Mánudagur 19.11.2012 - 09:45 - Lokað fyrir ummæli

Öryggi, svo langt sem það nær..

http://www.wareground.com/images/400/lumahelm_helmet_lights_up_for_cyclists_safety.jpgÍ dag er Umferðaþing þar sem umræða um umferðaöryggi er megin málið. Í gær var fórnarlamba umferðaslysanna hér á landi minnst á Bráðamóttöku LSH og sem eru allt of mörg. Ekkert öryggistæki er hjólreiðamönnum jafn mikilvægt og hjálmur á hausinn. Allt annað tengist síðan vel útbúnu hjóli og góðum aðstæðum í umferðinni sjálfri sem getur komið í veg fyrir slys, stór og smá. Ekki síst að vel sé tekið tillit til vaxandi fjölda hjólreiðamanna í borgum og bæjum á sl. árum  og að hjólreiðamenn séu ávalt vel sýnilegir í dimmri bílaumferðinni á hinum sameiginlega vegi.

Í sjálfu sér er eins og að bera í bakkafullan lækinn að ræða um öryggið sem reiðhjólahjálmur getur veitt. Slík er umræðan búin að vera hér á blogginu og annars staðar. En einhverja hluta vegna geta sumir ekki skilið öryggið sem fellst í notkun hjólahjálma og berjast gegn lögleiðingu þeirra. Þeir bera fyrir sig óþarfa forsjáhyggju og að minna tillit sé tekið til þeirra í umferðinni sem bera hjálm. Á sama hátt og enginn efast lengur um ágæti bílbeltanna, má sama segja um hjálmana og reynt hafa fall af hjóli. Hjálmurinn bargaði þá oft því mikilvægasta, sjálfum hausnum. Hjá sífelt fleiri reiðhjólamönnum, en því miður þar sem oft töluvert vantar ennþá upp á umferðaröryggið og sem er ekki alltaf á okkar valdi. Jafnvel hjá hjólaþjóðinni Danmörku er nú loks farið að taka tillit til þessarar staðreyndar og sem mikið er rætt um þessa daganna enda hafa þeir ekki enn lögleitt hjámanotkun barna, hvað þá fullorðinna. Hvergi á Norðurlöndum eru þó höðuðáverkar barna eftir reiðhjólaslys algengari en einmitt í Danmörku.

Nýjar upplýsingar frá Slysa- og bráðamóttöku LSH sýna nú að hjólaslys eru mun algengari en áður hefur verið talið og tölur frá Umferðastofu gáfu til kynna og sem eru skráð tilvik hjá lögreglunni. Þá eru auðvitað ótalin öll minniháttar slys sem hvergi eru skráð. Á rúmum áratug frá 2000-2011 leituðu þannig tæplega 1200 slasaðir hjólreiðamenn til slysadeildarinnar, eða að jafnaði yfir 100 á ári. Fjöldi slasaðra hjólreiðamana er því a.m.k. helmingi meiri en fyrri tölur Umferðarstofu gáfu til kynna. Í flestum hjólaslysum sem leitað er með á bráðmóttöku eru skráðir ávekrar á höfði ásamt áverkum á höndum. Á árinu 2010 var vitað, að af 21 alvarlega slösuðum, höfðu aðeins 2 verið með hjálm.

Margfalt fleiri detta og fá minniháttar höfuðhögg en sem skráð er. Í því samhengi er ekkert síður áhugavert að líta til tengsla höfuðhögga almennt og minnihátta breytinga sem geta orðið við mar á heilavef „minimal brain injury“. Varanlegar afleiðingar eftir tiltölulega lítil höfuðhögg og sem jafnvel ekki er endilega komið með til læknis, en sem getur valdið hegðunarvanda og skert færni barna og jafnvel fullorðinna síðar. Nokkuð sem reiðhjólahjálmar draga a.m.k. líka stórlega úr hættu á, og sem jafnvel bara ein lítil steinvala á malbiki getur valdið.

Til að hjálmanotkunin verði almenn er sjálfsagt að lögleiða hana eins og gert var með bílbeltin 1981, fyrir alla, unga sem aldna. Að marggefnum tilefnum og þar sem málið er í sjálfu sér svo ofureinfalt. Til að fækka alvarlegri höfuðslysum og sem við því miður fáum ekki alltaf umflúið.

http://us.is/umferdarstofa/frettir/81


Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Íþróttir · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag · útivist

«
»

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn