Sunnudagur 15.09.2013 - 19:54 - FB ummæli ()

Grindhvalir og hættuleg spilliefni

grindhvalirVegna frétta um að fólk hafi skorið sér kjöt úr skrokkum grindhvala sem ráku upp á land á Snæfellsnesi um helgina, er rétt að minnast á perflúor-iðnaðarsamböndin og önnur spilliefni sem vitað er að hafi áður fundist í miklu magni í grindhvölum auk þungmálma (kvíkasilfurs). Hættuleg efni og sem mikið voru til umræðu fyrir tæplega 2 árum vegna vitneskju um mengun þessara efna í sjónum allt kringum landið og sem getur skaðað heilsu okkur mannanna í tiltölulega litlu magni. Grindhvalir eru mikið varasamari en flestar aðrar hvalategundir hvað þetta varðar þar sem þeir eru dýra- og hræætur og þannig efstir í fæðukeðjunni þar sem efnin safnast mest saman, næstir á undan okkur mönnunum.

Rannsókn sem var birt í JAMA (tímariti Bandarísku læknasamtakanna) fyrir rúmu ári sýndi sterka fylgni á milli hárra gilda af PFC (perfluorinated compounds) og sem líka kallast perfluorinated alkylated substances (PFAS)) í blóði verðandi færeyskra mæðra, og ónæmisbælingar hjá börnum þeirra síðar (5 og 7 ára) og sem héldu ekki mótefnamyndun gegn stífkrampa og barnaveiki, þrátt fyrir endurteknar bólusetningar á fyrsta ári. Í farmhaldinu var mælt með endurbólusetningu barna mæðra með hæstu PFC gildin og sem sýnir vel klínískan og lýðheilsulegan alvarleika málsins.

PFC eru fjölkeðja kolefnasameindir sem eru með flúorsameind bundna á flestum endum og sem gefur kolefnakeðjunni þann hæfileika að geta jafnt bundist fast á yfirborð náttúrulegra efna, jafnframt því að fæla frá sér vatn og fitu. Efni sem aðeins eru tilkomin með iðnaðarframleiðslu og til að nýta þennan hæfileikann, m.a. í matvælaiðnaði og til vatnsvarnar á skjólklæðnaði. Hins vegar eru efnin afskaplega sterk og brotna mjög seint niður í náttúrunni. Þau safnast hins vegar þar fyrir, mest í fiski og hvölum.

Rannsókn sem hafði verið gerð áður í Færeyjum árið 2008 skýrði vel uppsöfnun PFC efna hjá grindhvölum og síðar hjá þeim mönnum sem borða mikinn grindhval. Rannsóknin sem greint var frá í JAMA í framhaldinu 2012 sýndi síðan fylgni þessara háu gilda PFC í blóði verðandi mæðra og ónæmisbælingu barna þeirra síðar, sennilega með próteinbindingu í kjörnum frumna sem tilheyra ónæmiskerfinu. Áhrifa þegar ónæmiskerfið verður til og er að þroskast, en helmingunartími þessara efna sem á annað borð komast í líkamann er mörg langur (mörg ár). Þetta getur að hluta skýrt afgerandi og varanleg áhrif á börn og ónæmismynni samkvæmt niðurstöðum JAMA rannsóknarinnar.

Vitað er að við erum líka mjög útsett fyrir allskonar PFC efni í matvörum sem mengaðar eru af pakkningum sem þaktar eru þessum efnum í sínum vatns- og fitufælandi tilgangi. Dæmi eru t.d. pokar utan um örbylgjupopp sem og teflonhúðaðar stálpönnur, en þar sem þessi efni geta losnað úr læðingi við mikinn hita og farið að einhverju leiti í matinn okkar. Vörurnar eru miklu fleiri og eldhúsáhöldin líka, en sem allt safnast síðan líka að lokum í sjónum og dýrum sem þar lifa.

Full ástæða er að vera vel meðvitaður um hugsanlega hættu af PFC mengun sem og annarra spilliefna í okkar nærumhverfi, ekki síst vegna daglegra neysluvenja okkar. Viðkvæmust eru áhrif á frjósemina og þroska fósturs, sem og áhrif á ungbörn sem eru að vaxa. Megin tilgangur rannsóknarinnar í JAMA var einmitt að benda á þessa hættu og vekja umræðu. Allra síst ættu verðandi mæður að borða hvalkjöt á meðgöngunni (sérstaklega grindhveli) og mikið feitan fisk. Vonandi verða gerðar fleiri rannsóknir til að sanna betur þessi hættulegu tengsl við PFC, sem og tengsl við önnur þrávirk lífræn efni og þungmálma (t.d. kvikasilfurs), sem safnast fyrir í náttúrunni, mest efst í fæðukeðjunni.

http://www.ruv.is/frett/skodar-hvort-hvalir-hafi-verid-aflifadir

http://www.ruv.is/frett/varar-eindregid-vid-neyslu-grindhvalakjots

http://jama.jamanetwork.com/article.aspx?articleid=1104903

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2008/07/24/eiturefni_berast_ur_hvolum_i_faereyinga/

Flúorbindiefni og mótefni barna

(Áður birt á DV blogginu 9.9.2014)

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn