Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 14.04 2011 - 10:24

Ísland er ekki Grikkland

Rétt eftir hrunið sagði fjármálaráðherra Grikklands að „Grikkland væri ekki Ísland“ og gaf í skyn að hlutirnir gætu aldrei orðið eins slæmir í Grikklandi og Íslandi.  Í dag er Grikkland í mun verri stöðu en Ísland.  Lánshæfið hjá Moody’s er löngu komið niður í ruslaflokk og vel það. Aðalmunurinn á Grikklandi og Íslandi, er að […]

Þriðjudagur 12.04 2011 - 12:34

Efnahagsbati að dönskum hætti

Efnahagsspá Danske Bank er um margt athyglisverð.  Þar kemur skýrt fram að hagkerfi Íslands er að aðlaga sitt hratt að hagkerfum ESB landanna.  Framtíðin mun eins og í mörgum ESB löndun einkennast af hægum hagvexti, lágu og stöðugu verðlagi, hóflegum launahækkunum og miklu atvinnuleysi.  Það er einkum spáin um atvinnuleysi upp á 10% sem er […]

Mánudagur 11.04 2011 - 13:47

Svíar hafa „Nei“ boltann

Svo virðist sem sænska ríkisstjórnin ráði nú örlögum Íslands hvað varðar aðgang og kjör að erlendum fjármálamörkuðum.  Matsfyrirtækin benda á AGS, sem aftur bendir á hin Norðurlöndin sem síðan bíða eftir Svíum. Það má því með sanni segja að til skemmri tíma litið sé fjárhagslegt sjálfstæði Íslands meir í höndum Rigsdagen en Alþingis.  Það þarf […]

Sunnudagur 10.04 2011 - 07:53

Noregur er sigurvegarinn

Hinn raunverulegi sigurvegari í þessari Icesave kosningu er ekki Ísland heldur Noregur.  Eftir þessar kosningar mun akkurat ekkert gerast.  Ungt og athafnamikið fólk getur ekki beðið lengur eftir spennandi tækifærum sem gefur þeim dýrmæta starfsreynslu og möguleika á að byggja upp sparnað í alvörugjaldmiðli.  Ungt fólk hefur ekki sömu þolinmæði og staðnað miðaldra fólk.  Nei, […]

Föstudagur 08.04 2011 - 08:07

Hverfur Icesave við „Nei“?

Margir  virðast halda að ef við aðeins segjum „Nei“ þá muni Icesave skuldbindingin hverfa.  Er það skynsamleg ályktun? Varla. Hér er um alþjóðlega deilu að ræða sem ekki verður leyst einhliða af öðrum aðilanum.  Það er því hæpið að álykta að skuldbinding íslenska ríkisins hverfi ef sagt er „Nei“ og að aðgangur að fjármagni batni og að […]

Mánudagur 04.04 2011 - 10:23

Nei Icesave = Já ESB

Nei við Icesave flýtir fyrir Já við ESB.  Hvers vegna?  Jú, því að með Nei við Icesave mun ekkert gerast, hagvöxtur, atvinnuleysi, höft og laun standa bara í stað.  Það er ekki víst að Bretar og Hollendingar vilji fara í mál, þeir munu einfaldlega segja að „Nei“ sé íslenskt vandamál sem Íslendingar verði að leysa […]

Þriðjudagur 29.03 2011 - 16:43

„Fjármál OR í rúst“

Hér er færsla um OR sem ég skrifaði 21. ágúst 2009. ———— Það verðu ekki annað sagt en að fjármál OR séu ein rjúkandi rúst. Rekstrartekjur fyrri hluta árs námu 11.925 milljónum króna, EBITDA var 5.692 milljónir króna en fjármagnsliðir voru neikvæðir um 14.132 milljónir króna á tímabilinu.  Heildarskuldir fyrirtækisins þann 30. júní 2009 voru […]

Mánudagur 28.03 2011 - 11:43

Icesave vinklar

Ég hef ekki bloggað um nokkurt skeið vegna anna.  En nú gefst staður og stund til að hripa niður nokkra punkta um vinkla sem vert er að viðra í þessari dæmalausu Icesave umræðu. 1.  Erlend fjármögnun Mikið er rætt um hvort niðurstaðan úr Icesave kosningunum muni hafa áhrif á aðgang Íslendinga að erlendum fjármagnsmörkuðum.  Íslenskir […]

Laugardagur 01.01 2011 - 11:53

2011: Íbúðaverð hækkar

Búast má við að verð á 60-120 fm íbúðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningssamgöngur eru góðar muni hækka talsvert á næstu árum.  Minni kaupmáttur og gjaldeyrishöftin munu sjá til þess, hversu öfugsnúið sem það hljómar. Vegna gjaldeyrishaftanna og skuldavanda atvinnulífsins eru ríkistryggð bréf í raun eini fjárfestingarkosturinn hér á landi.  Ávöxtunarkrafan er þegar komin langt […]

Fimmtudagur 30.12 2010 - 10:48

Neysla leyfð – sparnaður bannaður!

Það eru ekki miklar umræður á Íslandi um sparnað einstaklinga enda snýst allt um skuldir og afskriftir.  Það vill oft gleymast að krónan með sínum höftum mun verða næstu kynslóð ótrúlega dýr þegar kemur að sparnaði, sérstaklega lífeyrissparnaði.  Íslendingar hafa ekki sömu möguleika að dreifa áhættu og leita betri ávöxtunar, og þjóðir sem búa við […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur