Færslur fyrir febrúar, 2010

Sunnudagur 28.02 2010 - 09:29

Skýrir reiðin vanþroskaða hegðun okkar

Undanfarið 1 1/2 ár hef ég stundum ekki alveg kannast við sjálfan mig. Mér hefur stundum fundist eins og allt væri á suðupunkti innra með mér. Nær alltaf tekst mér þó að hafa fullkomna stjórn á tilfinningum mínum, enda frekar vel skapi farinn að eðlisfari. Þó hefur komið fyrir að reiðin hefur haft betur og […]

Fimmtudagur 25.02 2010 - 21:13

Mútar ESB eða kúgar okkur inn?

Einu sinni sem oftar gekk umræðan á kaffistofunni í dag út á ESB aðild. Kannski ekki nema von, þar sem nokkur hluti starfsmanna er upptekinn við að rýna í réttarheimildir eða réttarreglur ESB.  Nú, það var þessi sama niðurstaða og venjulega; harðir andstæðingar hlustuðu ekki á nein rök, heldur alhæfðu og staðhæfðu; harðir stuðningsmenn aðildar […]

Mánudagur 22.02 2010 - 20:03

Kosningavélar prófkosninga

Já, núna æmta menn og skræmta vegna úrslita prófkjöranna. Ég kannast vel við þetta, þar sem ég álpaðist út í að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í fyrra og lenda einhversstaðar rétt fyrir ofan miðju, sem á að vera góður árangur miðað við að gera þetta í fyrsta skipti, en það var það […]

Mánudagur 22.02 2010 - 07:29

Aftur tvær þjóðir í landinu?

Aftur stefnir í að hér búi tvær þjóðir í þessu guðsvolaða landi. Annars vegar munum við hafa þá, sem vinna fyrir útflutningsatvinnuvegina, þar sem smjör mun drúpa af hverju strái næstu árin vegna handónýtrar krónu og almennrar eymdar við atvinnuuppbyggingu í landinu. Auðsjáanlegt er að stjórnvöld hafa hvorki dug, kraft né þor til að ráðast […]

Sunnudagur 21.02 2010 - 12:31

Kynóðir gólfarar og viðkvæmar klámstjörnur

Undanfarna mánuði höfum við Íslendingar fylgst náið með þeim hjónaleysunum Elínu Nordegren, hinni sænskættuðu, og hinum kynóða gólfara Tígur Woods, sem er Bandaríkjamaður er á ættir sínar að rekja til frumbyggja Ameríku (Indjána), Afríku, Kína, Taílands og Hollands. Reyndar hefur varla annað verið í boði en að kunna skil á þessu einkennilega fjömiðlamáli, þar sem […]

Fimmtudagur 18.02 2010 - 20:35

Steingrímur J. Sigfússon: Báknið burt – Leiftursókn

Ég var í morgun á frábærri Ráðstefnu og vinnustofu um endurskipulagningu opinberrar þjónustu, sem haldin var á Grand hótel. Á dagskrá voru nokkur atriði, en það sem stendur upp úr voru tveir ræðumenn, en það voru Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri, en þeir fóru báðir á kostum. Ég verð að segja […]

Miðvikudagur 17.02 2010 - 19:31

Jóhanna blóðug upp að öxlum…

Ég get ekki skilið orð Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra öðruvísi en svo að ríkisstjórnin stefni í blóðugan niðurskurð á næsta ári og kemur það eflaust engum á óvart. Öðru vísi mér áður brá að heyra slík orð frá Jóhönnu Sigurðardóttur, en hún virðist gera sér óvenju dælt við Viðskiptaráð þessa dagana, hvað sem vakir fyrir henni […]

Þriðjudagur 16.02 2010 - 07:41

Skinheilagir Íslendingar

Það hefur verið nokkuð deyfð yfir blogginu mínu að undanförnu, sem alfarið má rekja til mikilla anna í vinnunni. Og þar sem skriftir í formi skýrslna, minnisblaða, verklagsreglna, fundargerða og netpósta og svo hinna og þessara „ad hoc“ verkefna eru megininntakið í minni vinnu, er kannski ekki nema von að maður nenni að setjast niður og […]

Mánudagur 08.02 2010 - 07:28

Af skilnuðum og framhjáhaldi í pólitík

Þegar stofnað er til hjónabands nú á dögum er nú ástin yfirleitt með í spilinu. Það sama mátti því miður ekki segja um hjónaband VG og Samfylkingar frá því fyrra. Nei, það má segja að stofnað hafi verið til trúlofunarinnar í janúar í fyrra í kjölfar stutts en kærleiksríks hjónabands Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, sem byrjaði […]

Laugardagur 06.02 2010 - 21:16

Hægri kratar á réttri leið…

Þetta var óneitanlega skemmtilegur og hressandi dagur. Fyrirsögn Fréttablaðsins var uppörvandi eftir allan bölmóðinn frá ríkisstjórninni undanfarið ár. Hér átti allt að fara fjandans til fyrir mánuðum síðan vegna aðgerða útlendinga (ESB, AGS, Bretlands, Hollands), en ástandið hefur aðallega versnað fyrir tilstilli Íslendinga, en þarna á ég aðallega við stöðvunarskyldu VG á allar verklegar og […]

Höfundur