Færslur fyrir flokkinn ‘Spaugilegt’

Föstudagur 12.10 2018 - 18:47

Allar bjargir bannaðar?

  Raunveruleg ný hættuvá er komin upp gagnvart lýðheilsunni á Íslandi og mögulega nýjum dýrasmitsjúkdómum sem berast munu til landsins með fersku innflutti kjöti frá Evrópu. Með markmiðum Samtaka verslunarinnar á Íslandi, vegna gróðasjónarmiða en undir formerkjum neytendhagsmuna og „neytendaverndar“, en viðspyrnuleysi Ríkisstjórnar Íslands. Vegna markaðsákvæða ESB landa og EFTA dómstóllinn úrskurðaði sl. vetur að […]

Mánudagur 11.04 2016 - 23:15

Kálfanes á Ströndum

Nú ég staddur við læknisstörf norður á Ströndum, nánar tiltekið Hólmavík. Það var einkennilegt síðan að fylgjast með umræðunni í fjölmiðlum sl. þriðjudag langt norður í Árneshreppi þegar ég átti þangað leið í blíðskapa veðri. Náttúran á Ströndum í öllu sínu veldi og snjór á Veiðileysuhálsi. Í Norðurfirði í hádegismatnum hjá Margéti Jónsdóttur og Gunnsteini […]

Föstudagur 11.07 2014 - 12:01

Útlit, innlit

Endurbirti hér bloggfærslu úr blogginu mínu hjá DV, Tifandi tímabombur,  þar sem ég hef áður fjallað um skild mál á Eyjunni sl. ár, í umræðunni um sýklalyfjaónæmi og sýkingarhættu tengt notkun aðskotahluta hverskonar, í okkur og á og mikið er nú í tísku. Tilbúið heilbrigðisvandamál tengt einni mestri heilbrigðisógn samtímans. Í umræðunni um lífstílstengda sjúkdóma, gleymist oftast […]

Sunnudagur 14.07 2013 - 22:35

Einkavæðing heilbrigðiskerfisins eins og í Bretlandi, úr öskunni í eldinn?

Áður en heilbrigðisráðherra ákveður að einkavæða heilbrigðiskerfið á litla Íslandi, væri gott fyrir hann að kynna sér til hlítar afleiðingar aukinnar einkavæðingar heilbrigðiskerfis Breta, NHS þar sem nú mikil óánægja ríkir með skertara aðgengi að bráðaþjónustu hverskonar en áður var og ásakanir eru um að kerfið og sparnaðarkrafan verji frekar afkomu lækna og heilbrigðisstarfsfólks, en […]

Miðvikudagur 29.12 2010 - 12:36

„Ekki er kyn þótt keraldið leki“

Í lok árs er gott að rifja upp þann atburð sem valdið hefur manni mestum heilabrotum og undrun. Í gamla daga kunnu menn að lýsa því sem fyrir augu bar. Ekki síst þegar framkvæmdir höfðuðu til almennrar þekkingar og verkvits en sem í dag kallar á verkfræðikunnáttu. Þrýstingur landsbyggðarpólitíkusa við gæluverkefni sín er sjálfsagt að einhverju leiti […]

Miðvikudagur 28.04 2010 - 16:34

Hjarðáhrif og hjarðónæmi

Ég hlustaði á athyglisvert viðtal við Dr. Huldu Þórisdóttur, félagssálfræðing í mannlegri hegðun í gær, í Kastljósþætti RÚV. Þar var fjallað um hugsanlegar skýringar á því sem gerðist fyrir hrun og sem reyndar var komið inn á í siðferðiskafla Rannsóknarskýrslu Alþingis. Hjarðhegðun var mikil hjá einsleitinni og fámennri þjóð sem auk þess var stoltust allra Evrópuþjóða. Það var […]

Þriðjudagur 27.04 2010 - 23:17

Leggjumst nú öll undir feld

Á köldum vormánuði þegar öskuský liggur yfir landinu og allt flug liggur niðri um ótiltekinn tíma er sennilega best að leggjast undir feld eins og Þorgeir Ljósvetningagoði gerði þegar hann þurfti að hugsa sitt ráð. Nóg er af vandamálum fyrir alla. Forsetinn hefur þó þrátt fyrir allt verið að reyna að blása í menn kjark og […]

Sunnudagur 18.04 2010 - 10:30

Þegar flugið bregst heiminum

Endalausar fréttir eru nú á erlendum fréttastöðvum hvernig Ísland heldur Evrópu í heljargreipum eftir dómsdaginn fræga í síðustu viku.  Ástandið hefur ekki verið alvarlegra á friðartímum hvað samgöngur snertir. „Og himnarnir urðu dökkir sem nótt á miðjum degi“. Reiði guðs hefði verið sagt á tímum gamla testamentisins eins og þegar syndarflóðið varð. Eins og þá […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn