Þriðjudagur 05.03.2013 - 12:50 - FB ummæli ()

Að lokinni sjálfskoðun heimilislækna á kerfinu

Marsmánuður er mest tileinkaður mottumarsinum í fjölmiðlum, hvatningu til að þukla á líkamanum í leit að meinsemdum, jafnhliða peningasöfnun Krabbameinsfélagsins. Einnig þeirri ákvörðun stjórnmálamannanna að byggja nýtt háskólasjúkrahús á Landspítalalóð. Átaksverkefni sem snýr að eigin árvekni og að karlar þurfi að þukla punginn og hinu málinu sem farið er mikið mýkri höndum um að margra mati. Allt of mjúkum og sem virðist orsakast fyrst og fremst af kæruleysi og feimni. A.m.k. ef marka má þöggunina sem lengi hefur ríkt um skipulag heilbrigðismála á þeim bænum. Ákveðnum stjórnmálaflokki sem sennilega eru nú því fegnastur að þeirra tími er liðinn á vaktinni. En hvar eru síðan stefnumál flokkanna í heilbrigðismálum fyrir næstu alþingiskosningar, annarra en hjá vinum okkar á Læknavaktinni, Lýðræðisvaktinni og sem birtar hafa verið?

Hinn árlegi fræðsludagur Félags íslenskra heimilislækna, Astra-Zeneca dagurinn, var haldinn 2. mars sl. á Hilton-Nordica. Margt var þar til umfjöllunar, en þó sérstaklega vandamál sem snúa að vakta- og bráðaþjónustunni hér á höfuðborgarsvæðinu og sem að margra mati er stæsta og alvarlegasta meinsemdin í þjóðarlíkamanum um þessar mundir. Slysa- og bráðalæknum var boðin þátttaka með okkur á ráðstefnunni og þreifað var ítarlega á meinsemdinni. Rakin sjúkdómssagan til áratuga, ekki síst á sjálfu höfuðborgarsvæðinu og hvað bera að huga að í nánustu framtíð. „Boltinn“ liggur greinilega hjá heilbrigðisyfirvöldum að flestra mati og Landlæknir vill nú hrista upp í kerfinu. Alltaf er von enda þjóðin sem betur fer ekki heilabiluð.

Mesta mein íslenska heilbrigðiskerfisins að mínu mati og margra annarra, er lélegur aðgangur að grunnþjónustu í heilsugæslunni hér á höfuðborgarsvæðinu og lélegt sjúkrahúsaðgengi fyrir gamla fólkið, ekki síst að hjúkrunarheimilum. Erfitt er auk þess orðið að vísa sjúklingum áfram til sérhæfðari þjónusu á göngudeildir eða stofur sérfræðilækna úti í bæ. Biðtími sem oftast er allt of langur og því bráðamóttakan eina úrræðið. Þannig er nánast vonlaust að fá tíma hjá taugalæknum, geðlæknum, gigtarlæknum og jafnvel kvennsjúkdómalæknum.

Álagið á vakta- og bráðaþjónustuna er allt að áttfalt miðið við það sem við þekkjum í nágranalöndunum. Fjöldinn sem leitar á Læknavaktina eykst stórum skrefum, ár frá ári og sem nálgast nú um 80.000 komur á ári auk 40.000 símtala. Komum á Slys- og bráðamóttökuna fjölgar álíka, fyrir utan tugþúsunda nýkoma veikra barna á Barnalæknavaktina. Þá eru heldur ekki talinn allur sá fjöldi sem kemur á síðdegisvaktir heilsugæslustöðvanna og sem nálgast nú 50.000 á ári.

Stór gluggalausa biðstofa er á Lækanvaktinni og innri gangur þar sem sjúkir mega þröngt sitja eða standa í biðröðum eftir þjónustu á kvöldin og um helgar. Þar sem starfsemin fyrst og fremst byggir á góðum mannauði og mikilli reynslu lækna, en sem því miður eldast hratt þessa daganna, auk hjúkrunarfræðinga sem svara í símann öll kvöld og allar nætur. Húsnæði í verslunarmiðstöðinni Smáratogi sem svo sannarlega er engin drauamhöll og öll skilyrði til bráðameðferða og grunnrannsókna er af skornum skammti.

Ákvörðun um að fella niður næturvitjanir heimilislækna fyrir 2 árum var ein af þeim arfavitlausu ákvörðunum sem teknar hafa verið í heilbrigðismálum á sl. árum og sem á stóran þátt í að auka á álagið á Slysa- og bráðamóttökuna enn frekar. Ekki bara á nóttunni heldur öll kvöld og um helgar. Þegar grunnþjónustu heilsugæslunnar er einfaldlega vísað á háskólasjúkrahúsið þriðjungs sólarhringsins. Skilaboðin verða varla skýrari. Með ákvörðuninni hefur vitjunum í heimahúsum enda fækkað um helming, úr 8000 vitjunum á ári í um 4000.

Síðustu fréttir herma að fylgni sé milli dauðsfalla fyrstu 30 dagana eftir komu á Slysa- og bráðamóttöku og mikils álags á deildina þegar fjöldinn fer yfir 100 á 8 tíma vakt og oft gerist. Ef til vill, sem betur fer, höfum við heimilislæknar ekki undir höndum álíta niðurstöður fyrir starfsemi Læknavaktarinnar, en mál sem engu að síður þarf að skoða í víðara samhengi hvað hugsanleg mistök varðar. Fjöldinn sem kemur á Læknavaktina fer iðulega yfir 100, stundum, 200 á átta tíma vakt. Þar sem nánast eingöngu er hægt að styðjast við klíníska reynslu læknis og sem þá oftast þreifar líka á vandamálunum.

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2012/12/06/bradathjonustuvandinn-er-kerfislaegur/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn