Færslur fyrir mars, 2010

Þriðjudagur 30.03 2010 - 20:23

Forsætisráðherra: Össur eða Bjarni?

Kjaftasagan, sem gengur hvað hæst innan Stjórnarráðsins og innan ríkisstofnana, er að ríkisstjórnarsamstarfið sé því sem næst að niðurlotum komið. Nú sé aðeins deilt um, hvort Bjarni Benediktsson eða Össur Skarphéðinsson verði forsætisráðherra. Af þessum sökum nennti ég ekki að lesa ræðu Jóhönnu Sigurðardóttir í þaula, heldur treysti ég á fjölmiðla í þessu sambandi. Björn […]

Mánudagur 29.03 2010 - 07:33

Stjórnmálalífið eftir vinstri stjórn

Ljóst er að djúpur ágreiningur er á milli stjórnarflokkanna. Nú er svo komið að forsætisráðherra er hættur að fela þann ágreining og hættur bera klæði á vopnin. Nei, þvert á móti er ágreiningurinn borinn á torg og viðurkennt að bæði tíma- og orkufrekt sé að smala saman „hoppandi meirihluta“, en með þessu var forsætisráðherra að […]

Sunnudagur 28.03 2010 - 09:49

Kinnhestur fyrir íslensk stjórnmál…

Ég var erlendis í nokkra daga og ákvað að lesa ekki fjölmiðla fyrr en síðasta daginn, en þá las ég allt sem ég komst yfir. Ég vissi að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að hér færi eitthvað að gerast í stjórnmálum, hvort heldur á vinstri eða hægri vængnum eða í miðjunni. Án […]

Föstudagur 19.03 2010 - 21:53

Slæm stemming með vinstri manna…

Jæja, nú er ég búinn að eyða 1 1/2 klukkustund í að fara í gegnum Bloggheima, skoða pistla og athugasemdir. Allsstaðar er sömu söguna að segja, að vinstri menn eru í senn bálvondir og sárir. Þeir eru enn einu sinni að sanna það, sem við hægri menn höfum haldið fram, þ.e.a.s. að vinstri stjórnir geti […]

Föstudagur 19.03 2010 - 07:48

Vinstri stjórnin fær rauða spjaldið…

Þessi garmur, sem kallar sig víst „fyrstu hreinu vinstri stjórnina“, virðist vera komin að endalokum aðeins rúmlega ári eftir að til hennar var stofnað. Það verður að viðurkennast, að þetta eru erfiðir tímar og ríkisstjórnin hefur haft erfiðari mál til úrlausnar en nokkur önnur ríkisstjórn á Íslandi hefur þurft að glíma við frá upphafi og […]

Fimmtudagur 18.03 2010 - 08:07

Framleiðsla friðarblóma á varnarsvæðinu

Hún er með ólíkindum umræðan á hinu gjaldþrota Íslandi. Hvert tækifærið á fætur öðru er slegið út af borðinu, sem mögulega gæti forðað okkur frá Parísarklúbbnum, sem tekur við ólánsömum skuldagemsum, þ.e.a.s. þjóðríkjum sem ekki lengur geta staðið við skuldbindingar sínar. Það er sama hvort um er að ræða álver, gagnaver, kísilverksmiðjur, einkasjúkrahús eða flugrekstrarfyrirtæki, […]

Þriðjudagur 16.03 2010 - 19:54

Reddast þetta kannski bara?

Fyrir um 24 árum lauk ég burtfararprófi í söng frá Nýja tónlistarskólanum  hjá Vinzenz Maria Demetz, en upp á hann var þröngvað því óþjála íslenska nafni –Sigurður Demetz Franzson. Í kjölfar burtfararprófs hélt ég út í hinn stóra heim, enda lítið annað að gera. Í gegnum Ágústu Ágústsdóttur söngkonu  og séra Gunnar Björnsson hafði ég […]

Sunnudagur 14.03 2010 - 12:37

Hver er raunveruleg stefna flokkanna varðandi ESB?

Það er sem oft áður í íslenskri stjórnamálasögu, að erfitt er að átta sig á afstöðu Framsóknarflokksins í sumum málum. Flokkurinn náði góðu flugi í síðustu kosningum og ég vissi af nokkrum í fjölskyldunni, sem kusu Framsóknarflokkinn af því þau vildu ekki kjósa vinstri stjórn yfir sig, en gátu ekki hugsað sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn […]

Laugardagur 13.03 2010 - 11:42

Rís skjaldborgin há og fögur?

Nú spyr maður sjálfan sig auðvitað, hvort skjaldborgin rísi há og fögur eða hvort það sem Árni Páll Árnason og félagar eru að breiða út séu álfasögur? Þótt manni þyki oft á tíðum að blindur leiði blindan í þessari ríkisstjón, verður maður að fagna þeirri viðleitni, sem stjórnvöld virðast vera að sýna með þessari kröfu […]

Föstudagur 12.03 2010 - 07:53

Afskriftir eða greiðsluverkfall

Mér sýnist að fólk eins og ég, sem greiðir sína reikninga og hefur alltaf greitt sína reikninga og mun að öllu óbreyttu alltaf greiða sína reikninga, hafi aðeins eitt úrræði og það er greiðsluverkfall eða að gera hreina og klára byltingu. Nei, nú mæti ég á Laugardaginn til mótmæla, því ég trúði aldrei að svona […]

Höfundur