Miðvikudagur 06.12.2017 - 16:41 - FB ummæli ()

Í upphafi aðventu á Ströndum 2017

Þjóðvegurinn um Þröskulda

Dvelst nú á Ströndum í upphafi aðventu, nánar tiltekið á Hólmavík. Og sjaldan bregst veðrið þegar ég kem norður. Illfært var yfir Þröskulda og allt á kafi i snjó og gengur síðan á með norðanstormum. Á Ströndum eru hins vegar galdrar. Þeim hef ég kynnst nokkrum sinnum og eins og góðum vættum sem halda verndarhendi yfir fólkið sem hér býr og samgöngur. Eða kannski er þetta bara til marks um góða mannlífið og samheldnina sem hér ríkir. Í Árneshreppi fyrir norðan er ófært á ökutækjum fleiri mánuði á vetri hverjum. Að vísu reynt er að halda uppi lágmarks áætlunarflugi á Gjögur einu sinni í viku. Ríkisstyrkt þjónusta fyrir enn minni sveitabyggð og þar sem útlit er fyrir að barnaskólinn verði aðeins rekin til áramóta. Í 110 km fjarlægð frá Hólmavík og sinna þarf læknishjálp í neyð. Reyndar er farið þangað mánaðarlega, á snjósleða ef því er að skipta og þar sem ekki er talið svara kostnaði að halda vegunum opnum með snjóruðningi. Í brothættri byggð sem er nú á fallandi fæti.

Tíkin mín á Kálfanesfjalli

Á Ströndum gengur lífið annars sinn vanagang, hvernig sem viðrar. Í raun lítið sem ekkert breyst þá tvo áratugi sem ég hef komið til starfa á Hólmavík. Starfsfólkið á heilsugæslunni og sjúkrahúsinu meira og minna það sama. Tíminn stendur eins og í stað og sem er einstök upplifun í hraða þéttbýlisins aðra daga og deilur um keisarans skegg. Auðvitað er það á ábyrgð landsstjórnarinnar hverju sinni að halda landinu sem mest í byggð. Með byggðarpólitíkinni sem við öll og Alþingi mörkum. Að skapa atvinnutækifæri sem víðast á landsbyggðinni og þar sem jafnvel búið er að ræna fiskveiðikvótanum frá íbúunum. Eða þannig hefur það að minnsta kosti verið. Innviðauppbygging sem hefur margborgað sig fyrir menninguna og þjóðarhag og ef vænta má sama uppgangs í ferðamennsku á komandi árum og verið hefur sl. ár. Hvergi eru ferðamennirnir ánægðari en úti á landi, í fallegu umhverfi og umhverfi sem segir söguna. Nú sitja opinberar samgöngur og almenn opinber þjónustan hins vegar víða eftir úti á landi. Á Hólmavík og í Innra-Djúpi er til að mynda ekki neinir nothæfir flugvellir fyrir sjúkraflug lengur.

Á sama tíma tekur höfuðborgin sjálf upp gjörólíka stefnu miðað við markmið almennrar byggðarstefnu á landsbyggðinni og miðsetur sína megin atvinnustarfsemi sem mest í miðbæinn. Á kostnað kostnað uppbyggingu úthverfa og góðra samgangna fyrir höfuðborgarsvæðið allt. Þetta má glöggt sjá í skipulagsáformunum tengt Nýjum Landspítala nú á Hringbrautarlóð, stærsta vinnustað landsins. Í miðborg sem er þegar sprungin m.t.t. umferðarálags. Þar sem er fyrir meira en nóg af atvinnutækifærum og uppbygging í ferðamannaþjónustu og hótelrekstrar ætlar aldrei enda að taka. Fyrirséðar þannig óþarfar mengandi daglegar umferðatafir og síðan aðgangshindranir að nauðsynlegustu þjónustunni í náinni framtíð. Óskiljanlegur gjörningur þegar horft er til almannaheilla og heilbrigðisöryggis.

Skynsöm „byggðarstefna“ virðist þannig alls ekki eiga við í nærumhverfi Íslendinga á sjálfu höfuðborgarsvæðinu ef marka má áætlanir dagsins. Hagrætt í þágu sérhagsmunahópa, ekki heildarinnar og ekki má einu sinni ræða í ríkisútvarpi allra landsmanna (RÚV). Í dag sé ég hins vegar raunhæfa innviðauppbyggingu og mest er talað um þessa daganna, betur en flesta aðra daga „í bænum“. Ég er líka afskaplega þakklátur að fá að njóta upphaf aðventunnar á Ströndum. Langt frá álaginu á bráðamóttöku þjóðarsjúkrahússins í höfuðborginni sem bíður mín og ég hef tengst sterkum böndum sl. 35 ár. Að vísu gerir dvölin mig á Ströndum stundum aðeins dapran og þurfa að vera fjarri mínum nánustu. Tímabundin einvera á góðum stað getur þó verið skapandi og skerpir heildarsýnina. Hvergi sé ég heldur  mitt heldur fegurra, að vori, sumri, hausti og nú aftur að vetri. Þar sem ný ævintýri verða til á hverjum degi.   Gleðilega aðventu 

Fullt ofurtungl á Hólmavík í fyrrakvöld

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja.
RSS straumur: RSS straumur