Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Mánudagur 13.04 2015 - 09:15

Er Einar Steingrímsson á móti menntun leikskólakennara?

[Þessi pistill birtist fyrst í Kvennablaðinu í gær] Í aðdraganda rektorskjörs í HÍ hefur eitt og annað sem ég hef sagt á Facebook verið dregið fram og rætt á netinu og víðar. Mér finnst bæði sjálfsagt og nauðsynlegt að fólk sem situr í valdastöðum eða sækist eftir því þurfi að standa fyrir máli sínu, jafnvel […]

Fimmtudagur 09.04 2015 - 10:15

Þversagnir og staðreyndaförðun í Háskóla Íslands

[Þessi pistill birtist fyrst í Kvennablaðinu í gær] Ég er stundum skammaður fyrir að skamma Háskóla Íslands of mikið, og sumir velta því fyrir sér af hverju ég sé að sækja um starf við skóla sem ég finni allt til foráttu. Nú er það reyndar svo að ég er alltaf að benda á að í […]

Þriðjudagur 07.04 2015 - 22:15

Afsökunarbeiðni vegna ranghermis

Í tveimur pistlum sem birtust 14. október 2013 og 21. janúar 2014, fór ég með rangt mál um samband Háskóla Íslands og forstjóra Hjartaverndar, Vilmundar Guðnasonar.  Vilmundur er einn af öflugustu vísindamönnum landsins, og því mikill fengur fyrir HÍ að hafa í sínum röðum, en það sem ég sagði um ástæður ráðningar hans til skólans […]

Miðvikudagur 25.02 2015 - 10:57

Fjármögnun Háskóla Íslands

[Þessi grein birtist fyrst í Kvennablaðinu 24. febrúar] Í fréttum RÚV í gærkvöldi  (byrjar á 5:53) töluðu bæði forseti læknadeildar Háskóla Íslands, Magnús Karl Magnússon, og háskólaráðsmaðurinn Jakob Ó. Sigurðsson um bága fjárhagsstöðu skólans, og Magnús talaði um að það þyrfti að endurfjármagna háskólakerfið í heild sinni og að þetta þyrftu frambjóðendur til rektors HÍ […]

Þriðjudagur 24.02 2015 - 10:15

Góð háskólakennsla og slæm

[Þessi grein birtist fyrst í Kvennablaðinu 23. febrúar] Líklega hafa allir sem gengið hafa í háskóla kynnst bæði góðri og slæmri kennslu. Það er reyndar einstaklingsbundið hvað hentar hverjum nemanda best, og sömuleiðis geta kennarar átt auðveldara með að gera góða hluti með einni aðferð frekar en annarri. Þó eru til kennsluaðferðir sem mér finnst […]

Fimmtudagur 12.02 2015 - 09:15

Sæki um starf rektors við Háskóla Íslands

Ég hef ákveðið að sækja um stöðu rektors við Háskóla Íslands. Ástæðan er sú að ég þykist vita hvernig hægt væri að bæta skólann til muna, í samræmi við yfirlýsta stefnu hans, og því finnst mér sjálfsagt að bjóðast til að leiða slíkt breytingastarf. Það eru starfsmenn og stúdentar háskólans sem velja rektor, og af […]

Fimmtudagur 29.01 2015 - 10:15

Réttleysi fátækra og tilfinningarök — Auði svarað

[Þessi grein birtist fyrst í Kvennablaðinu 28. janúar] Auður Styrkársdóttir skrifaði í gær grein í Kvennablaðið sem hún nefnir „Rangfærslur um kosningaréttinn“ og telur sig þurfa að „leiðrétta það sem rangt er farið með“ í grein eftir Steinunni Ólínu og annarri eftir mig, um kosningarétt kvenna og karla. Það eina sem hún fjallar um í […]

Föstudagur 23.01 2015 - 10:15

Hvenær fengu karlar kosningarétt?

[Þessi grein birtist fyrst í Kvennablaðinu 22. janúar] Flestir vita núorðið að konur fengu kosningarétt til þings, án annarra takmarkana en við aldur, árið 1915. Svo mikið hefur verið talað um þetta síðustu mánuðina (og reyndar í langan tíma áður) að það hefur varla farið fram hjá nokkurri manneskju sem fylgist með. Allir „vita“ núorðið […]

Miðvikudagur 17.12 2014 - 10:15

Bænafólk og mannréttindi

Sumt fólk telur að Tony Omos eigi ekki að fá landvistarleyfi á Íslandi, af því að sé hann ekki örugglega sekur, þá sé að minnsta kosti líklegt að hann sé sekur um glæpi (og það fólk virðist engu máli skipta að engar áreiðanlegar vísbendingar séu um það). Þetta fólk telur að mannréttindin sem flóttafólk á almennt […]

Fimmtudagur 27.11 2014 - 10:15

Spilling bak við leynd í Stjórnarráðinu?

[Þessi grein birtist fyrst í Kvennablaðinu í gær] Í tveimur greinum síðustu daga (hér og hér) hef ég sagt frá tilraunum mínum til að fá upplýsingar um á hvaða forsendum stjórn Rekstrarfélags stjórnarráðsins tók þá ákvörðun að segja upp sautján ræstingakonum, sem þrifið hafa hin ýmsu ráðuneyti í mörg ár, og bjóða verkið út. Eftir […]

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur