Föstudagur 03.01.2014 - 23:55 - FB ummæli ()

Lífshættuleg „Egils-orka“

Orkudrykkir eru litlir sakleysislegir drykkir, en sem innihalda orku á við 30 sykurmola og meira koffínmagn en hjörtu sumra þola. Og oft er ekki bara um einn drykk (250 ml.) að ræða stöku sinnum, heldur endurtekna neyslu í miklu magni. Skyldi því engan undra þótt sumir séu örir, fitni um hóf fram og eigi síðan erfitt með svefn. Jafnvel börn sem þjást af hörgulsjúkdómum og sem almennt hreyfa sig allt of lítið. Enn umhugsunarverðara er að slíkir drykkir séu til sölu í flestum íþróttahúsum landsins  og á landi sem neysla syrkurs er þegar fimmföld miðað við það sem manneldisráð ráðleggja, mest í formi sykurdrykkja.

Töluvert hefur verið fjallað um skaðsemi orkudrykkja sl. ár, ekki síst meðl barna og unglinga. Fyrir utan að geta valdið hegðunartruflunum yngri barna og ofbeldishneigð unglinga, eru orkudrykkirnir skýrt dæmi um enn eitt form á ofneyslu sykurs í nútíma þjóðfélagi, sem auk þess innihalda oft örvandi efni svo sem koffín. Efni sem geta valdið hjartsláttartruflunum og verið lífshættuleg við ákveðnar aðstæður, svo sem í blöndum með áfengi. Orkudrykkir geta auk þess valdið óvæntum geðrænum einkennum svo sem miklum kvíða. Jafnvel ofsareiðiköstum og þar sem skjótvirkar ákvarðanir geta verið teknar, ekki síst með áfenginu sem slævir dómgreindina.

Rannsókn sem var birt í vísindatímaritinu Injury Prevention fyrir tveimur árum á um 3000 ungmennum í Boston, sýndi að neysla orkudrykkja jók á ofbeldishneigð ekkert síður en áfengi. Þegar leiðrétt hafði verið fyrir öðrum þáttum sem taldir geta haft á neikvæða hegðun, sýndu niðurstöðurnar að neysla orkudrykkja (5 dósir eða meira í viku) juku líkur á ofbeldistilvikum um 9-15%. Vitað er að svefn-, kvíða- og verkjalyf orsaka fleiri umferðaslys en áfengi eitt og sér í Bretlandi og Bandaríkjunum. En hvað nú með með þátt orkudrykkjanna í dag og þegar oft bráðræðislegar ákvarðanir eru teknar?

Neysla orkudrykkja hefur aukist mikið hér á landi eins og víða annars staðar sl ár. Aukningin mældist um 15% á síðastliðnu ári í Svíþjóð og skýringin talin m.a. vera mikil notkun orkudrykkja sem bland við áfengi. Aukinn fjöldi dánartilfella meðal ungs fólks í Svíþjóð er rakin til þessarar lífshættulegu blöndu. Margir unglingar virðast byrja sína áfengisneyslu með blöndunni, en margir sem eldri eru nota orkudrykki til að geta haldið lengur út í gleðskapnum.

Í nýlegri könnun meðal unglinga í Evrópu, að þá þá neyta um 6% meira en 20 skammta af orkudrykkjum mánaðarlega og um um 3% barna, 10 ára og yngri, neyta a.m.k. tveggja slíkra drykkja í viku hverri. Hættumörk koffíns með tilliti til mögulegra hjartsláttatruflana er talinn aðeins um 2.5 mg per kíló líkamsþyngdar, þannig að 250 ml. skammtur af algengum orkudrykk, t.d. Burns frá CokaCola, inniheldur 80 mg koffín, og sem er þá kominn yfir hættumörk hjá 30 kg. þungu barni (75 mg á sólarhring). Sumir eru síðan enn viðkvæmari fyrir eituráhrifum koffíns en aðrir. Í Bandaríkjunum hefur tilfellum eitrana tengt orkudrykkjum fjölgað um helming á sl. 5 árum, í helmingi tilfella tengt blöndum með áfengi.

Hið furðulega er að samkvæmt íslenskum reglugerðum er framleiðendum hér á landi ekki skillt að merka innihald koffíns í orkudrykkjum, a.ö.l. en tilgreina aðeins að um mikið magn sé að ræða ef það er meira en 150 mg í hverjum líter. Þannig tilgreinir Ölgerð Egils Skallagrímssonar t.d. ekki nákvæmlega um innihald koffíns í sínum orkudrykk, Egils-orkunni vinsælu.

Blanda af líkamlegri þreytu, svefnleysi, frekari slævingu með áfengi, ásamt síðan örvun með koffínríkum orkudrykkjum kann ekki góðri lukku að stýra og sem afleiðingar sjást í vaxandi mæli á slysa- og bráðamóttökum. Drykkjum sem Evrópusambandið (EU) varar nú sérstaklega við vegna mikillar og hratt vaxandi neyslu og tíðni aukaverkna.

http://www.vg.no/nyheter/utenriks/eu/artikkel.php?artid=10101333

http://www.ruv.is/frett/hafa-ahyggjur-af-neyslu-orkudrykkja

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2012/10/24/allskonar-monsterdrykkir-lika-algengir-her-a-landi/

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2013/08/26/sykurdrykkir-og-hegdunarvandamal-ungra-barna/

http://visir.is/offita-barna–fyrirtaeki-fara-offari-i-markadssetningu/article/2011111109581

http://www.nytimes.com/2013/01/12/business/more-emergency-room-visits-linked-to-energy-drinks-report-says.html?_r=1

http://www.caffeineinformer.com/top-10-energy-drink-dangers

(Áður birt á DV blogginu 3.1.2014)

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn