Föstudagur 16.06.2017 - 15:46 - FB ummæli ()

Byssurnar kalla, en RÚV þaggar!

Hryðjuverkaógn kann að vera raunveruleg á Íslandi. Ein leiðin er að láta lögregluna nú vopnvæðast, svona til öryggis. Sumum finnst þessi viðbrögð helst til yfirdrifin og sem kallar á blendin viðbrögð almennings og fjölmiðla. Aðeins þurfti mat örfárra til slíkra aðgerða og að ganga þurfti alla leið með byssurnar að vopni.

Aðrar ógnir sem kostað geta jafnvel stórslys, mikinn mannskaða og eyðileggingu á okkar mikilvægustu mannvirkjum og koma má nú í veg fyrir með betri skipulagningu verkefna, fá minni athygli. Ógnir sem er ekki vilji að ræða hjá fjölmiðlum og sem gæta hagsmuna eiganda sinna og stjórnmálaafla. Af eigin reynslu og eftir ítrekaðar athugasemdir og skrif ber mér sem íslensku ríkisborgara og heilbrigðisstarfsmanni til áratuga að nefna s+erstklega ríkisfjölmiðil allra landsmanna, RÚV.

Fréttastofa RÚV hefur tekið meðvitaða ákvörðun um að þagga niður efasemdir um staðsetningu Nýs Landspítala á Hringbraut sl. 2 ár og sem Alþing Íslands lagði blessun sína yfir. Meirihluti landsmanna og heilbrigðisstarfsfólks er á allt öðru máli og hefur sl. ár kallað eftir nýrri staðarvalsathugun, öryggis okkar allra vegna, betra aðgengis og skynsamlegri fjárfestingingu á þjóðargjöfinni okkar stærstu á öldinni. Það hlýtur að vekja upp stórar spurningar að ríkisfjölmiðill skuli geta farið með slíkt einræðisvald gegn þjóðarhagsmunum. Samtökin Betri spítali á besta stað (SBSBS) sem tæplega 10.000 manns styðja, hafa árangurslaust einnig reynt að ná eyrum fréttastofunnar. Ritstjóri Kastljóssins staðfesti hins vegar með bréfi til undirritaðs fyrir tveimur árum að stjórnendur stofnunarinnar liti svo á að ekki megi ræða Hringbrautarmálið frekar eða „rugga bátnum“.

Alvarlegast er að ekki megi einu sinni ræða öryggisþættina eins og öruggt sjúkraflug til spítalans og sem eru nú um 1000 á ári og fer sífellt fjölgandi. Aðallega vegna vaxandi ferðamannafjölda og mikillar aukningar í tíðni alvarlegra umferðarslysa á vegum landsins eða í óbyggðum. Ekki heldur örugga aðkomu sjúkraþyrluflugs til nýja spítalans eftir 2022 og þar sem megin forsendur upphaflegrar áætlunar um þyrlupall við spítalann á 5 hæð eru löngu brostnar og nýtt áhættumat vantar. Eina opna aðflugssvæðið (Neyðarbrautin) sem eftir er, er þegar verið að byggja á (gömlu Valslóðinni) og íbúabyggð jafnvel skipulögð í Vatnsmýrinni allri, í framtíðinni. Miklu fleiri sjúkraflug eru nú en áætlanir voru um til ársins 2012 og þegar neyðarbrautinni var lokað. Bara þyrluflugin nálgast um 300 á ári (meira en helmingur mikið slasaðir eða bráðveikir) og þar sem fyrri áætlanir um hönnun gerðu aðeins ráð fyrir um 10-20 þyrlulendingum við spítalann á ári.

Hver þyrla Landhelgisgæslunnar er um 15 tonn og ekki er erfitt að ímynda sér slysahættuna ef slíku farartæki hlekkist á. Vegna erfiðra aðstæðna á Hringbraut er gerð krafa um jafnvel enn stærri og fullkomnari þyrlur en LHG hefur nú yfir að ráða. Hinsvegar er hvergi gert ráð fyrir plani B, opnum svæðum til nauðlendinga og þaðan af síður öruggum aðflugsbrautum og alls staðar í heiminum er gert ráð fyrir í hönnun nútímalegra spítala, ekki síst aðalbráðasjúkrahúsa landanna. Því öllum þyrlum getur auðveldlega hlekkst á, ekki síst í misjöfnum veðrum eins og á Íslandi í miðri íbúa- og spítalabyggð.

Meðvituð þöggun RÚV á málinu öllu er sérstakt áhyggjuefni, ekki síst á öryggissjónarmiðum og sem í raun varðar þjóðaröryggi. Fyrirsjáanleg og hugsanlegri stórslysaógn í miðbænum og við aðalsjúkrahús landsins, sem stjórnvöld og alþingi hafa skapað á hreint ótrúlegan skipulagsmáta, gegn þjóðinni sjálfri. Ógn sem auðvitað er ekki brugðist við með vopnvæðingu lögreglu gegn utanaðkomandi hugsanlegum hryðjuverkaöflum eða þöggun, heldur opinni umræðu. Þar sem RÚV ætti að geta leikið eitt stærsta hlutverkið og ef allt væri í lagi.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn