Þriðjudagur 04.07.2017 - 12:14 - FB ummæli ()

Vatnsmýraráhættan í dag

Þyrluflutningar eins og þeir eru hugsaðir við Nýjan Landspítala við Hringbraut, valda mikilli áhættu við spítalann og nánasta umhverfi og ef eitthvað fer úrskeiðis. Ekki er hægt að hugsa til enda ef 20 tonna þyrlu hlekkist á við meðferðarkjarnann eða yfir íbúabyggðinni þar í kring og ekkert svæði er til nauðlendinga og nú eru áformað. Forsendur fyrir pallinum og þá aðeins fyrir þyrlur í afkastagetuflokki I (2-3 mótora þyrlur) vegna erfiðara aðstæðna, miðuðu þó við a.m.k. eitt opið svæði, einskonar „aðflugsbraut“, S-V við spítalann. Yfir neyðarbrautina svokölluðu sem nú er búið að loka varanlega og yfir Valslóðina sem þegar er farið að byggja á.

Eftir að leyfi fékkst hjá flugmálayfirvöldum og hönnun þyrlupalls var lokið 2011, var ákveðið 2012 að loka neyðarbrautinni og byggja upp á Valslóðinni! Ekkert nýtt áhættumat fór fram eða stendur til vegna þyrluflugsins sérstaklega. Forsendu fyrir áframhaldandi nálægð við Reykjavíkurflugvöll var jafnframt kippt út úr skipulagi fyrir Nýjan Landspítala og sem upphaflega var ein meginforsenda fyrir staðarvalinu á Hringbraut um aldarmótin síðustu!

Nú er mikið rætt um léttari þyrlur sem væru til að mynda staðsettar í öllum landsfjórðungum, til að byrja með á Suðurlandi. Slíkar þyrlur gætu líka mikið minnkað álag við dreifbýlisheilbrigðisþjónustu, m.a. í héruðum þar sem aðeins er t.d. einn læknir/hjúkrunarfræðingur og einn sjúkrabíll og langar leiðir að fara. Auk þeirrar staðreyndar að nothæfum flugvöllum víða um land hefur farið fækkandi sl. áratugi vegna viðhaldsleysis og bleytu (malarvellir), en sem voru áður notaðir við venjulegt sjúkraflug. Það hlýtur að skjóta skökku við að framtíðarsjúkrahúsið sem nú er áætlað að byggja sé alls ekki hannað til að taka á móti nema í versta falli litlum hluta þeirra allt að 600 bráðsjúkraflutninga sem áætluð þörf er á í dag með jafnvel léttari sjúkraþyrlum, auk þess aðgangur að venjubundnu sjúkraflugi er í uppnámi (um 700 flug á ári).

Með öllu er óásættanlegt að framtíðarþjóðarsjúkrahúsið okkar og aðal bráðasjúkrahús landsins sem enn er aðeins til á teikniborðinu, skuli ekki gera ráð fyrir þörfinni á almennri móttöku sjúkraflutninga með þyrlum af landsbyggðinni. Þar sem auðveldlega skilið getur á milli lífs og dauða og ef óþarfa tafir verða á sjúkraflutningum á aðal bráðasjúkrahús landsins og ekki má einu sinni ræða á RÚV.

Af hverju hugsanlega flugvallarlausan kreppuspítala fram á næstu öld?

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn