Færslur fyrir janúar, 2010

Föstudagur 29.01 2010 - 20:38

Samfylkingin og þjóðin forystulaus…

Það hefði eflaust komið erlendum ráðamönnum Hollands og Bretlands einkennilega fyrir sjónir hefðu tveir ráðherrar Íslands verið málsvarar ríkisstjórnarinnar í gær og hefðu síðan tveir af þremur stjórnarandstöðuflokkum Alþingis verið samferða ráðherrunum, slíku fjölmenni eiga þeir ekki að venjast. Auðvitað á hér á Íslandi annað við eftir að VG hafa tvívegis klofnað í afstöðu sinni […]

Föstudagur 29.01 2010 - 07:55

Hugrakkir jafnt í vörn sem sókn

Á undanförnum dögum höfum við séð hversu miklu máli skiptir að hafa heilbrigt sjálfstraust og vera hugrakkir í vörn og sókn. Þarna á ég að sjálfsögðu við frammistöðu íslenska landsliðsins í handbolta. Nú er ég enginn sérstakur áhugamaður um íþróttir og áhugasvið mitt einskorðast eiginlega við klassíska tónlist, bókmenntir, myndlist og leiklist, en þegar íslenska […]

Fimmtudagur 28.01 2010 - 07:49

Til meinlætis og meðalmennsku?

Ég hef oft verið hugsi undanfarið ár og velt fyrir mér hugtökum á borð við græðgi, siðblindu og þeim gildum sem eru eftirsóknarverð í lífinu. Niðurstaðan er auðvitað að ég, sem margir aðrir Íslendingar, höfum að einhverju leyti orðið gráðugri en góðu hófi gegnir. Einnig er enginn vafi á að a.m.k. nokkur hundruð, ef ekki […]

Þriðjudagur 26.01 2010 - 19:57

Sár, svekktur, gráti nær, úrillur og pirraður…

Ég verð að segja að ég var svolítið hissa á þeim yfirlýsingum sem Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis og nefndarmaður í sérstakri rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankahrunsins, lét hafa eftir sér á blaðamannafundi á mánudaginn var. Ég efast ekki um að álagið á nefndarmenn rannsóknarnefndarinnar er ómanneskjulegt og þeir ekki öfundsverðir að sínu hlutskipti, sem er að […]

Fimmtudagur 21.01 2010 - 20:54

Afsökum við einn glæp með öðrum?

Það eru aðallega stjórnmálamenn, sem eiga um sárt að binda núna, þegar ríkissaksóknari hefur ákært 9 manns fyrir skrílslæti innan veggja Alþingishússins fyrir rétt um ári síðan. Ríkissaksóknari og lögreglan eru í sjálfu sér ekki í vandræðum, þar sem um skýlaust brot á hegningarlögum var að ræða og þá ekki aðeins gagnvart ákvæðum 100. gr. […]

Mánudagur 18.01 2010 - 21:34

Ísland til hjálpar aðildarríkjum ESB

Ég er afskaplega ánægður með Morgunblaðið þessa dagana og er að hugsa um að gerast áskrifandi að því að nýju. Ástæðan er stórmerkilegur, fræðandi og óhlutdrægur greinaflokkur um Evrópusambandið, sem birst hefur í blaðinu undanfarna mánuði. Í netútgáfu Morgunblaðsins er nú hægt að líta tvær mjög fræðandi greinar um ESB, sem ég ráðlegg öllum þeim […]

Laugardagur 16.01 2010 - 08:56

VG – ágreiningur – klofningur?

Af fréttum að dæma er gífurlegur ágreiningur innan raða VG. Þá voru ummæli flokksmanna á flokksráðsfundinum, sem haldinn var á Akureyri í gær, á þá leið að alls ekki hægt að útiloka að VG sé að klofna í a.m.k. tvær fylkingar. Ég hef margoft bent á hversu einkennileg blanda þessi flokkur er, en þarna eru […]

Sunnudagur 10.01 2010 - 19:20

Vinstri græn allra landa sameinist!

Það var nú ekki hægt að kvarta undan Silfi Egils í dag frekar en vanalega. Hvar værum við án þessa sjónvarpsþáttar og án þessa þáttastjórnanda? Jafnvel þótt mér og mörgum hægri mönnum finnist vinstri slagsíðan á Silfrinu oft óþolandi, verður að segja Agli það til hróss, að hann er alsendis óhræddur við að taka inn […]

Laugardagur 09.01 2010 - 11:13

Stjórnmálamenn sýni hugrekki…

Við Íslendingar höfum verið á villigötum um árabil og það hefur leitt okkur til hálfgerðs þjóðargjaldþrots, þótt enginn stjórnmálamaður þori að viðurkenna þá bitru staðreynd. Við slíkar aðstæður er gott að rifja upp mannkynssöguna og leita að hliðstæðum. Það hefur auðvitað komið upp oftar en einu sinni, að ríki hafa komist í þá aðstöðu að […]

Miðvikudagur 06.01 2010 - 21:30

Engar orrustuþotur af gerð Harrier GR9/9A á leiðinni…

Ég ákvað að blogga ekki strax um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að samþykkja ekki hin svokölluðu Icesave lög. Vissulega gladdi mig þessi ákvörðun mjög mikið, en samt sem áður hafði ég mig ekki í að  blogga um þetta í gær og þá í einhverri „sæluvímu“. Ástæðan er einfaldlega að málið er allt of alvarlegt til […]

Höfundur