Þriðjudagur 25.06.2013 - 13:57 - FB ummæli ()

Hættulegur skolla- og tollaleikur yfirvalda

Í síðustu viku sammþykkti ráðherraráð Evrópusambandsins (ESB) að leyfa Svíum að halda áfram framleiðlsu og sölu innanalands á sænska snusinu, og sem stóð til að banna nú á miðju sumri. Þykir þetta mikill sigur fyrir sænsk heilbrigðisyfirvöld sem beittu sér mikið til að fá áframhaldandi leyfi til markaðssetningar á hættuminna munntóbaki í Svíþjóð og minni neyslu reyktóbaks í staðinn, ekki síst í samanburði við miklu meiri neyslu reyktóbaks í öðrum Evrópuríkjum. Óvini númer eitt og sem tengist flestum ótímabærum dauðsföllum tóbaksneyslu meðal þegna aðildarríkja ESB. Sérstaklega eru tengslin sterk varðandi áhættuna á að fá lungnakrabbamein, alvarlega hjarta- æðasjúkdóma og lungnaþembu. Allar tóbaksreykingar eru þannig mjög heilsuspillandi og til mikils að vinna að ná reykingum niður. Nú í síðustu viku lögðu t.d. norsku hjarta- og lungnasjúklingasamtökin fram áætlun með stjórnvöldum sem miða að því að banna alfarið tóbaksreykingar í Noregi innan 10 ára.

Reyndar er öll tóbaksneysla óholl og heilsuspillandi, sama í hvaða formi hún er, en mismikil. Góðar forvarnir gegn reyktóbaksneyslunni margborga sig þannig fljótt hvað lýðheilsu varðar, jafnvel þótt það kosti meiri tóbaksneyslu á öðrum tóbaksvörum eins og munntóbaki. Það furðulegasta var að fyrirhugað bann ESB á snusinu í Svíþjóð í sumar snerist fyrst og fremst að banna neytendavænlegri tóbaksvöru sem sænska snusið er, sérstaklega þar semþað er með viðbættu bragðefnunum og natríumkarbónati sem eykur frásog efnanna gegnum munnslímhúðina. Það má því segja að mikill sigur hafi unnist hjá heilbrigðisyfirvöldum í Svíþjóð, þótt höft á útflutningi á snusi til annarra Evrópulanda beri ennþá vott um áframhaldandi mismunun á markaðssetningu tóbaksvara í Evrópu, það er á minna óhollum tóbaksvörum (snusins) í stað reyktóbaks og óhollara munn- og neftóbaki.

Hrátt „munntóbak“ er hins vegar selt er hér á landi er undir því yfirskyni að það sé neftóbak (ísleneska neftóbakið) og sem kallaður er ruddinn í daglegu tali, enda tóbaksvara sem er mjög notendaóvinsamleg í flesta staði. Ruddinn er oft notaður í ómældu magni og gjarnan hnoðaður með sprautum eða öðrum hætti undir vör, aðallega meðal ungra karlmanna. Hann er talinn mikið meira ætandi með fleiri hættulegum aukaefnum en sænska snusið og sem framleitt er undir ströngu gæðaeftirliti í stöðluðum skammtapokum til að nota undir vör. Rannsóknir í Svíþjóð hafa ekki sýnt fram á aukna krabbameinstíðni í munnholi af völdum snussins eingöngu sem aðrar rannsóknir hafa sýnt í tengslum við langtímanotkun á lausu óhreinsuðu munn- og neftóbak í vör.

Til að kóróna vitleysuna hér á landi er hins vegar er annað laust „neftóbak“ sem fyrst og fremst ætlað undir vör leyft til sölu í fríhöfninni okkar. Framleitt erlendis fyrir íslenskan markað og sem líkist íslenska neftóbakinu (ruddanum) að mörgu leiti, en þó blautara og grófkornóttara (Lundinn, Baggi, og Skugginn). Þrælmerkt hins vegar sem neftóbak til að salan brjóti ekki í bága við landslög sem bannar sölu á öllu munntóbaki. Framleiðsla í dag fyrir íslenska ferðamenn fyrst og fremst, ekki bara á leið frá landinu, heldur einnig heim. Mikill tvískinnungsháttur á allan hátt og minnir á  þegar sala á áfengum bjór var bönnuð í landinu, en leyfð í fríhöfninni. Í dag sem hægt væri að kalla skollaleik með sjálfan dauðann enda hættuminnsta munntóbakið, sænska snusið alfarið bannað, en hættumeira leyft í fríhöfninni. Eins tollfrjáls sala á sterku áfengi, auk alls reyktóbaks. Dauðans alvara fyrir alla sem neyta of lengi og sem yfirvöld horfa framhjá.

Heilbrigðisyfirvöld hér á landi þráskallast þannig yfir staðreyndum málsins. Sænska snussið er meðhöndlað hér á landi eins og það væri innflutt eiturlyf. Skilaboð heilbrigðisyfirvalda þurfa auðvitað að vera miklu skýrari og rökréttari. Síðustu rannsóknir hér á landi sýna síðan, að þótt aðeins hafi dragið úr reykingum meðal almennings, hafa reykingar aukast hjá ungum karlmönnum og sem að einhverju leiti má e.t.v. rekja til hefts aðgangs að munntóbaki. Bestu forvarnirnar gegn tóbaksneyslu eru hins vegar alltaf með fræðslu og öflugum áróðri, ekki óskýrum boðum og bönnum yfirvalda.

http://www.aftonbladet.se/nyheter/article17002741.ab

http://www.dv.is/frettir/2013/2/1/laeknir-vill-leyfa-saenska-snusid-til-ad-draga-ur-reykingum/

http://www.visir.is/-saenskt-munntobak-er-ekki-krabbameinsvaldandi-/article/2013130519226

http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/03/25/serfraedingur-segir-munntobak-geta-bjargad-mannslifum-stjornvold-fari-ad-segja-sannleikann/

http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/10/29/skytur-skokku-vid-ad-banna-saenskt-munntobak-en-lata-ruddann-vera/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn