Föstudagur 12.01.2018 - 21:23 - FB ummæli ()

Alpagangan í Albaníu sumarið 2017

Áð fyrir Arapi tindinn góða

Gönguferðir á fjöll erlendis í framandi og ólíku menningarumhverfi, er mikil upplifun og ævintýri. Ný viðmið í ólíkar áttir og sem aðeins næst með heimamönnum í fjöllunum, þorpunum og jafnvel stórborgunum. Með öruggri íslenskri og erlendri farastjórn nýtist tíminn best. Ferð sem síðan færir út okkar eigin landamæri ef svo má segja og skilning á ólíkri menningu og náttúruundrum heimsins. Öll viljum við getað samsvarað okkur aðeins meira með sögunni. Til hvatningar fyrir okkur sjálf og framtíðina.

Gamla myndin okkar af Albaníu

Ein slík ferð stóð upp úr minningum ársins, sumarið 2017. Ferð okkar hjóna með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og frábærum hópi íslenskra ferðafélaga um albönsku alpana. Menningarferð ekkert síður en göngu- og ökuferð þvert yfir landið með viðkomu á mögum stöðum, jafnvel alla leið til Kósóvó í Króatíu. Gegnum ólíkar borgir og fjallaþorp og að lokum með ríkmannlegri kynningu á höfuðborginni Tírana síðust tvo dagana. Þar kynntumst við einni áhrifaríkustu sögu Evrópu frá miðöldum og síðan sögu kúgunar í valdatíð einræðisstjórnar kommúnista eftir seinni heimstyrjöldina, allt til ársins 1984. Albanía var þá orðið fátækasta ríki Evrópu, en sem síðan er hægt og rólega er að rísa upp og þjóðin aftur orðin stolt af sér og reynslunni ríkari. Þjóð sem einu sinni var einskonar Norður-Kórea norðursins, vegna spillingar og kúgun valdhafanna gegn eigin þjóð og sem lagði allt í hræðsluáróður kjarnorku- og stríðsógnar. Þar sem tíminn stóð í stað varðaði innviðauppbyggingu í næstum hálfa öld, en reynir nú að endurbyggja til nútímakrafna. Nokkuð sem jafnvel mætti horfa til hér á landi, hjá einni ríkustu þjóð veraldar. Hraðbrautir lagðar þótt enn vanti mikið upp á bílakostinn og menning og menntun farin að blómstra. Á fáum stöðum í Evrópu eru ferðamenn jafn hjartanlega velkomnir.

Á leið niður í Valbone dalinn

Passlega krefjandi dagsgöngur um stórfengleg fjöll og fjallgarða norður-albönsku alpanna og þess á milli í djúpum dölum þjóðgarðanna, var frábær upplifun. Leiðsögnin var undir stjórn albanska vinar okkar Al-Ben sem var með okkur allan tímann. Uppfullur af fróðleik um allt sem sneri bæði að landi og þjóð og virtist innsti koppur í búri staðarmanna, hvar sem við komum. Næturgististaðirnir voru góðir, fullt fæði fylgdi með allan tímann og óteljandi heimsóknir farnar á albanska matsölustaði. Ég kemst ekki hjá því að nefna sjávarréttarstað sem við heimsóttum í Tírana næst síðasta daginn. Besta sjávarréttarstað sem ég hef komið á og þar sem úrvalið á mismuandni sjávarréttum var óteljandi. Rækjur, humar, krossfiskur og kolkrabbi eins og hver gat í sig látið. Ferskt og beint upp úr sjónum.

Erfiði-Björn unninn

Göngur í sumarhita og sól á þessum slóðum geta verið krefjandi fyrir kaldan landann. Þó ekki um of ef passað er að drekka nóg og gæta vel að saltbúskapnum. Nokkuð sem undirritaður fékk að reyna á eigin lærvöðvum í einni af lengri göngunum upp á fjallið Arabi í um 2.200 metra hæð. Reynsla sem hlaut að koma að fyrr eða síðar á göngum sem þessum og sem ég er í raun bara þakklátur að hafa fengið að kynnast. Göngurnar hentuðu reyndar allar sæmilega vönu göngufólki, vel útbúnu til gönguferða eins og við erum vön hér heima á sumrin. Ferðir sem gefa ekki heldur rétta upplifun fjallanna nema þú sért í þeirra innsta faðmi og sem reynir sæmilega á þitt eigið þrek og tilfinningar.

Hnetusmakk í Valbone

Fyrir utan fjöllin stórkostlegu og skógi vaxna djúpu dalina, var birtan einstök og blá. Smá hitamistur sem gaf fjöllunum í fjarska öll litbrigði blámans og sem við þykjumst þekkja betur en flestir aðrir. Hvítir vind- og vatnsrofnir sandsteinar  (lime stones) með hrikalegum klöppum í jafnvel öllum litbrigðum. Annars konar lágróðri og allskonar trjám og þar sem einhver möguleiki var á annað borð að festa rætur. Jafnvel beint út úr klöppunum. Vegirnir yfir suma fjallgarðanna voru heldur engu líkir og sem settu sveitavegina okkar í hálfgerðan lúxusflokk. Skemmtileg og spennandi upplifun líka að fá að prófa og finna á eigin skinni. Grjótið á veginum og stálið í harðgerðu gömlu fjallabílum albönsku jeppagarpanna sem keyrðu okkur.

Kvöldstund í Tírana

Tindarnir Arabi og Erfiði-Björn standa samt upp úr sem og gestrisnin í Albaníu og fegurð þjóðgarðanna í Thethi og Valbone. Takk fyrir mig, Íslenskir fjallaleiðsögumenn sem skipulögðu ferðina fyrir okkur Íslendingana, Al-Ben og Albanía öll. Ég er góðri reynslu ríkari og Gleðilegt ár.

 

Vináttuvottur frá Al-Ben, leiðsögumanninum okkar í Albaníu sem kom í heimsókn til Íslands í haust.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Lífstíll · Menning og listir · útivist

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn