Föstudagur 12.04.2013 - 21:00 - FB ummæli ()

Vakna þú nú þjóð mín

Milli 5-10% af fjölda skilgreindra dagskammta lyfja sem landinn tekur að staðaldri (börn þar meðtalin) eru svefnlyf, auk þess sem rúmlega 30% Íslendinga nota tauga- og geðlyf á hverju áriþar sem þunglyndislyfin sem vega lang þyngst. Algengast lyfið sem skrifað er út á Íslandi er svefnlyfið Imovane, eða sem samsvarar yfir 5 milljón kvöldskömmtum á ári hverju.

Margir fá svefnlyf af þörfu tilefni í fyrsta sinn, en sennilega fleiri af óþörfu síðar og sem veldur getur meiri skaða en gagni til lengri tíma litið. Íslendingar nota fjórfalt meira af svefnlyfjum en frændur okkar Danir sem hafa miklar áhyggjur af lyfjanotkun sinni og sem hefur ítrekað verið til umfjöllunar í danska ríkissjónvarpinu dr.dk (Danmark på piller). Bæði svefn- og geðlyfin eru töluvert meira notuð hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og því vert að skoða málið nánar.

Tólfti hver Dani notar þunglyndislyf á hverjum tíma. Hingað til hefur verið áætlað að 10-20% einstaklinga eigi við tímabundið þunglyndi að stríða í hinum vestræna heimi einhvern tímann á lífsleiðinni. Tíuprósent þjóðar á hverjum tíma eins og lyfjanotkun Dana bendir til, er hins vegar miklu hærra hlutfall og leiðir hugann að ofnotkun þessara úrræða við leiða, kvíða og vægu þunglyndi. Eins þar sem notkun þunglyndislyfja hefur aukist um helming meðal unga fólksins. Umræðan í dag litast því fyrst og fremst af hugsanlegri ofnotkun þessara lyfja, en jafnframt hugsanlegra skýringa vegna mikils og vaxandi álags í þjóðfélaginu og skorts á öðrum úrræðum, sálgæslu og ráðgjöf við kvíða og þunglyndi. Í málum sem við stöndum síst betur að vígi.

Mikil svefnlyfjanotkun landans er hins vegar miklu alvarlegra mál og sem Íslendingar þurfa að fara hugsa alvarlega um. Ekki síst hvernig á að bregðast eigi við. Ætla má, að allt að 10%  fullorðinna noti svefnlyf að staðaldri og miklu fleiri tímabundið. Hvað lyfjaendurnýjanir almennt varðar, eru ávísanir á svefnlyf algengastar allra endurnýjunna í heilsugæslunni. Vöntun á tímum til ráðgjafar varðandi svefnvandamál, eins og önnur geðræn einkenni, má eflaust kenna um að meistu leiti. Svefnlyf verða hins vegar fljótt hækja sem fólk er hrætt eða viljalaust til að sleppa. Mörg önnur  úrræði eru hins vegar til gegn svefntruflunum sem ég hef áður skirfað um.

Alvarlegast í seinni tíð er, að menn eru allta að gera sér betur og betur grein fyrir langtímaáhrifum lyfjanna á daglegt líf. Eins er áætlað er að svefnlyf séu farin að valda fleiri umferðarslysum í Bandaríkjunum og Bretlandi en alkóhól eitt og sér. Slævingin daginn eftir er það alvarlegasta við svefnlyfin, og ef Íslendingar færu að miða við samsvarandi slævandi áhrif og ólögleg gildi alkóhóls í blóði til aksturshæfis sem Norðmenn miða við, >0.2 prómill alkóhóls í blóði, að þá væru sennilega ansi margir ökumenn ólöglegir á götunum okkar. Að minnsta kosti fram eftir degi og alla daga ef stærri skammtar eru notaðir og notkunin er samfelldari. Mál sem rétt er að horfa til varðandi umferðaröryggi almennt og alltaf á að vera mikilvægt í þjóðmálaumræðunni. Norðmenn eru þannig farnir að mæla gildi svefnlyfja í blóði, samfara mælingum á alkóhóli ökumanna sem stoppaðir eru í umferðareftirlitinu. Eins er til mikils að vinna þegar horft er til vinnugetu á öllum sviðum, sem og depurðar og kvíða sem af slíkri notkun getur leitt.

Lyfjamál þjóðarinnar þurfa stöðugt að vera í endurskoðun. Eins verkferlar í heilbrigðiskerfinu og ávísanavenjur lækna. Vöntun á eðlilegri læknisþjónustu tengist meira skyndiúrlausnunum og óþarfa notkun lyfja. Sjaldan hefur verið jafnmikið tilefni til átaksverkefna í þessu sambandi og nú, til að minnka óþarfa og oft skaðlega notkun lyfja með bættri heilsugæsluþjónustu. Dæmin hafa þannig sannað rækilega t.d., að ekki er vanþörf á betri og markvissari notkun sýklalyfja, sem þó er ekki nema fimmtungur af magni dagskammta svefnlyfja og gefin eru í dag og nær væri að kalla „kvöldskammta“ þjóðarinnar. Vegna lýðheilsunnar, langtímasparnaðar sem fæst með betri heilsu og aukinni hugrænni getu okkar sem þjóðar. Vonandi eftir kosningar ef við kjósum rétt. Og að þjóðin mín og ríkisfjölmiðlarnir vakni þá af Þyrnirósarsvefninum langa.

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2013/03/25/ologleg-svefnlyfjanotkun-islendinga/

http://eyjan.pressan.is/frettir/2011/11/08/thridji-hver-einstaklingur-i-landinu-a-tauga-eda-gedlyfjum-laeknir-varar-vid-skyndilausnum/

http://www.ruv.is/frett/hafa-aldrei-notad-meiri-svefnlyf/

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2011/11/07/svefnvandi-islendinga/

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2011/11/03/svefnleysi-og-offita-thjodarinnar/

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2010/08/17/lyfjakostnadur-afram-har/

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn