Færslur með efnisorðið ‘Beinna lýðræði’

Fimmtudagur 23.06 2011 - 23:27

Ráðherra sé ekki þingmaður – og hvað svo?

Eitt af því sem við í stjórnlagaráði ræðum um þessar mundir er hvort ráðherrar skuli vera utanþingsmenn eður ei; ekki virðist raunar ágreiningur um að á meðan ráðherrar gegni því embætti skuli ráðherrar ekki sitja á Alþingi sem alþingismenn – sem hingað til. Sem ráðherrar eigi þeir þá samkvæmt nýju stjórnarskránni að mæta á fund Alþingis […]

Þriðjudagur 21.06 2011 - 23:59

Óska eftir samtali

Nú eru innan við sex vikur þar til stjórnlagaráð á að hafa lokið störfum; nú nálgumst við í ráðinu lokafasann þar sem í ríkari mæli er leitað utanaðkomandi álits frá slíkum aðilum. Margir möguleikar eru á áhrifum – eins og ég hef áður skrifað um. Samræðan er þó mikilvæg. Ég hef – með takmörkuðum árangri […]

Mánudagur 20.06 2011 - 21:54

Hver ræður?

Um daginn hitti ég alþingismann á förnum vegi á hátíðarstundu. Eftir kurteislegar kveðjur á báða bóga spurði þingmaðurinn hvernig okkur í stjórnlagaráði gengi – og svo hvort fyrir lægju hugmyndir um málsmeðferð tillagna okkar og hverjar þær væru. Ég svaraði því til, eins og ég hef jafnan gert, að ég teldi víst – eins og […]

Fimmtudagur 16.06 2011 - 23:50

Sjálfdæmi Alþingis afnumið

Um leið og ég óska landsmönnum öllum til hamingju með 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar forseta vil ég upplýsa að á afar efnismiklum og góðum fundi í stjórnlagaráði í dag lagði ég ásamt nokkrum félögum fram breytingartillögu við eftirfarandi tillögu úr nefnd stjórnlagaráðs (C) sem fer með lýðræðismál o.fl.: Stjórnarskrárbreytingar Til þess að frumvarp til […]

Miðvikudagur 01.06 2011 - 07:00

Status quo í sambandi ríkis og kirkju

Í þessari viku er fjallað í nefnd (A) stjórnlagaráðs um mannréttindi o.fl. um tengsl ríkis og kirkju. Sjálfur er ég ekki í þeirri nefnd og er auk þess fjarverandi nú en árétta mína afstöðu sem ég lýsti hér í ítarlegu máli og með rökstuddum hætti – en þess má geta að engin bloggfærsla mín fékk […]

Þriðjudagur 31.05 2011 - 07:00

Fjármál stjórnmálaflokka í stjórnarskrá

Eitt eigum við eftir að ræða í stjórnlagaráði; það er hvort og hvernig tekið verði á fjármálum stjórnmálaflokka í stjórnarskrá. Þrjár ástæður – hið minnsta Um það gildir hið sama og um kosningakerfi fyrir alþingiskosningar og þvíumlíkt að þingmenn og stjórnmálaflokkar eru ófærir til þess að sinna því brýna verkefni. Það má sjá af þrennu […]

Fimmtudagur 26.05 2011 - 23:57

Takmörk við þrásetu ráðherra

Eitt af mörgum stórum – og smærri – umbótamálum sem við í stjórnlagaráði ræddum í dag var að takmarka bæri í stjórnarskrá hve lengi ráðherra mætti sitja í embætti. Tillaga okkar til kynningar hljóðaði svo: Enginn getur setið í embætti forsætisráðherra lengur en 10 ár samtals. Sú tillaga er í samræmi við ein skýrustu skilaboðin […]

Miðvikudagur 25.05 2011 - 23:59

Nú er tækifærið

Gaman er að vita til þess að mikill fjöldi erinda hefur borist stjórnlagaráði. Sjálfur er ég enn á eftir með lesturinn – enda er þetta hörkuvinna – en mun lesa þau öll; erindin berast í viðeigandi nefnd og fá umfjöllun þar ef ekki svar. Á morgun er mikilvægur fundur í stjórnlagaráði þar sem meginatriði varðandi […]

Þriðjudagur 24.05 2011 - 23:32

Manna-, nútíma-, laga- eða stefnumál

Er við í stjórnlagaráði semjum tillögur að nýrri stjórnarskrá – í stað þeirrar sem gilt hefur, lítt breytt, í mannsaldur frá lýðveldisstofnun 1944, og að stofni til í tvo mannsaldra frá 1874 – er eitt mikilvægasta atriðið hvernig orða á hlutina og til hvers. Mannamál, já… Ég er meðvitaður um eftirfarandi: Almenn og líklega langvinn […]

Þriðjudagur 17.05 2011 - 23:57

Norska, sænska eða íslenska leiðin?

Í dag er 17. maí – og þá verður mér gjarnan hugsað til Noregs; þar gildir sú sérstaka regla að ekki er heimilt að rjúfa löggjafarþingið, Stortinget, eins og yfirleitt er hægt í þingræðisríkjum á borð við þau sem við sækjum okkar fyrirmyndir. Í þingrofi felst að kjörtímabil (hér: 4 ár) er stytt og boðað […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur