Mánudagur 09.12.2019 - 14:32 - FB ummæli ()

Er gamli Landspítalinn of dýr fyrir þjóðina?

Á ganginum

Hver er í raun stefna stjórnvalda í dag til í að styrkja Landspítalann og sem daglega er í fréttum vegna alvarlegs rekstravanda og niðurskurðaráforma? Íslendingar veita minnst norðurlandaþjóða af opinberu fé til heilbrigðismála, þar á meðal til heilsugæslu og minna og minnkandi en meðaltal jafnvel allra OECD ríkja sl. áratug!! Þrátt fyrir að vera fámenn og dreifbýl þjóð og sem ætti undir venjulegum kringumstæðum að réttlæta hlutfallslega hærri kostnað í rekstri heilbrigðiskerfisins en hjá öðrum þjóðum sem við viljum bera okkur saman við.

Allir geta séð ástandið t.d. í bráðaþjónustunni okkar á BMT LSH. Þar fer álagið sífellt vaxandi vegna mikils yfirfæðis aðsóknar og ekki síður fráflæðisvanda vegna skorts á sjúkrarúmum á deildum spítalans og jafnvel 30-50 sjúklingar bíða dögum saman á göngum deildarinnar efir innlagnaplássi, flest eldra fólk. Mest vegna þess að starfsfólk vantar á öðrum deildum spítalans (hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða) til að halda deildunum að fullu opnum. Álagið á starfsfólk er oft á tíðum ómanneskjulegt. Og til skapa en fleiri biðpláss eftir innlögnum er m.a. búið að taka ákvörðun að sameina deildina G3 á BMT LSH og flestir þekkja sem gömlu Slysó, við deildina niðri á G2 og fá þannig fleiri rúmapláss. Á deild sem er ætlað til skyndigreiningar og meðferðar á bráðsjúkum og slösuðum, ekki sem “innlagnadeild” til frekari sjúkdómsgreingar, meðferðar og endurhæfingar og sem tilheyra auðvitað allt öðrum sviðum læknisfræðinnar!!!

Þannig verður nú að skera niður venjulega slysa- og bráðaþjónustu eins og við þekkjum hana flest, ekki síst fjölskyldufólk, á gömlu góðu Slysó. Til að geta einfaldlega stækkað stíflulónið Í fráflæðisvandanum og ekki einu sinni nýr spítali sem verið er að byggja kemur til með að leysa nema að litlu leiti. Mikið frekar fleiri hjúkrunarheimili sveitafélaganna.

Stofnkostnaður upp á 100 milljarða króna á hins vegar nýju löngu tímabæru góðu hátæknisjúkrahúsi til framtíðarinnar, ætti auðvitað alls ekki að vera reiknaður inn í árlega fjárveitingu til Landspítalans sérstaklega. Miklu heldur til hins opinbera hlutafélags Nýs Landspítala ohf. og sem farið hefur sínar eigin leiðir í byggingaáformunum og sem á ekkert skilt við daglegan rekstur Landspítalans, en sem að lokum tekur við rekstri bygginganna og framkvæmdunum sjálfum lokið. Heldur ekki í fjárveitingingum í fjárlögum til heilbrigðismála sérstaklega og árlegar tölur OECD miðast t.d. jú við. Ekkert heldur frekar í raun en fjárveitingar til annarra opinberra hlutafélaga eins og t.d. RÚV ohf. og sem ekki flokkast undir neina beina heilbrigðisþjónustu. Að örum kosti verður Nýr Landspítali ohf. enn frekari dragbýtur á rekstrarþáttum heilbrigðisþjónustunnar allrar komandi ár og löngu áður en hann kemur að nokkru gagni sem slíkur. Hvað árlegan rekstur Landspítalans sjálfs hins varðar, aukið rekstrarfjársvelti, niðuskurð á þjónustu og minni mannauðsuppbyggingu til framtíðar.

https://www.ruv.is/frett/uppsagnir-a-landspitala-vegna-nidurskurdar

https://www.dv.is/eyjan/2019/12/5/island-setur-minnstan-pening-heilbrigdismal-og-rukkar-minnst-fyrir-thjonustuna-af-nordurlondunum/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn