Færslur með efnisorðið ‘Þingræði’

Fimmtudagur 23.06 2011 - 23:27

Ráðherra sé ekki þingmaður – og hvað svo?

Eitt af því sem við í stjórnlagaráði ræðum um þessar mundir er hvort ráðherrar skuli vera utanþingsmenn eður ei; ekki virðist raunar ágreiningur um að á meðan ráðherrar gegni því embætti skuli ráðherrar ekki sitja á Alþingi sem alþingismenn – sem hingað til. Sem ráðherrar eigi þeir þá samkvæmt nýju stjórnarskránni að mæta á fund Alþingis […]

Föstudagur 10.06 2011 - 21:10

Fimmskipting ríkisvaldsins

Furðu margir eru enn fastir í þeirri yfir 200 ára gömlu hugmynd Montesquieu að ríkisvaldið sé þríþætt: löggjafarvald dómsvald framkvæmdarvald. Tveir valdþættir mega ekki gleymast Þetta er í sjálfu sér rétt – svo langt sem það nær; a.m.k. tveir valdþættir gleymast hins vegar – og þá á ég ekki við það sem stundum er kallað […]

Miðvikudagur 18.05 2011 - 23:56

Sannleiksskylda ráðherra

Í valdþáttanefnd stjórnlagaráðs,  nefnd B, höfum við undanfarið unnið að tillögum að því hvernig efla má Alþingi sem handhafa löggjafarvalds og sem eftirlitsaðila gagnvart ráðherrum sem aðalhandhöfum framkvæmdarvalds. Hið fyrra verður á ráðsfundi á morgun lagt fram til afgreiðslu í áfangaskjal og hið síðara til kynningar. Sannleiksskyldu skortir í stjórnarskrá Varðandi eftirlitsvaldið höfum við rætt […]

Þriðjudagur 17.05 2011 - 23:57

Norska, sænska eða íslenska leiðin?

Í dag er 17. maí – og þá verður mér gjarnan hugsað til Noregs; þar gildir sú sérstaka regla að ekki er heimilt að rjúfa löggjafarþingið, Stortinget, eins og yfirleitt er hægt í þingræðisríkjum á borð við þau sem við sækjum okkar fyrirmyndir. Í þingrofi felst að kjörtímabil (hér: 4 ár) er stytt og boðað […]

Mánudagur 16.05 2011 - 23:58

Hver á að semja frumvörpin?

Í valdþáttanefnd stjórnlagaráðs, nefnd B, brjótum við þessa dagana heilann um hvernig unnt er að færa stefnumótandi frumkvæði til Alþingis og fastanefnda þess en tryggja um leið að frumvörp og önnur þingmál séu samin af þeirri sérfræðiþekkingu sem nauðsynleg er. Um þetta höfum við rætt og hugsað – bæði í nefndinni og í stjórnlagaráði – […]

Miðvikudagur 11.05 2011 - 23:55

Hvernig efla skal Alþingi

Á morgun, fimmtudag, verður í stjórnlagaráði umræða um verkefni okkar í valdþáttanefnd (B), sem fjallar um löggjafarvaldið og framkvæmdarvaldið – þ.m.t. hlutverk og stöðu forseta. Fyrir utan stutta skýrslu frá nefnd um dómsvaldið o.fl. (C) og afgreiðslu á breyttum tillögum nefndar um mannréttindi o.fl. (A) verður þetta aðalefni fundarins: Tillögur um eflingu löggjafarvalds gagnvart framkvæmdarvaldi […]

Miðvikudagur 27.04 2011 - 17:30

Forsetaræði eða þingræði

Nefndir stjórnlagaráðs eru komnar á fullt; þær eru þrjár og mætti miðað við megin viðfangsefni þeirra e.t.v. nefna þær  mannréttindanefnd (A), valdþáttanefnd (B) og lýðræðisnefnd (C).   Verkefni „valdþáttanefndar“ Ég sit í nefnd B ásamt sjö öðrum ráðsfulltrúum en hún hefur þessi viðfangsefni: Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar, hlutverk og staða forseta Íslands, hlutverk og störf Alþingis, […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur