Miðvikudagur 11.11.2015 - 10:32 - FB ummæli ()

Hvenær slitnar rófan í Hringbrautarvitleysunni?

Í Læknablaðinu fyrir ári er rakin saga eins af hápunktum heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi með byggingu Sjúkrahús Reykjavíkur (Borgarspítalans), 1968 og nútímalega þjónustu sárvantaði. Enn í dag má sjá og skynja andann sem ríkti á fyrstu árum spítalans í gamla anddyrinu. Marmarastyttur sem minna á sögu læknisfræðinnar til áminningar fyrir gesti og gangandi. Meðal annars af sjálfum Hippókrates og grískum goðum lækninga og heilbrigðis. Bygging sem var tákn framsýnarinnar og sem var miklu nýtískulegri og rýmri en gamli góði Landspítalinn. Stærsta átak sem gert gert hafði verið í heilbrigðisþjónustunni í tæplega hálfa öld, eða frá byggingu gamla góða Landspítalans. Borgarspítalinn eins og hann var lengst af nefndur, enda rekinn af borginni fyrstu árin, bætti einnig mikið aðgengið fyrir sjúka og slasaða og sem er gert vel skil í greininni. Áður en hagræðingaróvætturinn sem stundum hefur verið kallaður svo, hélt innreið sína með sameiningu sjúkrahúsanna fjögra á höfuðborgarsvæðinu og versandi opinberri þjónustu.

Sameining sjúkrahúsanna i Reykjavík, var krafa heilbrigðisyfirvalda í lok síðustu aldar og þar sem draumurinn um gamla stóra Landspítalann á Hringbrautarlóð einni var síðan uppvakinn. Með enduruppbyggingu og þéttingu svæðisins, lágreistum byggingum og löngum göngum um Þingholtin sem nú er verið að hefjast handa við að byggja. Og þar sem stefnt verður síðan að, að láta Borgarspítalann besta sem mest hverfa af borgaryfirborðinu, enda í eigu ríkisins.

Sannarlega má segja að um mikið afturhvarf til fortíðar hafi verið að ræða. Litið var yfir möguleikann á stækkun Borgarspítalans meðan enn var nóg landrými í Fossvogsdalnum. Troða skal hins vegar nú systur Öskubusku í skóinn hvað sem það kostar. Bygginga- og viðhaldkostnaður á Hringbrautarlóðinni sjá allir að er miklu óhagkvæmari en bygging hagkvæmrar nýtískulegrar og sjúklingavænnar sjúkrahúsbyggingar sem getur verið með nánast alla starfsemina undir sama þaki og sem flestar þjóðir kappkosta í nútímanlegum sjúkrahúsrekstri og sem er miklu hagkvæmari í rekstri á tækniöld.

Sagan síðar, dæmir auðvitað verk okkar og framtíðarsýnin í heilbrigðismálunum á hverjum tíma. Hugsanlega nú sem dæmi um eina mestu þröngsýni Íslandssögunnar á dýrustu ríkisframkvæmdinni og með miðaldarhugsun um aðeins eitt nýgamalt sjúkrahús fyrir landið allt í gömlu miðborg Reykjavíkur. Nýr Landspítali á Hringbrautarlóð hefur reyndar verið þverpólitískt rófutog loforða endalaust fyrrum heilbrigðisráðherra úr flestum flokkum. Allt frá tímum Sighvats og Jóns forðum til Kristjáns Þórs í dag. Og enn heldur rófan sem borgastjórnin heldur dauðahaldi í á móti svo hún slitni ekki of fljótt vegna sinna eigin fjárhagshagsmuna. Öldin er önnur og þegar Reykjavíkurborg reisti sjálf sinn spítala.

Það dýrmætasta sem fortíðarþráhyggjan og seinagangurinn í öllu rófutoginu sl. áratug hefur þrátt fyrir allt gefið okkur, er að enn er möguleiki á endurskoðun og skynsamlegri ákvörðun. Miklu hagkvæmari og betri spítala á betri stað. Kastljósinnslagið í gærkvöldi á RÚV fyrir þátt kvöldsins, LOKSINS, gaf þó tóninn að halda megi áfram með leikinn eða hvað? Einbjörn dró Tvíbjörn, Tvíbjörn dró Þríbjörn, ……….en að lokum slitnaði þó rófan. Vonandi sem fyrst og að Alþingi taki við af leiknum til endurskoðunar.

image

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2014/11/11/forsendubrestur-og-meinloka-21-aldarinnar-nyr-landspitali-i-gamla-midbaenum/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn