Fimmtudagur 05.01.2017 - 17:56 - FB ummæli ()

Sjúkraflug á Íslandi í öngstræti!

flug

Á flugvellinum á Gjögri í haust

Árið er 2017. Hvað getur slæmt ástand síðan versnað mikið í framtíðinni tengt skipulagi á sjúkraflugi og þyrlusjúkraflugi á Íslandi vegna frammistöðu Reykjavíkurborgar sem hýsir þjóðarsjúkrahúsið okkar og stjórnvalda sem bera ábyrgð á flutningunum og aðstæðum við væntanlegt nýtt þjóðarsjúkrahús á Hringbaut?

15800786_10202890194613429_4328986368506402049_o

Ein af 17 glænýju AW101 þyrlum norsku strandgæslunnar sem þeir eru nú að fá afhenda á árinum og sem ætlaðar eru til sjúkraflutninga, sérútbúnar fyrir flug norðurslóðum með fullkomnum nauðsynlegum tækjabúnaði (m.a. til leitar) og fullkomnum afísingabúnaði (sem eldri þyrlur hafa ekki). Nýja sérhæfða björgunarþyrla Norðmanna er með umtalsvert meiri flughraða 277km/klst og hefur flugþol í allt að 7 klst. Hún getur brætt allt að 6 cm ísskán af skrokknum og hreyflum með afísingarbúnaði sínum. Tvær slíkar höfðu Íslendingar pantað 2008 fyrir LHG en hættu síðan við 2012. Norðmenn reka yfir 20 bækistöðvar slíkt sjúkraþyrluflug víðsvegar um landið allt og þar sem þessar þyrlur verða staðsettar.

Sl. daga hefur ítrekað verið bent á vanda sjúkraflugs hér á landi sl. ár og sem nálgast að vera 1000 á ári og eykst stöðugt. Aðallega er rætt nú um skert öryggi vegna lokunar  neyðarbrautar á Reykjavíkurflugvelli. Skertir samningar um flug alls staðar af landinu sem eru um 700 á ári, vöntun á flugbrautum fyrir vélar sem slíkt flug krefst úti á landi og vannýting á þjónustu þyrlusveitar LHG hefur einnig verið nefnt. Erlendum ferðamönnum fjölgar um 30% á ári og nýjustu fréttir herma að 80% aukning er á alvarlega slösuðum túristum í umferðinni á Íslandi 2015-2016 samkvæmt nýjustu fréttum og þar sem fyrri rannsóknir sýna að túristar eiga stærsta þátt í alvarlegustu umferðaslysunum á ófullkomnum vegunum landsins. Fyrirséð þannig vaxandi skerðing að nauðsynlegum öruggum flutningum á bráðveikum og slösum af landinu öllu til þjóðarsjúkrahússins til sérhæfðar greiningar og meðferðar og þar sem hver mínúta getur skipt máli.

Sem ákveðna lausn við vanda sem skapast hefur af lokun neyðarbrautar á Reykjavíkurflugvelli hafa stjórnvöld beint augum að opnun neyðarbrautar á Keflavíkurflugvelli sem mun kosta allt að 300 milljónir króna og sem samt engan vegin fullnægir þjónustu þegar um neyðartilfelli er að ræða og sem lengir flutning um a.m.k. eina klukkustund. Nú þegar er viðbragðstími fyrir sjúklinga með blóðþurrðarsjúkdóma (aðllega í hjarta og heila) oft allt of langur og fram kemur í nýrri grein í Læknablaðinu. Ekkert síður er fyrirséð mikil skerðing aðgengis að nýja þjóðarsjúkrahúsinu við Hringbraut vegna þyrlupalls sem reisa á við á þaki rannsóknahússins, rétt utan við glugga legudeilda meðferðarkjarnans á 5-6 hæð og þar sem öll opin svæði umhverfis til neyðarlendinga vantar.

Forsvarsmenn ríkis og borgar vísa hvor á annan. Ríkið ber ábyrgð á framkvæmdum við Nýjan Landspítala og borgin á lokun neyðarbrautar. Upphaflega eða árið 2012 gerðu þessir aðilar þó með sér samning að flugvöllur væri ekki skilyrði lengur við staðarval spítalans. Skipuleggjendur Spítal hópsins reikna síðan með að þyrlupallur verði aðeins notaður í undantekningatilfellum við sjúkraþyrluflugið eða sem samsvaraði um 12 lendingum á ári (árið 2012) og þegar sjúkraflutningar með þyrlum LHG nálgast að vera um 300 á ári. Í um helming slíkra flutninga er um alvarlegra veika eða slasaða að ræða sem þurfa að komast sem fyrst undir læknishendur til frekari greiningar og meðferðar. Áverkar og veikindi eru oft enda óljósir í byrjun og þar sem flestir þurfa á síðar skurðaðgerðum og gjörgæsluplássi að halda.

Eins er bent á í Læknablaðinu að sennilega séu þyrlusjúkraflutningar þegar í dag vannýtt tækifæri hér á landi og bent jafnvel á þörf á léttari þyrlum til sjúkraflutninga, t.d. frá Suðurlandi. Eins og nú horfir er því allt útlit fyrir að flutningstími sjúkra og slasaðra að þjóðarsjúkrahúsinu okkar og sérhæfðrar læknishjálpar geti lengst til muna í framtíðinni með lokun neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar og staðsetningar Nýs Landspítala við Hringbraut þar sem aldrei verður hægt að bjóða upp á öruggt sjúkraþyrluflug. Er þetta það sem þjóðin kaus varðandi endurreisn heilbrigðiskerfisins árið 2017 og fyrir nána framtíð?

 

http://www.laeknabladid.is/tolublod/2017/01/nr/6182

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2016/12/02/miklar-adgangshindranir-ad-neydarthjonustu-i-honnun-nys-landspitala/ 

http://ruv.is/frett/akureyrarbaer-krefst-thess-ad-brautin-opni-a-ny 

http://www.ruv.is/frett/segir-timaspursmal-hvenaer-sjuklingur-skadast

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn