Færslur fyrir október, 2009

Laugardagur 31.10 2009 - 11:54

Varist vinstri slysin…

Allt frá því að ég byrjaði að fylgjast með stjórnmálum, sem hefur líklega verið þegar ég var 10-11 ára, hef ég tekið eftir því að flestir þeir sem hneigjast til vinstri vilja meina, að hvergi nokkurstaðar hafi fyrirmyndarríki sósíalista raunverulega verið myndað, nema þá um örskamma hríð. Sömuleiðis heyrði ég á mínu sósíalíska æskuheimili, að […]

Fimmtudagur 29.10 2009 - 20:57

Minnir mig á Austur-Þýskaland…

Það var athyglisvert að hlusta á þá Mörð Árnason, fyrrverandi þingmann, og Gylfa Arnbjörnsson, forseta Alþýðusambands Íslands, þrátta í Kastljósinu núna áðan. Þetta kemur til viðbótar við gagnrýni Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns VG, á Gylfa fyrr í dag. Það mislíkar ríkisstjórnarflokkunum auðsjáanlega, hversu vel fer á með Alþýðusambandinu  og Vilhjálmi Egilssyni hjá Samtökum atvinnulífsins og […]

Fimmtudagur 29.10 2009 - 07:35

Er ekki samt komið nóg komið af Davíð…

Ég ætla að byrja á að taka fram, að enn þann dag í dag tel ég að Davíð Oddsson sé einn merkilegasti stjórnamálamaður, sem við Íslendingar höfum átt. Ég tel að tímabilið 1991-2004 hafi verið eitt glæsilegasta tímabil Íslandssögunnar, þótt vissulega hafi afdrifarík mistök verið gerð við einkavæðingu bankanna og þegar Íslendingar tóku upp fljótandi […]

Mánudagur 26.10 2009 - 21:50

Sekir eða saklausir – hver axlar ábyrgðina?

Í dag fór ég allt í einu að velta því fyrir mér því erfiða hlutverki, sem sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, er í. Það sama gildir auðvitað um formann rannsóknarnefndar Alþingis, dr. Pál Svein Hreinsson, hæstaréttardómara, fyrrverandi prófessor og deildarforseta lagadeildar Háskóla Íslands. Báðir eru þetta að mínu mati valinkunnir menn, sem þjóðinni er óhætt […]

Mánudagur 26.10 2009 - 07:54

Ríkisstjórn í gíslingu öfgahópa

Í annað skipti á einu ári megum við upplifa, hvernig ríkisstjórn landsins er haldið í gíslingu af sama fólkinu. Þarna er ég að tala um ákveðin „element“ innan VG, sem bæði Vinstri Græn og Samfylkingin óttast eins og pestina. Þessi „element“ eru m.a. félagar „Saving Iceland“ og ýmsar „grúpperingar“ stjórnleysingja og fólks svo langt til […]

Sunnudagur 25.10 2009 - 10:15

Uppsögn sálfræðilega samningsins

Þann 15. október var ég á mjög góðum fundi á Grand hótel á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félags forstöðumanna ríkisstofnana, þar sem stjórnendur hjá hinu opinbera, áhugafólk og fræðimenn um opinbera stjórnun og stefnumótun o.fl. veltu fyrir sér, hvernig varðveita megi góðan starfsanda hjá hinu opinbera á tímum svo mikils niðurskurðar. Það kom […]

Laugardagur 24.10 2009 - 14:52

Ég vil nýja Viðreisnarstjórn

Ég var að koma af hefðbundnum morgunfundi sjálfstæðismanna í Duus húsum í Keflavík, sem eru um margt merkilegir, ekki síst fyrir það að hafa verið haldnir hvernig sem viðrar og sama upp á hvaða dag þeir báru á hálfsmánaðarfresti allt frá árinu 2000. Fundirnir, sem eru orðnir um 750 talsins, eru ekki mjög formlegir og […]

Föstudagur 23.10 2009 - 20:11

Kommarnir ætla ekki að selja…

Mér sýnist að þjóðin sé heldur betur að vakna til lífsins og hún á eftir að vakna enn betur til lífsins á næstu mánuðum. Ragnar Önundarson stakk upp á því að lífeyrissjóðirnir keyptu einfaldlega Landsvirkjun og gætu þeir þá hugsanlega greitt hluta andvirðisins í gjaldeyri en afganginn í krónum. Fyrir lífeyrissjóðina væri það ágætis „díll“ […]

Miðvikudagur 21.10 2009 - 20:45

Aktenzeichen XY … ungelöst

Áhugi minn beinist aðallega að fimm hugðarefnum: Klassískri tónlist og óperum, sagnfræði, styrjöldum, bókmenntum, stjórnmálum og svo auðvitað glæpum. Fyrir nokkrum árum bættist síðan opinber stjórnsýsla við, en ég á þó ekki í ástarsambandi við það hugðarefni – líkt og í fimm þeim fyrrnefndu. En maður verður að hafa lifibrauð af einhverju og opinber stjórnsýsla […]

Sunnudagur 18.10 2009 - 09:02

Á þriðja þúsund störf gætu skapast…

Í dag eru um 14.000 Íslendingar atvinnulausir eða um 7% vinnufærra manna og kvenna. Á Suðurnesjum er þessi tala mun hærri eða í kringum 1.600 manns, um 12%. Þetta má m.a. rekja til brotthvarfs varnarliðsins fyrir nokkrum árum, þegar þúsundir misstu vinnuna. Samkvæmt spám stefnir í að 20.000 manns verði atvinnulaus á næsta ári eða […]

Höfundur