Færslur fyrir mars, 2013

Mánudagur 25.03 2013 - 20:01

Betra peningakerfi – Spjall við Frosta

Í nokkurn tíma hafa verið í gangi athyglisverðar hugmyndir um að taka upp heildarforðakerfi í peningamálum hér á landi. Þessar hugmyndir snúast í grófum dráttum um að einkabankar hætti að búa til innistæður gegn veði og að þetta vald verði í höndum Seðlabanka Íslands sem síðan veiti fjármagni áfram til annarra fjármálastofnanna. Þessar hugmyndir eru kynntar ítarlega […]

Föstudagur 22.03 2013 - 06:41

Penni og skrifblokk í boði ESB!!!

Líkt og fram hefur komið er ég staddur ásamt nokkrum ESB andstæðingum í Brussel. Í ferðinni höfum við m.a. kynnt þá miklu andstöðu sem er við ESB aðild á Íslandi, farið yfir stöðu aðildarviðræðanna og leitað svara við ýmsum spurningum sem hafa verið í umræðunni á Íslandi. Svo vill til að á sama tíma og […]

Miðvikudagur 20.03 2013 - 17:34

NeiESB.is – Nýr fréttavefur

Óska ESB andstæðingum til hamingju með nýjan fréttavef sem var opnaður í dag undir yfirskriftinni Nei við ESB (www.neiesb.is). Með þessu verkefni er ætlunin að sameina fréttir og viðburði undir einu merki. Að þessu verkefni standa Heimssýn, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB, […]

Mánudagur 18.03 2013 - 14:12

Flugvöllurinn áfram í Vatnsmýrinni

Reykjavíkurflugvöllur hefur verið talsvert í umræðunni undanfarið eftir að opinberaðir voru samningar um sölu ríkisins til Reykjavíkurborgar á 112.000 fermetrum í Vatnsmýrinni og að þar eigi að rísa 800 íbúðir. Þetta sýnir hver pólitískur vilji ýmissa stjórnmálaflokka er í þessu máli og þetta er óumdeilanlega fyrsta skrefið í því að flytja flugvöllin úr Vatnsmýrinni. Staðsetning hans […]

Sunnudagur 17.03 2013 - 21:40

Fyrsta færslan – Afnám verðtryggingar o.fl.

Þetta er fyrsta færslan á þessa nýju bloggsíðu en hér er ætlunin að ég að blogga um hin ýmsu mál. Eðli málsins samkvæmt verður bloggsíðan lituð af stjórnmálum. En lífið er fleira en pólitík og ég ætla að leggja áherslu á að hafa þessa bloggsíðu sem fjölbreyttasta. Fylgist endilega með 🙂 Í þessari fyrstu færslu […]

Höfundur

Ásmundur Einar Daðason
Félags- og barnamálaráðherra
RSS straumur: RSS straumur