Þriðjudagur 01.01.2013 - 12:27 - FB ummæli ()

Bjartari von á Ströndum

Áramót 2012-2013, Hólmavík (mynd vaa)

Seint eiga áramót eftir að verða mér minnisstæðari og þessi sem nú eru að líða. Eftir foráttu norðanbyl á Ströndum í lok ársins þar sem ég stóð læknavaktina og hugsaði stöðugt um óveðrið og hverjar afleiðingarnar gætu orðið í mannheimum. Eins um fjölskyldu mína fjær og von á sumum í heimsóknum. Þegar öll tæknin brast okkur á stórum svæðum og ég var reyndar nýbúinn að skrifa um. Símasamband og rafmagn, og við fundum betur en oftast áður hvað við erum agnarsmá. Þegar íbúar máttu sitja í köldu húsunum sínum og bíða þess sem verða vildi. Með mikilli samheldinn og hjálp frá góðum nágrönnum, í versta veðri á Vestfjörðum í aldarfjórðung sem stóð í nokkra daga og víða hætta á snjóflóðum.

Þakklátastur er ég samt hvað allt fór vel að lokum og að mannskaðar urðu engir. Hvað skipulag, æðruleysi og samstaðan í samfélaginu skilaði miklu, þrátt fyrir allt, þegar upp var staðið og sólin farin að skína aftur á Stöndum. Rafmagnslínurnar og húsþökin sem fuku má auðvitað alltaf bæta, þótt starfið framundan geti reynst erfitt. Ég óska fjölskyldu, vinum mínum, Vestfirðingum og landsmönnum öllum, hamingjuríks árs og ég er að minnsta kosti bjartsýnni nú en oft áður, að eftir mesta efnahagsóveður í mannheimum hér á landi, megi líka leysa önnur stór vandamál í þjóðfélaginu eins og vanda Landspítalans og heilsugæslunnar í landinu. Á farsælan hátt, með samstöðu, æðruleysi og skilningi ráðamanna.

GLEÐILEGT ÁR

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn