Fimmtudagur 20.09.2018 - 18:25 - FB ummæli ()

Hjólaslysin og samgönguöryggið í borginni

Hjólahjálmurinn minn góði

Góð hreyfing er heilsunni jafn nauðsynleg og góð næring og svefn. Hjólreiðar eru vissulega góð hreyfing og sannarlega góð fyrir líkama og sál í flestum tilvikum. Hjólreiðar eins og þær eru stundaðar á höfuðborgarsvæðinu í dag eru engu að síður ein áhættumesta frístundin sem þú getur valið og um leið óöruggasti samgöngumátinn sé litið til slysaáhættu. Hjólreiðar er orðin ein algengasta orsök alvarlegra slysa í dag og sem flestir eru feimnir að ræða vegna ímyndarinnar um hinn heilbrigða lífstíl. Tilefni a.m.k. til hugleiðingar um besta lífstílinn sem við tileinkum okkur til að koma okkur í betra form og núvitundar.

Mikill áróður fyrir hjólreiðum án tillits til íslenskra aðstæðna, ræður sennilega mestu um háa slysatíðni hér á landi. Sárlega vantar þó nákvæmar tölfræðilegar upplýsingar um slysin og hér settar fram skoðanir sem fyrst og fremst eru hugleiðingar höfundar byggðar á áralangri reynslu sem læknir á Bráðamóttöku LSH. 

Lagðir hafa verið hjólastígar víða á síðustu árum, en sem jafnframt eru gjarnan göngustígar. Veðurfar, ísing, lausamöl og oft á annan hátt oft ófullkomnir fjölnota stígar. Sambland göngustíga og hjólreiðastíga eru augljóslega ekki hentugir til hraðaksturs hjóla og sem skapa áhættu jafnframt fyrir aðra vegfarendur. Jafnvel ungra barna í leik eða eldra fólks í göngutúr með t.d. hundana sína í taumi.

Sú venja virðist færast líka í vöxt að nota ekki bjölluna hér á höfuðborgarsvæðinu þegar aftan frá er komið á mikilli ferð til að fipa ekki vegfarandann fyrir framan og sá taki ekki óvænt hliðarspor. Að betra sé að þjóta bara framhjá. Hættuminnst sem sagt að taka bara sénsinn! Rafreiðhjólin gefa eins óvanari reiðhjólamanni tækifæri að fara hraðar en aðstæður annars leyfðu. Sprenging hefur verið í sölu á slíkum reiðhjólum sl. misseri. Fallþunginn og afleiðingar áreksturs er miklu meiri á slíku farartæki og sem vegur oft helmingi meira en venjulegt reiðhjól. Eins þeim mun mikilvægara að bremsur og öryggisþættir hjólsins sjálfs séu ávalt í góðu lagi.

Mörg fyrirtæki hvetja starfsmenn sína engu að síður til að hjóla í vinnuna. Heilsunnar vegna á umhverfisvænan máta og til að létta á bílaumferðarþunganum gegnum miðborgina. Jafnvel sem hið opinbera áætlar í framtíðaruppbyggingaáformum á nýju þjóðarsjúkrahúsi, stærsta vinnustað landsins. Markmiðið er að meirihluti starfsmanna hjóli eða gangi í vinnuna!!

Ef slys eru reiknuð inn í almennu heilsumarkmiðin okkar og sem sjálfsagt er að gera, að þá kann ýmsum að bregða í brún. Ekki síst samanborið við annan ferðamáta með almenningssamgöngum eða í einkabílnum því margfallt fleiri slasast alvarlega á reiðhjóli samanborið við akstur í bíl á höfuðborgarsvæðinu. 

Flesta daga koma nokkrir slasaðir á BMT LSH, einkum yfir sumarmánuði, margir með sjúkrabíl af slysavettvangi, aðrir á eigin vegum. Oftast eru áverkar eftir hjólaslysin, fall eða árekstur, þá ljót sár á höfði eða andliti og brot hverskonar þar sem rifbrot, axlar- og viðbeinsbrot og önnur útlimabrot eru algengust. Útiloka þarf í byrjun alvarlegustu áverkana áður en sár eru hreinsuð og saumuð. Sum beinbrotanna kalla á skurðaðgerðir. Heilaáverkarnir eru oftast sem betur betur “aðeins slæmur heilahristingur”, þökk sé reiðhjólahjálmunum í flestum tilvikum og sem verja nokkuð vel það viðkvæmasta, heilann í okkur. Fátt hlífir mænunni nema sjálf hryggsúlan og sem stundum brotnar.

Sumur hljóta líka alvarlega innvortis áverka, loftbrjóst tengt rifbrotum og innvortis blæðingar tengt t.d. drofi á milta eða lifur. Sumir slasaðir ná sér aldrei til fulls og sitja uppi með varanlegan skaða og verri almenna heilsu í kjölfarið. Miklu verri heilsu en þegar af stað var farið í hjólatúrinn „góða“ upphaflega.

Alvarlegir áverkar og þá auðvitað undanskildar vægar tognanir í háls og baki, eru sjaldséðir áverkar eftir bifreiðaárekstra hverskonar í borgarumferðinni. Þökk sé öruggum bílum og bílbeltunum ásamt loftpúðunum. Áverkar sem eru þó vel skráðir vegna bótaskyldu tryggingafélaga og vegna lögregluskýrslugerðar sem misfarast oft í venjulegum hjólaslysum og einn á í hlut. Sennilega skipta reiðhjólaslysin sem leitað er með til BMT og heilsugæslu, þúsundum á ári hverju. Minnstu hjólaslysin skila sér hins vegar ekki til læknis eins og gefur að skilja, þ.á.m. vægari höfuðhögg barna sem samt geta haft alvarlegar afleiðingar. Hlutfallslega miðað við akstur í bíl er slysaáhættan á reiðhjóli sennilega a.m.k. hundraðföld.

Vissulega eru hjólreiðar góðar fyrir líkamlega heilsu þegar allt gengur vel. Hreyfingaleysi er enda mikið tengt lífstílssjúkdómunum svokölluðum. Ofþyngd, sykursýki, æðakölkun, hjarta- og heilablóðföllunum svo það helsta sé nefnt, jafnvel sem óbein áhætta á að þróa með sér krabbamein. Önnur hreyfing en hjólreiðar við vafasamar aðstæður getur auðvitað komið að miklu gagni. Tímaleysi er hins vegar mikil undirliggjandi ógn í nútíma þjóðfélagi og þar sem margir hjólreiðamenn sjá sér leik á borði til að snúa á. Og vissulega er útiveran hressandi og afslappandi á margan hátt. En hvað með aðra hættuminni hreyfingu eins og t.d. bara göngur, hlaup og sund sem taka oft aðeins meiri tíma. Eða ástund flesta annarra íþrótta almennt þar sem hjólreiðar eru einna áhættusamastar allra. Eðlisfræðin með sínum fallhraða og þunga er auðvitað aldrei undanskilin þegar um áverka er að ræða og sérstaklega þar sem hausinn er of fyrstur að skella niður í jörðina eða á aðskotahluti sem á vegi hans verður.

Umræðan um árið þegar sumir mæltust til að lögleiða hjálmanotkun litaðist á eftirminnilegan hátt hins vegar í afneitun margra hjólreiðakappa og jafnvel í samtökum þeirra. Að verið væri að stilla upp hjólreiðum sem hættulegri athöfn sem drægi úr áhuga. Lögleiðing reiðhjálma er engu að síður staðreynd hvað börnin varðar og sem talar sínu máli og ekki bara frauðplastkubbur á haus eins og sumir hafa sagt, jafnvel núverandi þingmaður. Þá heyrðust líka raddir að hjálmar gæfu falkst öryggi. T.d. gefið bílstjórum vísbendingu að hjólreiðarmaðurinn væri betur varinn en hann í rauninni er og að ekki þyrfti að taka jafn mikið tillit til hans í umferðinni eða við framúrakstur. Í raun svipuð ómarkviss rök og þegar sumir reiðhjólamenn sem fara geyst vilja ekki trufla gangandi eða aðra hjólandi vegfarendur á göngustígnum með bjölluhringingu á síðustu stundu. Ofuráherslur á hjálmanotkun og bjölluhringingar skemmi ímyndina á hinni heilsusamlegu hjólreiðum..

Hjólreiðar við góðar og öruggar aðstæður og þegar hjólið sjálft er eins örugg og verða má og slysahættan í lágmarki, er flestum til gagns og skemmtunar. Ef aðstæður eru slæmar, öryggisþáttum ábótavant eða að hjólreiðamaðurinn sé mest í kappi við sjálfan tímann, geta hjólreiðar verið stórhættulegar og sem við sjáum því miður nú tengt samgönguáætlunum í Reykjavík og nágrennis. Hjólreiðamanninum sjálfum og öðrum saklausum vegfarendum sem á veigi hans kann að verða þá oft til skaða.

Á annað þúsund misalvarleg reiðhjólaslys á ári

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Íþróttir · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag · útivist

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn