á öldum áður og sumstaðar enn, kannski þar sjúklingurinn kiknar stundum undan honum í verstu hóstakviðunum og mikil þörf er ná loft í lungun. Eða vegna „kik-hljóðsins“ í hóstanum sem stundum má heyra í verstu hóstahviðum ungbarna.

Eins og segir á vef Landlæknisembættisins hafa tæplega 10 einstaklingar greinst með kíghósta á Íslandi á árinu 2012, miðað við ekkert tilfelli á árinu 2011. Flestir einstaklinganna voru börn yngri en 5 mánaða og því ekki fullbólusett og nokkur barnanna þurftu á innlögn á sjúkrahúsi að halda.

Bandarísk, kanadísk og bresk heilbrigðisyfirvöld hafa haft miklar áhyggjur af aukinn tíðni kíghóstatilfella, eins og fram hefur komið í helstu fréttamiðlum þessara landa síðastlið ár, en yfir 4000 staðfest tilfelli eru þegar skráð á þessu ári á Englandi (mest í norður Skotlandi og norður Írlandi) og í Kanada, en yfir 20.000 í Bandaríkjunum einum. Talið er að aukningin sé allt að 10 föld frá árunum á undan í vissum löndum. Margfalt fleiri veikjast hins vegar en sem skráð er og er nú talað um mesta farald kíghósta í hálfa öld. Sennilega er um að ræða milljónir smitaðra sem flestir eru samt frumbólusettir gegn sýkingunni (>80%), en hér á landi er þetta hlutfall mun hærra eða rúmlega 90%. Sem sýnir að bóluefnið er að bregðast í allt of mörgum tilvikum þegar frá líður grunnbólusetningu á aldursbilinu 3 mán. til 14 ára, ekki síst hvað hjarðónæmið varðar og sem vernda á þá óbólusettu, sérstaklega allra yngstu (< 3 mánaða). Ungbörn smitast oftast af foreldrum sínum og öðrum nákomnum, ekki síst öfum og ömmum

Unglingar sem ekki fá endurbólusetningu og svo fullorðnir sem ekki viðhalda bólusetningu á 10 ára fresti eru þannig líklegir til að smitast úti í þjóðfélaginu og smita síðan aðra, þar á meðal þá allra yngstu. Allt að 40% af langvinnum hósta (í 4 vikur eða meira og sem leitað er með til læknis) er talið geta verið vegna kíghóstasýkingar, en hlutfallið er enn hærra þegar um er að ræða slæman þrálátann hósta hjá ungbörnum og sem eru mikið líklegri til að veikjast alvarlega. Greiningin er staðfest aðeins með ræktun eða sem oftar er með hækkandi mótefnamælingum fyrir bakteríunni í blóði.

http://newsimg.bbc.co.uk/media/images/45248000/jpg/_45248310_eye_cred226.jpgEinkenni kíghósta lýsa sér oftast fyrst með kvefeinkennum, en eins og áður sem síðan þróast í þrálátari og harðari hósta, með slæmum hóstakviðum og soghljóðum (tenging hér til að geta heyrt sýnishorn af hóstanum bæði hjá börnum og fulluðnum). Ungbörn geta átt í öndunarerfiðleikum og er hætt við súrefnisskorti í verstu köstunum og ýmsum fylgikvillum. Gruna skal kíghósta ef saga er um vaxandi kviðukendan hósta í meira en tvær vikur. Stundum eru uppköst í lok hóstakviðanna og jafnvel froðumyndun í munni eftir átökin. Eins skal gruna kíghósta þótt einkennin séu mildari, ef staðfest er návist við smitaða einstaklinga áður. Ekki er óalgengt að sjá blæðingar í slímhúð augna vegna átakanna sem hóstaköstin valda og sjá má á myndinni til hliðar.

Lengi hefur verið grunur um nokkur tilfelli kíghósta hér á landi á ári hverju, en ekki hefur orðið áberandi vart fjölgun staðfestra tilfella fyrr en í ár, en sem gætu þó hafa verið vangreind í mörgum tilvikum áður. Full ástæða er a.m.k. að vera miklu betur á verði nú vegna þróunarinnar og hvetja sérstaklega þá sem umgangast ungbörn mikið eins og áður sagði að fá bólusetningu, verðandi foreldra og heilbrigðisstarfsfólk. Hér á landi hafa flestir unglingar fengið bólusetningu í lok grunnskóla, en strax upp úr tvítugsaldri þegar áhrifa bólusetningarinnar er farin að dvína, er rétt að fá endurbólusetningu og sem passar ágætlega við þörf á endurbólusetningu gegn stífkrampa og barnaveiki í leiðinni og sem hægt er að fá í sömu sprautunni (með þrívirku bóluefni).

Bóluefnin sem gefa vægari mótefnasvörun en eldri bóluefnin, en að sama skapi minni aukaverkanir, er hugsanlega kennt um vandann nú. Full ástæða er því nú fyrir verðandi foreldra og þá sem umgangast ungbörn svo og heilbrigðisstarfsfólk að viðhalda mórefnasvörun sinni með reglulegum bólusetningum á minnst 10 ára fresti. Von er til að betri bóluefni komi á markað á næstu árum sem viðhaldi betra ónæmi gegn sýkingunni.

Sóttvarnalæknir vill minna á að kikhósti er fyrst og fremst alvarlegur sjúkdómur hjá börn um á fyrstu mánuðum ævinnar en getur valdið langvarandi hósta hjá eldri einstaklingum. Bólusetning gegn kikhósta er frábrugðin öllum öðrum bólusetningum á þann veg að verndin endist einungis um 10 ár og bólusetningin útrýmir ekki bakteríunni úr samfélaginu. Kikhósti verður því viðvarandi í samfélaginu og eldri einstaklingar með kikhósta geta sýkt ung börn. Almenn bólusetning barna gegn kikhósta hefur nánast útrýmt alvarlegum kikhósta hjá ungum börnum en mun aldrei getað komið algjörlega í veg fyrir sýkingu hjá ólbólusettum börnum.

Besta ráðið til forða ungum börnum frá kikhósta er með almennri bólusetningu en á Íslandi er bólusett við 3, 5 og 12 mánaða og svo aftur við 4 og 14 ára aldur. Á þessari stundu er ekki mælt neinum sérstökum almennum aðgerðum hér á landi en foreldrar hvattir til að láta bólusetja börn sín samkvæmt núgildandi skema. Ekki er mælt með almennri bólusetningu fulorðinna en sóttvarnalæknir hefur mælt með kikhóstabólusetningu hjá þeim sem þurfa endurbólusetningu gegn barnaveiki og stífkrampa og einnig hjá heilbrigðisstarfsmönnum.“ http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item18431/Kikhosti-a-Islandi
 

Statens serum insitute, Danmörk 30.8.2012I Danmark diagnosticeres omkring 500 tilfælde om året i år uden epidemi. Den sande forekomst (prævalens) er dog flere gange højere. Epidemier optræder typisk med 3 – 5 års mellemrum, også i lande med god vaccinationsdækning. På verdensplan er kighoste en meget udbredt sygdom og i udviklingslande en hyppig dødsårsag blandt mindre børn. Kighoste forekommer dog i alle aldersgrupper. I 2008 rapporterede estimerede WHO ca. 16 millioner tilfælde i verden og ca. 15095.000 tilfældedødsfald.“

Eldri færsla á blogginu frá 7.8.2012 Er nýr kíghóstafaraldur í uppsiglingu hér á landi

http://abcnews.go.com/Health/video/pertusis-vaccine-strong-17221730

http://www.bmj.com/content/345/bmj.e5008

http://news.sky.com/story/966293/whooping-cough-deaths-spark-vaccine-review

http://www.bbc.co.uk/news/health-18747527

http://www.cbc.ca/news/health/story/2012/07/24/whooping-cough.html

http://www.reuters.com/article/2012/07/20/us-usa-whoopingcough-idUSBRE86J05U20120720

http://www.theglobeandmail.com/life/health-and-fitness/health/whooping-cough-makes-deadly-return-across-canada/article4436946/

http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item13763/Faraldur-kikhosta-i-Kanada-og-Bandarikjunum-

http://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item12513/Kikhosti-%28Pertussis%29

Whooping cough in school age children with persistent cough: prospective cohort study in primary care. BMJ 2006

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn