Mánudagur 20.10.2014 - 17:16 - FB ummæli ()

Ákvörðunin um nýjan Landspítala árið 1900 (Eir VIII)

Alltaf er gaman að velta fyrir sér sögunni um uppbyggingu heilbrigðiþjónustu þjóðarinnar, enda virðist sagan endurtaka sig á furðulegustu sviðum. Tímarit alþýðunnar um heilbrigðismál, Eir, var gefið út af nokkrum læknum á tveggja ára tímabil um aldamótin 1900. Um hugsjónaútgáfu var að ræða enda mikil þörf á fræðslu um sjúkdóma sem þá ríktu og nauðsynlegar sóttvarnir gegn næmu sjúkdómunum sem svo voru kallaðir (smitsjúkdómunum) og allir hræðast aftur hvað mest þessa daganna.

Um aldarmótin 1900 var aðeins eitt sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu, Sjúkrahús Reykjavíkur, og sem var þegar orðið allt of lítið og bauð alls ekki upp á nauðsynlega kennslumöguleika fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Fyrir einni öld voru aðeins stafandi um 38 læknar hér á landi, þar af 8 íslenskir læknar sem námu læknisfræðina hér heima í Læknaskólanum í Nesi og 7 sem höfðu farið utan til náms til Kaupmannahafnar. Til að hægt væri að mennta fleiri lækna hér á landi, var því aðal kappsmálið að tryggja betri kennsluaðstöðu í verklegu námi.

Íslendingar höfðu lengi átt sér þá þann draum að byggja nýjan Landspítala sem gagnast mætti allri þjóðinni og sem nota mætti til nauðsynlega kennslu fyrir lækna- og hjúkrunarfræðinema. Slík verkleg kennsl væri forsenda áframhaldandi starfsemi Læknaskólans sem þá hét og sem bjó við afar þröngan kost, sérstaklega hvað sneri að verklegri kennslu. Að öðrum kosti sögðu sumir að leggja ætti hann af og hvetja þá frekar ungt fólk til náms erlendis, og sem var þá aðallega til Kaupmannahafnar. Margt svo sem sem minnir á umræðuna í dag og hótun læknakandidata nú að ráða sig ekki til Landspítalans næsta vor.

Ársfjórðungurinn í lok 18. aldar, sýndi svo ekki var um villst, að betra heilbrigðiskerfi með menntuðu heilbrigðisstarfsfólki, margborgaði sig.  Lífslíkur höfðu aukist um þriðjung miðað við ársfjórðunginn þar á undan. Fyrir tíma íslenskra lækna, ljósmæðra og síðar hjúkrunarfræðinga sem rétt er að hafa í huga nú í umræðunni hvort við höfum yfirleitt efni á mennta þessar starfsstéttir og borga þeim viðunandi laun. Höfum við efni á að byggja nýjan spítala sem tryggt getur þá kennsluaðstöðu sem nauðsynleg er. Aukið möguleika á læknismeðferðum og bætt hjúkrun veikustu sjúklinganna sem nútímaspítali á að bjóða upp á. Bætt starfsaðstöðu starfsfólks og gert vinnustaðinn eftirsóknaverðan. Eða erum við aftur orðin það fátæk þjóð að við getum ekki staðið vörð um nútíma læknisfræði og látum uppbyggingu síðustu aldar lönd og leið fyrir skammtíma sparnaðarráðstafanir ríkisstjórnarinnar.

Eru stjórnmálamennirnir virkilega svona huglausir miðað við forvera sína fyrir rúmlega öld síðan og sem forgangsröðuðu alltaf fyrst og fremst í þágu almannaheilla? Öld er liðin og Landspítalinn sem var loks byggður 1930, var barn síns tíma. Hann er nú orðinn gamall og lúinn og starfsemi sem hann átti að sinna fyrir margfalt færri íbúa á sínum tíma fyrir einn öld. Gípum nú aðeins niður í alþýðutímaritið Eir, fyrst í grein sem Guðmundur Magnússon skrifaði 1899 og síðan aftur árið 1900.

Læknaskólinn og Landspítali (1899)

„Í inngangsorðum að riti þessu (Eir) voru leiddar nokkrar líkur að því, að Íslendingar hefðu ekki skaðast á læknafjölgun þeirri, sem orðið hefir hér á landi á síðasta fjórðungi þessarar aldar. Það má svo virðast, að þjóðin hafi sjálf fundið til þessa, þar sem þessi fjölgun hefir haldið áfram þing af þingi eftir óskum á áskorunum landsbúa.“  „En læknasólinn okkar hefir samt ekki verið neitt óskabarn þingsins, þó hann hafi bætt úr þörf okkar. Það hefir komið fram í smáu og stóru. Húsnæði hefir hann ekki nema 2 kompur í spítalanum í Reykjavík, eins og hann nú er og hefir verið. Húsnæði, sem er svo af skornum skammti, að þar rúmast ekki annað en kennarar og lærisveinar, og naumlega þó. Það er neyðarúrræði að geyma þar bækur; það er ómögulegt að koma upp safni né vísi til safns fyrir þrengsla sakir. Forstöðumaður skólans er látinn gegna öðru áriðandi embætti.“

Landspítalinn (1900)

Lög um Landspítalann „komst að lokum gegnum þingið, skorinn og skiptur. Frumvarpið mætti töluverðri mótspyrnu, og má telja víst, að það hefði aldrei orðið að lögum, ef bæjarstjórn Reykjavíkur hefði ekki brugðist svo myndarlega við að bjóða fram 10,000 kr. til byggingar spítalans. Hins vegar bauð eining stjórn Sjúkrahússins í Reykjavík það hús fram í þarfir spítalans. Eftir það horfðist vænlega á fyrir frumvarpinu um stund, en þegar leið á meðferð þess í neðri deild, þótti mönnum sem norðan-fýlu nokkra og kalsa drægi upp yfir því, enda „rýrnaði“ það þá „í meðförum“. Gjafarúm voru öll af numin í neðri deild, og er það töluverður galli á lögunum, en engu að síður er fyrirsjáanlegt, að lög þessi verða til mikilla bóta frá því sem nú er, enda ætti að mega laga það síðar, sem á vantar.“

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2014/04/13/heilbrigdistimaritid-eir-og-thegar-frumur-voru-kalladar-sellur/

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2014/09/24/laeknaskorturinn-og-verdmaetamatid-a-islandi-i-dag/

http://www.dv.is/blogg/vilhjalmur-ari/2013/9/7/lifshaettilegur-vandi-landspitala/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Íþróttir · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn